24.1.2009 | 23:59
Það er ákveðið.
Ég fékk símhringingu frá Newcastle og síðan senda dagskrá í pósti, við fljúgum út fimmtudaginn 29.jan. og eigum að mæta á föstudagsmorgun á spítalann þetta verðu flækingur á milli sjúkrahúsa í allskonar test og rannsóknir. Áætluð koma heim verður á þriðjudagskvöld. Vonandi verður Valdimar orðin nógu hress til að fara en planið er að Ásgeir fylgir okkur út ef hann hressist aðeins og Luther fylgir okkur heim og sem betur fer er flogið á milli London og Newcastle þannig að ferðalagið úti verður ekki langt, var farinn að kvíða fyrir margra tíma lestaferð. Við gistum í íbúð á vegum Newcastle General Hospital sem er sjúkrahúsið þar sem mergskiptin sjálf fara fram við munum fá endanlega dagsetningu fyrir þau núna í ferðinni. Vonandi getum við eitthvað kynnst borginni um helgina því hún verður frí frá öllum læknum og læknastússi.
Heyrumst seinna.
Sævör
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gangi ykkur rosalega vel!
kveðja af Eyrarveginum.
Eygló Bára (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 00:03
Gangi ykkur vel
Brynja (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 18:51
Gangi ykkur vel!
Bestu kveðjur Inga Magný,Elvar Þór og dætur.
Inga Magný (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 20:58
hæhæ Sæta fjöslkylda vildum bara segja að við hugsum til ykkar alla daga og viljum við segja gangi ykkur rosalega vel úti og verðum í bandi við ykkur og fylgjumst með hérna á síðuni:) kveðja joa,halli,viktoria og bumbubaun
joa,halli og viktoria unnur og bmbubaun (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 18:34
Gangi ykkur vel ;O)
Guðrún Hrönn og Ragnar Smári (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 21:24
Hæ gangi ykkur rosalega vel úti ,gaman að fylgjast með ykkur hér á síðunni og frábær gjöf Valdi.
kveðja
Ása
P.S Gummi og krakkarnir biðja kærlega að heilsa
Ása (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 16:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.