25.2.2009 | 19:52
Öskudagur.
Hæ hæ hér er allskonar skríll á ferðinni, hjúkkur með grímur og í hinum ýmsu múderingum, læknar með bleika kúrekahatta og Liverpool aðdáendur sem mæta ekki einu sinni í gallanum þótt það sé leikur í kvöld. Valdimar er að búa sig undir kvöldið bara hress eftir allt saman, en hann er með töluverða verki því það myndaðist blóðblaðra þar sem Miltað var og hann er líka á sýklalyfjum vegna einhvers krass í lungunum, þetta á allt eftir að lagast með tímanum.
Doktorarnir af utan voru að kalla eftir blóði úr strákunum til að eiga til samanburðar við væntanlega merggjafa og Ásgeir ætlar að senda út póst um að aðgerðin hafi gengið vel kannski fáum við einhverjar fréttir fljótlega að utan.
Hluti af systkinabörnum mínum eru að fara í prufur til að athuga hvort þau passi við strákana en það kemur allt í ljós með tímanum.
Heyrumst seinna. Kveðja Sævör
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.