Hún Lóa á afmæli í dag.

413_726456.jpg

Sæl verið þið.

Já hún Lóa vinkona mín á afmæli í dag og ég var að hugsa um hvernig við hefðum kynnst.  Við vorum ný flutt á Siglufjörð ég Einar, Sævarður og Jóhannes Fannar og bjuggum á Suðurgötu fyrir ofan Þau hjónin Lóu og Halla. Við þekktum engan í bænum og þá meina ég engan ég hafði aldrei komið áður á Sigló og þegar við vorum að keyra þangað sagði ég við Einar hvert erum við eiginlega að fara það er eins og við séum að fara á tunglið, við vorum að keyra skriðurnar. Jæja en hvað um það við fluttum inn með okkar börn og bú og vorum svona að koma okkur fyrir þegar bankað er á hurð inni í forstofu (það var innan gengt milli hæða) ég fer til dyra og þar er ung kona sem segir við mig hæ ég bý á neðri hæðinni og heiti Lóa, vertu velkomin í bæinn og ef þig vantar félagskab erum við niðri.  Ég hef stundum verið að hugsa um það hvað við vorum heppin að kynnast strax góðu fólki á Sigló Hödda og Helga sem fluttu okkur á Sigló Agnesi, Steina og Þórunni, Tomma og Ástu, Helgu og Gunna, Gunnu Bínu og Kela og Gillu og Árna.

Takk fyrir

p.s. vara að hugsa um  öll skemmtilegu partýin og spilin við eldhúsborðið.

Sævör

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aftur selur og lyka selsupa í matinn

Komið sælir strakar og fjölskylda og vekomin heim.Nú eru sennilega yfirstandandi tónleikar á sigló viss um að þeir hepnast vel mikið hæfileikafólk þar í sveit.Talandi um að Sævöru fanst eins og hún væri komin á tunglið þá er hér fult tung og rjómablíða nú var aftur selur í trollinu og veisla hjá Grænlendingunum selur og selsúpa í matinn við erum nú faenir að líta hornauga á þetta sveitamennirnir fra ísalandi á Ísalndi er þetta talið óheillafengur ad fá sel í trollið en her er tóm hamingja með slíkan happafeng og svo eru menn komir í iðnad með klærnar pússa þær og slipa fá 600 kr daskar veðmætur galdeyrir það maður ætti kanski að gera þær upptækar ætli skylanefn bankankana viti nokkuð af þessu. her er nú kropp veidi og ég er að fara að hífa svo bless í bili.

kv Joi

Johannes Þorvarðarson (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 21:40

2 identicon

Hahahahahaha fyndið var einmitt að hugsa líka um þessar stundir ,það var mikið hlegið og skrafað þá . Sakna þessara stunda mjög oft, og þeirra stunda sem við sátum og blöðruðum um allt milli himins og jarðar. Getað komið hvenær sem er til ykkar alveg sama hvort maður þurfti að tala um einhvað sem manni lá á hjarta eða bara um daginn og veginn . Elska ykkur og sakna þessara stunda.

Lóa og Halli (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sævör Þorvarðardóttir
Sævör Þorvarðardóttir
Mamma ætlar að halda þessu bloggi úti á meðan við bræðurnir erum í undirbúning fyrir væntanleg beinmergsskipti sem nunu vera gerð í Newcatle á Englandi. Kveðja Valdimar og Jón Þór
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband