29.7.2009 | 15:16
Valdi kallinn hund slappur.
Hæ hæ.
Já hann Valdi er mjög slappur mikill bjúgur og með verki um allann líkamann, ógleði og kastar upp einnig fékk hann hita í nótt og er að berjast við einhverja smá sýkingu. Þetta er svolítið skrítið fyrstu dagana töluðum við um að þetta gengi bara vel hann er ekkert svo veikur af lyfjunum en svo allt í einu verður hann hund veikur og reisir ekki höfuð frá kodda vegna verkja og slappleika.
Einar fékk sér göngu til Icelands að fá sér kaffi og bera björg í bú en þegar hann kom til baka sagðist hann hafa synt til Iceland því hann lenti í þessari fínu Grundarfjarðar rigningu nema það vantaði rokið, semsagt það var ekki þurr þráður á honum og hann þurfti meira að segja skipta um nærbrókina og druslaðist til okkar kaldur og slæptur.
Verið nú dugleg að kvitta eitthvað skemmtilegt fyrir okkur í athugasemdir því við höfum gaman að því að lesa þær.
Heyrumst seinna.
Kveðja Valdimar, Sævör og Einar.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
KOMIÐ sæl erum að verða buin að jafna okkur eftir helgina og bua okkur undir þá næstu buið að vera frekar kalt síðan við komum frá kanada Þorvaðdur að mok fiska fór út á sunnudag landaði í gær og er farinn aftur ætlar að fylla aftur fyrir fimmtudag. Jón Þór útgerðarstjóri var hjá mér í dag og vorum við að skipuleggja strandveiðarnar í ágúst munum við róa einhvað saman ég og Jón ef mitt skip verður ekki komið til að trufla okkur,í dag var Krístján Torfason(Stjáni á Skallabúðum) jarðaður,en hann lést fyrir rúmri viku svona ef þið skylduð ekki vita af því.Vonum að Valda fari að líða betur bestu kveðjur Jói og Kolla
Joi og Kolla (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 16:03
Sæl mín kæru, sendum góðar kveðjur og hlýja strauma héðan frá Grundó. Hér eru Grundfirðingar aftur að sjást með lit, en þeir voru margir hverjir afar hvítir á sunnudag, eftir fjör helgarinnar :) Gangi, Valdimari í lyfjameðferðinni og í tölvuleiknum, Sævöru í módelsmíðum og Einari í regndansinum.
Frúin á Mýrum og fjölskylda (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 16:07
hæhæ vonum innilega að þetta muni allt ganga að óskum og Valdi hressist allur aftur hann er svo hraustur strákur að það hálfa væri nóg. :) þúsund kossar á kallinn....Kveðja Amma, Hulda og Gummi þór.
p.s. Bryndís vill eithvað vera ad troða kveðju hér inn líka. hehehe .
Guðmundur þór Ármannsso (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 17:19
Góðan og blessaðan daginn.
ÆÆÆji það er ekkert fyndið núna í hausnum á mér , brjálað að gera. Taka á móti bjór og öllu því fyrir Síldarævintýrið .Og öllu því stressi sem því fylgir. En gleymdi einu EINAR þú mátt stríða einu sinni á dag það á að fylgja hehehehehehehe . Og Valdimar þú ert hetjustrákur,annars allt gott að frétta héðan .Knús og kossar á línuna.Kær kveðja frá okkur úr sigló city Halli og Lóa PS líka gott að fá myndir af ykkur
Lóa og Halli (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 17:24
Hæ, þið þarna greyin okkar!
Djöf... misstuð þið að góðu fylliríi hérna um helgina, sérstaklega þú Valdi!
Efnablandan sem fór um mínar æðar var í hressara lagi og fór vel í mína,annað en það sem er verið að dæla í þig, elsku kallinn. En ég fór þó að efast um ágæti blöndunar á sunnudagsmorgninum!!!!
En þið getið treyst því að við tókum á þessu eins og okkar líkar gera, við góðar aðstæður. Það verður bara tvöfalt struð á ykkur á sama tíma að ári!!! ;o)
Erum að pæla í því að fara til Sígló um næstu helgi en það spáir leiðindarveðri svo að það er ekki gott að segja hvað við gerum. Ef ekki þá smölum við bara saman góðum vinum og einhverjir aðrir gætu flækst með, sem ekki eru eins "góðir" og grillum höfrungarkjöt ofan í liðið, með góðu eða illu
Allar okkar óskir og bænir eru hjá ykkur, elsku kæru vinir, með von um að Valda fari að líða eitthvað betur, það á hann svo sannalega skilið!
Með saknaðarkveðju frá okkur öllum,
Helga og Kalli
Helga og Kalli (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 18:19
Hæ hæ elskurnar.Hér er heilsan loks að koma aftur eftir erilsama djammhelgi.Varðarnir moka upp ýsunni lönduðu í gærkv og landa aftur á morgun 80 kör voru komin í dag.Hugur okkar er hjá ykkur nótt og dag og Valdi þú ert hörkunagli enda einn af vörðunum segir Hlynur hahaha.Þetta fer allt að koma hjá þér kallinn.Bestu baráttukveðjur úr Gröfinni.
Sjöfn og Hlynur (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 20:29
Hæ hæ
Við erum stödd við Mývatn og erum búin að vera að ferðast síðustu tvo daga
gistum eina nótt í Ásbyrgi og fórum þar göngutúr inn að botnsvatni græni bústaðurinn stendur enn sem við gistum í um árið. þaðan lá leið okkar austur um melrakkasléttuna þ.s. Kópasker,Raufahöfn,Bakkafjörður,Vopnafjörður og entum síðan hér við Mývatn og rigningin lætur ekki standa á sér hún gjörsamlega eltir okkur svona er Ísland í dag.
Það er leitt að heyra að það sé farið að draga af honum Valda en við vitum hverslags hörkutól er á ferðinni hann yfirstígur þetta.
Sævarður ætlar að mæta á Sigló í dag fimmtudag þannig að strákarnir ætla að taka á móti honum við verðum komin heim á morgun.
Ástþór er búin með bóklega bílprófið en er ekki búin að fá út úr því ,þetta er nú meira kerfið allt út af því að hann tók Ö2 í gegnum netið þeir þurfa að samþyggja það hjá frumherja og við fáum vonandi einhverjar fréttir af því í dag.
Að lokum stórt baráttu knús til ykkar .
Kveðja Gilla,Árni og Jakob (Sigga syst og Helga syst og fjölsk biðja fyrir kveðju til ykkar)
gilla (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 12:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.