16.3.2009 | 09:01
Hitt og þetta.
Hæ hæ.
Já á þessum dýrðar degi eru allir heima. Jón Þór er bara orðinn þokkalega hress og kemst í skólann honum finnst erfitt að detta svona lengi út, ekki námslega því honum gengur vel, heldur er það félagsskapurinn sem hann saknar og er búin að taka gleði sýna aftur.
Við Valdimar vorum að skoða síðuna á honum (vinstramegin) þeim megin sem miltað var í honum, hann er með holu eða frekar innfallinn, ef hann væri ekki á svona miklum sterum og ekki hefði blætt fyrir innan væri hún örugglega meira áberandi þetta er svolítið skrítið að sjá þetta. Við höldum okkar striki og erum farin að undirbúa fermingu, Snædís á að fermast 26 apríl og við höldum okkur við þessa dagsetningu nema Valdimar verði farinn út, það kemur allt í ljós. Hún fékk sér þennan fallega kremlitaða kjól og ljómar yfir honum. Sindri frændi hennar ætlar að sjá um veitingarnar.
Heyrums seinna, kveðja Sævör
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.