22.6.2009 | 19:31
Komin heim frá Sigló.
Hæ hæ. Við skelltum okkur norður og áttum yndislega helgi á Siglufirði. Við gistum hjá Gillu og Árna, kíktum á Allann til Lóu og Halla og Valdimar skellti sér á ball með Matta og Draugabönunum nei nei smá grín hann var bara að spjalla við Óskar. Laugardagsmorgun fórum við ég, Snædís og Gilla í kvennahlaupið, Gilla fór að sjálfsögðu allan snjóflóðagarðinn en við Snædís létum okkur duga Suðurgötuna. Um kvöldið fórum við í Bátahúsið og hlustuðum á óskalög sjómanna stórgóð skemmtun sem var sett upp með fyndnum kveðjum og óskalögum, hljómsveit hússins hét hinum ýmsu nöfnum og söngvarar ekki af verri endanum Mundína, Biggi Ingimars, Tóti, Finni Hauks, Bjössi Sveins og Raggi Bjarna og síðan var skellt sér á landleguball í Allanum.
Það styttist í að við förum út sex dagar til stefnu og nú þarf að fara að rífa fram ferðatöskurnar og pakka einhverju niður og búa sig undir langa fjarveru, Valdimar er með hnút í maganum jú og ég líka við vitum ekkert hvað hann er að fara út í eða hvað við verðum lengi.
Já svo er nú ekki bara að pakka fyrir okkur því snædís er að fara til Kanada með Jóa, Kollu og Sæþór, hún flýgur út 2 júlí og er orðin mjög spennt.
Heyrumst seinna.
Kveðja Sævör.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.