12.11.2008 | 20:50
Tónleikar á Siglufirði.
Á morgun á hún Lóa vinkona mín afmæli.
Vildi að við gætum verið með ykkur á Sigló til að fagna afmælinu og verið á tónleikunum annað kvöld. En allavega verðum við með ykkur í huganum. Fullt að frábæru fólki mun koma fram svo sem Daníel vinur minn úr "Banka bandinu" þar sem við gerðum garðinn frægan og hann steig hér um bil sín fyrstu skref á frægðarbrautinni. Tóti, Guido, Bátsmannstríóið, Ragnadís og Fannar, Stúlli og Dúi, Hljómsveitin Heldrimenn og síðast en ekki síst krakkar úr Tónlistaskóla Siglufjarða og hann Elías skólastjóri tónlistaskólans þar sem mínir krakkar byrjuðu sitt tónlistanám.
Ég vil þakka þessum frábæru tónlistamönnum fyrir framlag sitt og vona að allir eigi eftir að njóta tónleikanna í svartasta skammdeginu og syngið fyrir mig til hennar Lóu minnar.
Takk fyrir mig og mína.
Sævör Grundfirskur Siglfirðingur.
P.S.Tónleikarnir verða á Allanum (Bíóinu) kl.20.00.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ hæ Sævör.
Frábært hjá þér að blogga. Fínt að svala forvitninni hér í stað þess að vera með eyrun útum allt útum allan bæ hehe...
Vonandi hafið þið það gott. Alltaf jafn gaman að sjá Valdimar trílla útá kaffi á leikina. Alltaf svo hress og hlær alltaf af vitleysunni í manni. Hef ekki séð Jón Þór lengi. Þarf nú aðeins að tuskast í honum, hann fór á kostum í sumar þegar ég fékk hann til mín í leikjanámskeiðið.
Þú átt snilldar drengi, ótrúlega skemmtilega :)
Kveðja af Hlíðarveginum
Lára Magg (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 11:18
Ef ég man rétt þá fékk bankabandið okkar hið skemmtilega nafn "Heimabankinn hans Gísla"
Er farinn í sound-tjékk fyrir kvöldið, gangi ykkur vel!!
Góðar kveðjur frá Sigló...
Danni og co.
Danni Pétur (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 19:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.