það er ferðahugur í okkur.

Við erum komin í borgina og leggjumst inn á námsmennina þ.e.s. fyllum stofuna.

Valdimar er útskrifaður og er allur að hressast vonandi gengur vel úti. Það er komin ferðahugur í okkur og við eigum langan dag fyrir höndum á morgun vöknum  við rúmlega fimm og lendum ekki fyrr en rúmlega sjö í Newcastle og eigum þá eftir að nálgast lykla af húsnæðinu sem við gistum í.

Dagskráin verður þétt á föstudaginn hann byrjar 8.30 á að strákarnir eiga að fara í lungnarannsóknir og viðtal við lungnasérfræðing. Mánudaginn eiga þeir að hitta Innkirtlasérfræðing og Meltingarsérfræðing ásamt því að hitta Andrew Cant sem er sjeffinn í beinmergskiptum. Þriðjudaginn verða blóðprufur og fleiri viðtöl ásamt heimkomu.

Ásgeir Haraldsson fylgir okkur út af því að Valdimar er búin að vera veikur og ég er afslappaðri fyrir vikið. Helgin verður bara húllumhæ og ég ætla að fá mér allavega einn kaldan ef ekki tvo.

Heyrumst ef við komumst í netsamband.

Kveðja Sævör.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ allir þarna ,en gangi ykkur vel þarna úti hugsum til ykkar og sendum til ykkar yfir hafið fullt af góðum straumum, og bænum kær kveðja Lóa og Halli

Lóa og Halli (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 23:41

2 identicon

Góða ferð og vonandi gengur allt vel:)

Kveðja,Guðrún Ósk

Guðrún Ósk (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 08:44

3 identicon

Kæra fjölskylda. Vonandi gengur þetta allt mjög vel hjá ykkur og við hérna á Sigló hugsum til ykkar og sendum ykkur góða strauma. Kveðja, Erla Helga og co.

Erla Helga (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 09:11

4 identicon

Gangi ykkur vel og góða ferð.

Arna (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 13:35

5 identicon

Skemmtið ykkur nú eins vel og mögulegt er í nýkastala (hahah) og strákar öskrið ykkur hása á leiknum.

Sólrún (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 07:07

6 identicon

Gangi ykkur rosa vel út og njóttu þess að fá þér einn eða tvo hahaaaa.... 

Jóhanna Þorvarðar (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 10:44

7 identicon

hæhæ gangi ykkur vel úti hlakka til að heira í ykkur sendum góða strauma til ykkar. biðjum að heilsa gangi ykkur vel :)

joa halli og viktoria bumbubaun (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 01:22

8 identicon

Sendi ykkur góðar kveðjur yfir hafið

     kv Ægir

Ægir (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sævör Þorvarðardóttir
Sævör Þorvarðardóttir
Mamma ætlar að halda þessu bloggi úti á meðan við bræðurnir erum í undirbúning fyrir væntanleg beinmergsskipti sem nunu vera gerð í Newcatle á Englandi. Kveðja Valdimar og Jón Þór
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband