19.2.2009 | 23:41
Baráttan að byrja.
Við fórum í borgina í dag að hitta svæfingalækni og skurðlækninn.
Valdimar fer í aðgerð á mánudaginn, það er komið að því að taka úr honum Miltað. Það verður reynt að gera það í gegnum skóp eða5 göt á kviðar holi en það þarf að skera um það bil 7 cm. til að ná skrímslinu út eins og Kristján skurðlæknir kallar Miltað á honum og ætlað hann að reyna að nota gamla skurðinn eftir stóma aðgerðina. En hann bjó hann undir að hann gæti vaknað með hálfgerða kviðristu ef eitthvað kemur upp á því Miltað er viðkvæmt eftir alla sterana og mjög stórt. Aðgerðin leggst bara vel í Valdimar, hann segist ekki kvíða neinu sé búin að hafa þetta svo lengi hangandi yfir sér.
Annars er bar fínt að frétta frá okkur Snædís er búin að vera alla vikuna á Laugum í Sælingsdal og vonandi frá heilmörgu að segja þegar hún kemur heim á morgun.
Heyrumst, kveðja Sævör
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gangi ykkur vel. Kv. Anna María
Anna María (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 10:18
Gangi ykkur vel. kveðja frá okkur öllum Hafdís,Gísli og börn
Hafdís og fjölsk (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 12:50
Hugsa til ykkar. kv. Gunnhildur K
Gunnhildur Kjartansdóttir (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 12:53
Hæ hæ
Það er gott að þetta skuli leggjast vel í þig Valdimar minn sannkölluð ofurhetja. Við munum hugsa til þín og ykkar allra .
Gangi þér vel kæri vinur .
Þínir vinir norðan heiða Gilla,Árni,Ástþór og Jakob Snær.
gilla (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 14:48
Við erum með hugann hjá ykkur kæru vinir.kv Sævar,Ella og co
Sævar, Ella og dætur (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 18:24
það er alveg yndislegt að lesa hvað þið eruð endalaust jákvætt, það eitt hlýtur að gefa ykkur mikinn styrk.
Gangi ykkur ótrúlega vel á mánudaginn.
Guðrún Hrönn og Ragnar Smári (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 11:31
Gangi ykkur vel. Hugsum til þín Valdimar minn og ykkar allra.
Kveðja,
Halla og Þórhallur
Halla Kjartansdóttir (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 23:02
Gangi ykkur vel, hugsa til ykkar á morgun
Kossar og knús norðan heiða
Jóhanna Þorvarðar (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 12:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.