Erfiður dagur að baki.

Hæ hæ. Já þetta er búinn að vera erfiður dagur lyfja meðferðin á eftir því línan gaf sig hann er búin að vera að tala um mikla verki í hálsinum þar sem línan kemur inn og var settur í röntgen bæði í gær og í dag. Í dag kom í ljós að það þyrfti að skipta um línu eða reyna að laga hana því hún var farinn að leka.
Röntgenlæknir frá nýja barnaspítalanum þar sem fyrri línan var sett inn kom yfir á General sjúkrahúsið því annar hefði þetta tekið allt svo langan tíma. Við fórum inn á röntgen kl 5 og aðgerðin tók tvo tíma ásamt undirbúningi. Ég og Einar vorum bæði inni á meðan doktorinn krukkað í hann, það tók langan tíma að finna línuna í hálsinum en lækninum tókst að setja nýju línuna inn á sama stað og hin var. Ég vill láta ykkur vita að hann Valdimar er hörku tól og baráttu jaxl. Því leggurinn var settur inn við frekar frumstæðar aðstæður, eingöngu röntgen myndavél, skurðáhöld frá öðru sjúkrahúsi og penna vasaljós til að lísa lækninum.
Valdi er búin að taka gleði sína aftur var að borða pizzu (örbylgju) og að þamba kók.
Já gleymdi að segja ykkur að þegar ósköpin dundu á vorum við Einar í bænum að láta framkalla myndir til að setja upp á vegginn og versla teiknimyndasögur, bíla og fótboltablöð.
Heyrumst seinna.
Kveðja Valdimar, Sævör og Einar.

P.S. Valdimar segir bless bless og hafið það gott um Grundarfjarðardagana sem veðið þar og á Síldarævintýri þið hin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Gangi ykkur vel... kveðjur að norðan..

Jón Ingi Cæsarsson, 24.7.2009 kl. 20:27

2 Smámynd: Sigrún Óskars

innlitskvitt - gangi ykkur öllum vel

Sigrún Óskars, 24.7.2009 kl. 21:12

3 identicon

Hann er hörkutól hann Valdimar !! Gangi ykkur rosalega vel.

Bestu kveðjur

Ása,Gummi og krakkarnir

Ása og Gummi (IP-tala skráð) 24.7.2009 kl. 22:00

4 identicon

Það er töggur í þeim sem bera þetta nafn.

Gangi þér sem best nafni.

Valdimar frændi á Skagaströnd (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 08:34

5 identicon

Grundódagar eru að rúlla vel, það er soundtékk á svæðinu í augnablikinu í sól og léttum andvara, en engum spánarhita. Gærdagurinn var góður og brekkusöngur alveg frábær en brennan gerðist of ágeng og ætlaði að æða yfir götuna til Óla Sigga og Sjöbbu svo ákveðið var að kalla á slökkviliðið til að drepa hana og gekk það vel.
Baráttukveðjur úr Grundó til Valda kalda og ykkur hjóna.

Sólrún (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sævör Þorvarðardóttir
Sævör Þorvarðardóttir
Mamma ætlar að halda þessu bloggi úti á meðan við bræðurnir erum í undirbúning fyrir væntanleg beinmergsskipti sem nunu vera gerð í Newcatle á Englandi. Kveðja Valdimar og Jón Þór
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband