Það var bara sumarfrí hjá fjölskyldunni.

Hæ hæ. Já við skelltum okkur í útilegu byrjuðum  í Skagafirði fórum í rafting í Jökulsá vestari og brunuðum síðan á vestfirði tjölduðum á Drangsnesi fórum síða á Norðurfjörð og þaðan í Arnarfjörðin og keyrðum slóðann fyrir img_4039.jpgSléttanes upp á Sandfell síðan inn Kirkjubólsdal og niður Fossdal. Já gleymdi að taka fram að við vorum bara fjögur því Snædís er en í Kanada. Fengum yndislegt veður og dásamlegt ferðalag það eru orðin nokkur ár síðan við fórum í svona útilegu og nutum þess út í ystu æsar nema strákunum var haldið í gíslingu og píndir í lengri útilegu. 

Síðan var hringt í mig að utan og það er búið að flýta ferðinni til Newcastle við fljúgum út eftir 7 daga eða 18 júlí það er laugardaginn næsta. Valdimar leggst inn á Sunnudeginum og meðferðin byrjar á mánudeginum þann 20. Það er töluverður kvíði í honum og erfiðar þessar breytingar en ég er viss um að þetta á allt eftir að ganga vel.

Heyrði í Snædísi frá Kanada það er bara gaman, búin að fara í siglingu á skútu, spíttbát og róa á kajaka skelltu sér til Halifax einn rigningardaginn að versla og bara gott hljóð í dömunni.

Heyrums seinna.

Kveðja Sævör


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sævör Þorvarðardóttir
Sævör Þorvarðardóttir
Mamma ætlar að halda þessu bloggi úti á meðan við bræðurnir erum í undirbúning fyrir væntanleg beinmergsskipti sem nunu vera gerð í Newcatle á Englandi. Kveðja Valdimar og Jón Þór
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband