3.12.2008 | 01:10
Ókey ég veit ég er róleg í tíðinni.
Hef verið löt að skrifa, en við áttum skemmtilega helgi fórum á basar hjá kvenfélaginu á laugardaginn, kveikt var á jólatrénu okkar, bara fínasta hrísla lúðrasveitin spilaði og við dönsuðum í kring og sungum jólalög. Fór líka í tvær afmælisveislur hún Gerður í gröf bauð upp á hnallþórur. Eitthvað fyrir mig mmmmmmmmmmm. Um kvöldið fórum við til Jón Bjarna hann varð 40 somthing þar var bakaður stafli af pönnukökum á tveimur pönnum fyrir gámana Kolla tók sig vél út í því hlutverki. Jói þú ert svo vel giftur.
Ásgeir var að tala við mig það er búið að senda allar upplýsingar út um strákana til Englands. Þeir vilja fá bæði Jón Þór og Valdimar út í forskoðun, blóðprufur og einhverjar rannsóknir þetta þarf að ske áður en miltað verður tekið úr. Þar verður tekin ákvörðun hvort Jón fari líka í beinmergskipti. Við förum líklega núna í des. það á eftir að fá samþiggi fyrir ferðinni þá sendir hann póst út og við fáum dagsetningu.
Hjá okkur var jólastund (samvera) á sunnudaginn bakaðar piparkökur og við máluðum líka jólakúlur svona líka listilega vel.
Kveðja Sævör
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 01:28 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Á nú að draga úr afmælunum, við hittumst nú líka í 20 ára afmæli á mánudaginn , upp á dvaló, þar sem prinsessan sló nú aldeilis í gegn á klarinettinu. Já svo ég tali nú ekki um Gallerí Bibbu í gær. Segðu svo að þú sért róleg í tíðinni.
Sólrún (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 07:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.