Fórum á flakk.

Já við fórum á flakk í dag.

Skelltum okkur á rúntinn niður Laugarveginn og alles, keyrðum framhjá Hagkaup og fórum á barinn (nammibarinn) ákváðum síðan að fara í Hafnarfjörðinn til Jónu og Steina þau buðu okkur í mat en strákarnir voru orðnir slappir þannig að ég skutlaði þeim upp á spítala og fór síðan aftur í fjörðinn. Á meðan ég var í firðinum kom Davíð Þór deildarlæknir, hann hefur stundum leist hana Gundu mína af, og færði strákunum bíómiða á nýju myndina með Jóni Bónda sem hann fékk hjá kunningja sínum sem vinnur hjá Senu. Strákarnir eru með fulla poka af slikkerí sem hjúkkurnar ágirnast en þeir eru nískupúkar.Devil Og til hamingju með 20 árin Lýður Valgeir.

Kveðja Sævör


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hallo aftur jaxlar

Ja þið eruð sko jaxlar það er létt sem við hin kvörtum yfir að eigast við dags daglega á móts við ykkar daglega líf.En áframm nú siðan þið heyrðuð frá mér gerði alvöru Grænlandsbrælu svo við flúðum austur furir Hvarf erum nuna utan vid Jólavíkina 5946n 04328w við komum her í gærkveldi erum her upp við 3sml lanhelgina i skjóli fyrir NW roki fjollin eru há svo skjólið er gott hér er adeins fiskur en ekki nógu mikid fengum um 20 tonn á sólahring. Hér hef ég engar upplýsingar um veiðislódina ekki einn stafur á plotternum sennilega þryfti ég að leita á elliheimlinum hjá gömlum skipstjórum því það eina sem ég vissi var að hér voru þeir á gömlu síðutogurunum fyrir löngu síðan Jólavíkin sem er hér einhverstaðar upp i landsteinum var frægt mið sem síðutogarinn Karslefni stundaði einn skipa og fiskaði sennilega um jólin oft mikið þetta á að vera einhver lítill fjörður eða vík sem varla er hægt að snúa við inn í ég hef einn fjörð grunaðan en má ekki fara þangað bara fyrir utan 3sml og sem verra er vid erum i gefihnataeftirliti svo ekki er hæt að teigja sig innar ekkert má nú lengur.Já þetta voru nú kallar á gömlu síðutogurunum þvælast hér um allt tækja litlir og höfðu ekki alltaf góðarveðurfrettir svo er ég hér og held´það sé merkilegt með 2 plottera 2 radara 5 gps staðsetningartæki 3 dýptarmæla og internet sem gefur mér allar heimsins veðurfréttir.Ja þetta voru Jaxlar eins og þið.En af mannlífinu hér um borð er allt gott að fretta fengum sigin fisk í gær og Matak(náhvelsspik) með honum var bara gott en ég stalst lika i smjerið Ómar bátsmaður átti afmæli í gær og fékk í afmælisgjöf hengilrifið troll sem hann eiddi afmælisdeginum í að gera við þetta sáum við um brúargengið en það hefur vægast sagt verið mikið rifrildi á okku sennilega er mikið um stór grjót sem kemur með borgarísjökunum nóg er af þeim hér þetta er eins og færiband 2-4 a radarskerminum a 3 sml skalla allir a suðvesturleið þetta er nátúrlega hluti af stóra færibandinu sem kallað er Golfstraumurinn sem kemur sunnan ú karabískahafinu heitur og hér nær strondinni kaldur til baka ef þetta færiband stövast við of mikla hlinun þá kemur ísöld. en hvað um það litð útlit á fiski þetta holið og veðrið skanar á morgun svo við verum kanski vestan við hvarf þegar ég skrifa næst og vonandi í bullandi fískirí.Gaman var að þið skylduð komast aðeins út 

Góðar kveðjur heðan utan fyrir jólavíkina Jói  

Johannes Þorvaðarson (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 01:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sævör Þorvarðardóttir
Sævör Þorvarðardóttir
Mamma ætlar að halda þessu bloggi úti á meðan við bræðurnir erum í undirbúning fyrir væntanleg beinmergsskipti sem nunu vera gerð í Newcatle á Englandi. Kveðja Valdimar og Jón Þór
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband