Nú er allt að byrja.

Hæ hæ. Já við erum búin að koma okkur fyrir Valdimar er kominn inn á Deild 23. Meðferðinni var frestað til miðvikudags því það þurfti að setja í hann nýja línu sem var gert í morgun og gekk það bara vel. Hann fór ekki í svæfingu hún var sett upp eftir staðdeifingu ojjjjjjjjj. En alla vega byrjar niðurbrotið kl. 10 í fyrramálið.
Þetta er búið sð vera fína ferðalagið á okkur á laugardaginn komum við til Newcastle og höfðum hugsað okkur að far út að borða en nei Valdimar sofnaði kl.5 og var ekki haggað eftir það þannig að gamlasettið lagði sig kl.7 eftir að hafa faðið í hverfisbúðina og fengið okkur kornflex og ristað brauð og sváfum við öll til morguns. Á sunnudeginum lagðist Valdimar inn og byrjuðum við daginn á kornflexi og ristuðu brauði "húrra" en allt fór í mínus þegar línan gaf ekki blóð og að Valdimar hafði þyngst um 10 kg frá uppgefinni þyngd, mánudags morgun var erfiður það þurfti að reikna upp á nýtt lyfin og taka akvörðun um frestunina og fyrir okkur að nærast á ristuðu brauði og kornflexi eina máltíð í viðbót.
Heyrumst seinna.
Kveðja sævör.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæru vinir.Sendum ykkur innilegar baráttukveðjur og vonum að allt gangi sem best.Kveðja Sævar Ella og Sólveig Ásta

Bergvin Sævar (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 21:31

2 identicon

Kæri Valdimar baráttukveðjur úr sveitinni við söknum þín öll. Það vantaði þig í heyskapinn það gekk eitthvað hægt hjá Jóni og Jóni en hafðist þó, einhverjar bilanir. Ég og Jón Bjarni kölluðum hann Valda nær allan daginn, við erum svo vön að hafa þig .Gosi biður að heilsa og allir hinir á Bergi

Anna Dóra Markúsdóttir (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sævör Þorvarðardóttir
Sævör Þorvarðardóttir
Mamma ætlar að halda þessu bloggi úti á meðan við bræðurnir erum í undirbúning fyrir væntanleg beinmergsskipti sem nunu vera gerð í Newcatle á Englandi. Kveðja Valdimar og Jón Þór
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband