10.2.2009 | 09:24
Við erum komin heim já allaleið til Grundarfjarðar.
Hæ hæ.
Þetta er búið að vera fína ferðalagið, nóttin eftir að við lentum í Newcastle veiktist Valdi og lenti inni á spítalanum hann er með brisbólgu. Við kláruðum öll viðtöl og rannsóknir nema Valdimar komst ekki í lungnatest sem er hægt að gera hér heima þannig að það bjargast.
Nú er verið að leita af merggjafa fyrir báða strákana en Valdimar fer á undan Jóni Þór, ég ætla ekki að fara neitt nákvæmlega út í niðurstöður eftir heimsóknina til Newcastle fyrr en læknarnir eru búnir að gera sitt mat og fleira. En hugsanlega þarf Valdimar að fara aftur út eftir 3 til 4 vikur til að fara í tæki sem heitir Peatscan sem er nákvæmara en Segulómun og við eigum ekki hér heima. Þetta kemur allt í ljós en Luther og Ásgeir ætla að pressa á að hann þurfi ekki að fara fyrr en hann fer í sjálft BMT og drífa í að taka úr honum miltað.
Er að fara í borgina með Jón heyrumst.
Kveðja Sævör
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott að heyra að þið eruð komin og allt gekk þokkalega.
Fylgjumst með ykkur....!!!
Kveðja,
Halla og Þórhallur
Halla Kjartansdóttir (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 17:02
Já, ég gleymdi því, til hamingju með litlu frænkuna.
Sá hana í Skessuhorni, gasalega sæt skvísa.
Kv.
Halla
Halla Kjartansdóttir (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 17:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.