11.5.2009 | 10:48
Við erum komin heim.
Hæ hæ.
Við komum heim frá Newcastle aðfaranótt sunnudags og fórum beint heim í okkar kojur því heima er best. Ferðin út var góð Valdi hress og allar rannsóknir komu vel út. það var verið að leita eftir því hvort Valdimar gæti verið með einhvern annan sjúkdóm vegna Brisbólgnanna sem hann hefur verið að fá en ekkert óeðlilegt fannst. Brisið að vísu örótt eftir bólgurnar og niðurstöður voru að CGD það er sjúkdómurinn hans hafi líklega orsakað þessar Brisbólgur sem eru góðar fréttir fyrir Valdimar því það minkar áhættuna í mergskiptunum sjálfum.
Á föstudaginn var fengum við þær gleði fréttir að búið væri að finna passlegan merggjafa fyrir Valdimar en það ætti eftir að bera saman vefjaflokka við hugsanlega merggjafa fyrir Jón Þór, það fylgja svona fréttum gleði, þakklæti og friður kemur yfir mann.
Kveðja Sævör
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ öll sömul
TAKK FYRIR SÍÐAST VONANDI VERÐA ÞÆR FLEIRI FERÐIRNAR HJÁ MÉR TIL YKKAR.
OG ÞAÐ ER GOTT AÐ ALLT GEKK VEL ÞARNA ÚTI, VERÐUR BARA ENNÞÁ BETRA , GOTT AÐ HEYRA AÐ ÞAÐ SKULI VERA BÚIÐ AÐ FINNA MERGGJAFA , KÆR KVEÐJA FRÁ OKKUR ÖLLUM Á SIGLÓ
Lóa og Halli (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 11:00
Æji, hvað það er gott að heyra frá ykkur og að allt hafi gengið vel.
Nú fer þetta bara batnandi.
Guð veri með ykkur elskurnar
Kveðja,
Halla og Þórhallur
Halla Kjartansdóttir (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 10:56
Hvenær þurfið þið þá að fara aftur út í mergskiptin? Líður langur tími þar til það verður?
Kveðja,
Halla
Halla Kjartansdóttir (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 11:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.