Fjórði dagur lyfjameðferðar er búin að vera góður.

Hæ hæ.
Dagurinn í dag búin að vera góður, Valdimar er búin að rota 3 djöfla í Nitendo Wii og ég vann keiluna haha. Hann átti svefnlausa nótt en sofnaði eftir að ég kom til hans og svaf vel eftir það. Lyfjameðferðin er komin á rétt ról aftur og gengur vel, hann er ekki farinn að finna fyrir neinum aukaverkunum.
Við þökkum fyrir allar kveðjurna og höfum öll gaman af því að lesa þær.

Heyrumst seinna.

Valdimar, Sævör og Einar.

P.S. Ég og Einar erum komin með símanúmer skrái þau niður eins og hringt er í þau að heiman.
Sævör 447502386077 / Einar 447717396449


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bið rosa vel að heilsa Valdimari, gangi ykkur vel áfram :)

Kossar og knús frá okkur norðan heiða

Jóhanna Þorvarðard. (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 19:37

2 identicon

hæhæh Vonum að allt gangi vel þúsund kossar á valda kalda:) .kveðja amma , hulda , og Gummi þór

Guðmundur þór Ármannsso (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 19:45

3 identicon

Sæll Valdi ég og Sól nenntum ekki í Grundó með hinu liðinu núna í kvöld.Við ætlum að hafa það rólegt heima.Grundarfjörður er flott skreittur og það er sól og blíða .Í gærnótt snjóaði efst í fjöllin. Það var samt mikið djamm á fólki þó það væri svolítið kalt. Þorri og Hinni komu heim kl 6 um morgun og vakti Jói þá með því að gefa þeim malt í rúmið og elda fyrir þá plokkfisk. Þetta vannst Þorra nú alminnileg þjónusta.Hann þarf nú að vera með alvöru flensu ef að hann á að fá þessa þjónustu heima hjá sér. Mætum með þér í gönguna með bláum á næsta ári. kveðja í bili úr sveitinni

Anna Dóra Markúsdóttir (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 20:55

4 identicon

Hallo dúllur

Gott að geta lesið bloggið ykkar, Ertu búinn að kyssa xxxxx heheheheheh líka gott að geta hringt í ykkur þori ekki að hringja í gemsan hehehe djok bara að stríða múttu gömlu kær kveðja frá okkur á sigló koss á línuna sem má Lóa og Halli og hinir líka 

Lóa og Halli (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 22:36

5 identicon

hæhæ hóhó hér var stuð á grundó ! já hér var sko stuuð í gær við byrjuðum daginn að fara niður á bryggju og fara í tækin allan daginn já ég er örugglega búin að fara í sama tækið 50 sinnum og alldrei fæ ég leið á því :) en svo um kvöldið var farið í skrúðgöngu með grænum já það var frekar skrítið að vera í þessum lit en það var sammt stuð í skrúðgöngunni var roosalega flottur dreki sem var lengri en sæbólið mætti halda ! ég var með grænt hársprey í mér og græna eyrnalokka og svo græna haltu kjafti kúlu sem ég keypti mér í Canada =) já þetta var sko æðislegt kvöld hjá okkur í grundó en mér fannst sammt alltaf vanta eitthvað eitt já það eruð ÞIÐ þetta var rosalega skrítið án ykkar það hefði verið mikklu skemmtilegra ef þið hefðuð verið hér en ég meina svona er bara lífið en ég vona að þið hafið það gott í útlöndum og það gangi bara allt vel hjá Valdimar kossar og knúsar snædís

Snædís (IP-tala skráð) 26.7.2009 kl. 13:07

6 identicon

HæHÆ elskurnar okkar. Eins og þið vitið kom lítil stúlka í heimin þann 3 júlí og hlakkar okkur ekki smá til að koma á grundó og sýna gripin.:)En gaman að lesa bloggið hja ykkur og geta fylgst með valdi þú ert algjör hetja og yndislegur og gangi þér vel elskan min. Biðjum að heilsa öllum :)    kveðja frá okkur á sigló knúsar og kossar á línuna þíð eruð æði :)

Jóa,Halli viktoria og litla prinsessan (IP-tala skráð) 26.7.2009 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sævör Þorvarðardóttir
Sævör Þorvarðardóttir
Mamma ætlar að halda þessu bloggi úti á meðan við bræðurnir erum í undirbúning fyrir væntanleg beinmergsskipti sem nunu vera gerð í Newcatle á Englandi. Kveðja Valdimar og Jón Þór
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband