Tónleikar í kvöld.

Sælir. 

Já við gellurnar á heimilinu erum að fara á tónleika með Frostrósum úti í Ólafsvík amma og Ása koma með okkur, það verður örugglega yndislegt.

Jæja nú erum við búin að fá samþykktirnar fyrir mergflutningnum fyrir báða strákana og pappírarnir á leið út og við ættum að fá að vita eftir helgi hvenær verður farið í þessa forskoðun úti til Newcastle í Englandi, sjúkrahúsið sem þeir fara á heitir Newastle upon Tyne Hospital og læknirinn sem sér um þá heitir Andrew Cant, einn af heimsmeisturunum á sínu sviði eins og Ásgeir segir. Aðgerðin hjá Valdimar verðu ekki fyrr en við erum búin að fara út. Jón Þór er ekki að fara í mergskipti en hann fer í forskoðun til að allt sé tilbúið þegar þar að kemur hvenær það veit enginn.

 Kveðja Sævör


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Komið öll sæl

Got að heyra að hlutirnir séu að fara að ganga og vonandi voru tónleikarnir góðir.Héðan er allt gott að frétta erum á landleið verðum i Hafnafirði á þriðjudagsmorgun setjum megnið af Grænlendingunum í land þeir fljúga frá RVK til Kulusuk við höldum síðan áfram til Cuxhaven og löndum þar þetta eru langar siglingar sérstaklega að vetri til vorum 40 daga á veiðum en túrinn er orðinn 52 dagar hja okkur sem komum um borð í Danmörku en við stoppuðum í 2 daga ´´i hanarfirði á leiðinni.Veiðin var skárri hjá okkur í restina fengum 2 góðar vikur utan við jólavíkina svo hun stóð undir nafni náðum að klára kvótann og rúmlega það vonadi 300 millur en það fer eftir genginu sem er nú eins og blóðþrístingur hjá óðum manni hér hefur verið lítið um sel í matinn hann svona að mestu leyti Dönsku skotinn,hlakka mikið til að sja ykkur öll ég verð sennilega nokkra daga úti en kem heim 18 des.Ég vissi nú systir góð að ég væri vel giftur kanski ég baki eins og 2 sortir fyrir hana kollu mína er heim er komið svona til að sýna lit í jólaundirbúningnum annars bara góðar kvejur til ykkar allra Jói

Jóhannes Þorvarðarson (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 03:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sævör Þorvarðardóttir
Sævör Þorvarðardóttir
Mamma ætlar að halda þessu bloggi úti á meðan við bræðurnir erum í undirbúning fyrir væntanleg beinmergsskipti sem nunu vera gerð í Newcatle á Englandi. Kveðja Valdimar og Jón Þór
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband