8.4.2009 | 11:45
Gleðilega páska.
Hæ hæ ég hef verið löt að blogga, það er búið að vera rólegt á okkur, strákarnir þokkalega hressir og allir bara bjartsýnir enda vorið á næsta leiti, yndislegt.
Valdimar er byrjaður að taka meirapróf eða vinnuvélaréttindi, þetta eru þrjár helgar, hann kom ánægður heim eftir helgina og hafði gaman af þessu öllu, lögnum, slöngum, vökva eitthvað og tækjum.
Jón Þór er allur að koma til eftir að fystillinn var opnaður, hann er kominn með þokkalega orku og er í þessum skrifuðu orðum að losa ruslið í bænum.
Á föstudaginn var, voru tónleikar hjá Lúðrasveitinni (Salsa veisla) Snædís spilar á klarínett þetta voru skemmtilegir tónleikar en lúðrasveitin er ekki nema ársgömul hann Baldur er að gera góða hluti með krökkunum okkar.
Við fengum bréf frá Newcastle, það var samantekt um rannsóknirnar sem voru gerðar í janúar það kom ekkert slæmt úr þeim. Þeir segja að Jón Þór hafi 80 til 90 % líkur á eðlilegu lífi eftir beinmergskiptin en tala ekki um hlutföll hjá Valdimari því hann er með svo marga áhættuþætti, brisbólgu, stækkaða lifur, nýrnabilun og fleira en hann þarf að fara aftur út í fleiri rannsóknir. Þeir segja jafnframt að enn sé verið sé að leita af passlegum merggjöfum fyrir þá og dagsetningar komi ekki fyrr en búið sé að finna þá. Þannig að við bíðum bara og bíðum eftir kallinu.
Heyrumst.
Kveðja Sævör
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.