Ég ætla að sleikja sólina í dag.

Hæ hæ

Það er komið sumar og sólskin til okkar það er svo notalegt, Valdimar og Jón Þór liggja í bælinu slappir karlarnir í dag. Valdimar var í borginni hann fékk Brisbólgu einu sinni enn og lá inni í 4 daga en við kusum að fara heim já bara til að spara fyrir ríkið nei, nei hann fékk aukna stera og það er hægt að gera heima en hann er allur að koma til aðeins slappur en lætur sig hafa það að skella sé upp í sundlaug eða á íþróttasvæðið, því, veit ekki hvort þið vitið það hann kláraði um daginn vinnuvélréttindi og Friðrik hefur verið svo vænn við hann að leifa honum að reina sig á tækjunum hans, það er glaður maður sem kemur heim eftir dag þar sem hann hefur fengið að reina á sig, eitthvað sem okkur hinum þykir sjálfsagt og kannski bara leiðinlegt.

Jón Þór er búin að vera druslulegur hann er með Ristil það er hlaupabóluveiran leggst á taugaendana og veldur hlaupabólum á takmörkuðu svæði, frekar ógeðfellt og sársaukafullt núna er allt að gróa og kláðinn að gera útaf við hann en hann er heima í dag en átti annars að vera í prófi, já litli strákurinn minn er að klára 10 bekk. Hann ætlar ekki að verða bakari þótt hann hafi alltaf verið að bakakaka hérna áður fyrr.

Ég var á tónleikum í gær Tónlistask. Grundarfjarða var með vor tónleikana það var gaman eins og venjulega Þórður, Baldur og Ari eiga heiður skilinn fyrir frábært starf með krökkunum okkar, Snædís spilaði með lúðrasveitinni, sveitin er ekki nema árs gömul og Baldur er búin að ná frábærum árangri með krökkunum, mæli með að þið sem ekki hafið farið á tónleika hjá tómlistaskólanum að gera það næst.

Heyrumst seinna.

Kveðja Sævör


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sævör Þorvarðardóttir
Sævör Þorvarðardóttir
Mamma ætlar að halda þessu bloggi úti á meðan við bræðurnir erum í undirbúning fyrir væntanleg beinmergsskipti sem nunu vera gerð í Newcatle á Englandi. Kveðja Valdimar og Jón Þór
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband