22.7.2009 | 18:13
Fyrsti dagur meðferðar.
Hæ hæ. já fyrst dagur að kveldi komin það er búið að ganga vel í dag Valdi er hress og lætur eins og fífl, set myndir því til sönnunar inn í myndaalbúmið. eftir fyrsta lyfjskamtinn voru teknar blóðprufur á 30 mín fresti eða 14 stykki takk fyrir, það er til að sjá hvort lyfjaskammturinn er að virka ef ekki þarf að stækka hann.
Við fórum í verslunaleiðangur það þurfti að versla stuttermaboli því við öll eigum að fara í sturtu einu sinni á dag og skipta um föt á hverjum degi, þvo hendur í hverst skipti sem við förum bæði inn og út úr milli herberginu ásamt því að skrúbba hendurnar inni í rýminu hans Valda og hann þarf að busta tennur tvisvar á dag lámark, en bustan má bara nota tvisvar, ekki má gleima ferðinni í Iceland að kaupa frosinn mat handa Valda sem er uppistaðan af því sem hann má borða ásamt gerilsneiddum vörum. Valdi segir að þetta sé ekki mjög slæmt. Hann er ánægður með hjúkkurnar, hressar og kátar gellur en ekki eins gamlar og á Barnaspítalanum!
Eins og þið vitið var settur nýr leggur í gær en sá sex daga gamli var ekki tekin þannig að Valdimar gerði sér lítið fyrir og lagðist ofan á leggin og dró hann aðeins út þannig að læknirinn ákvað að láta hjúkkuna draga hann alveg út. Hver þarfnast skurðlæknis þegar Valdimar er á svæðinu.
Kveðja til allra heima.
Sævör, Einar og Valdi.
P.S.Hildur ekki móðgast þú ert ekki gömul þú er mjög ung og falleg:)
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ hæ
Það er gott að heira að allta gangi vel ,skilaðlu góðri baráttukveðju til Valda
það þarf ekki að spyrja af seiglunni í honum.
Okkur finnst notarlegt að þið hafið netsamband til að miðla til okkar
Baráttukveðjur frá fjölsk.Hvanneyrarbraut 11 Sigló.
gilla (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 12:18
Gott að heyra, halltu áfram í góða skapið Valdi. Markús er 23 ára í dag og ekki ennþá genginn út. Er ekki best að senda hann í heimsókn til þín til að kíkja á hjúkkurnar en þá verður þú að tala við þær fyrst ha ha ,undirbúa jarðveginn. Kveðja frá öllum á Bergi
Anna Dóra Markúsdóttir (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 13:13
Gott af ykkur að taka þessu ollu með æðruleisinu að vopni,fararheill og von um skjotan jákvæðan árangur þér til handa kæri valdimar.hugur okkar allra er hjá ykkur kæru vinir. áfram áfram valdimar,kær kveðja kallijoh,og aðrir í hamrahlíðinni,Grundó
kalli joh johannsson (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 00:51
Hæhæ,,,,hugsa til ykkar og sendi bláar kveðjur á línuna,:)Magga Hjálm,,,,
MH. (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 01:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.