Hvíldardagur ?

Hæ hæ ég veit ekki hvort eigi að kalla daginn í dag hvíldardag því það hefur ýmislegt gengið á hjá Valdimari bæði í nótt og í morgun. Einar var hjá honum síðustu nótt því Valdimar var það slappur í gærkveldi, hann þurfti súrefni í því hann mettar ekki vel og blóðþrystingyr er búinn að vera mjög lágur en eftir að honum var gefinn 1 líter af vökva á hálftíma fór þrystingurinn aftur upp og er búinn sð vera stöðugur síðan, hann fór í röntgen á lungum og kviðurinn var ómaður og kom hvoru teggja vél út. Orsök þessa alls er að hann er með sýkingu einhversstaðar og hann er komin á helling af sýklalyfjum og veirulyfjum og sveppalyfjum og, og, og til að drepa pöddurnar.

Annars er bara rólegt yfir okkur við höfum ekkert farið að skoða borgina neitt en vonandi gerum við bót á því fljótlega alla vega förum við í bæinn að leita að einhverju FALLEGU í afmælisgjöf handa Valda.

Takk fyrir kvittanirnar og við sendum fjölskyldu Stjána samúðar kveðjur.

Heyrumst seinna.
Kveðja Valdimar, Sævör og Einar.
P.S. Það er gott að þið eruð að draga ykkur saman í andlitinu eftir helgina og fá rétta liti djamm pöddurnar ykkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku fjölskylda  sendum ykkur hlýjar kveðjur og hugsum stöðugt til ykkar gangi  ykkur áfram sem allra best ,gott að geta fylgst með ykkur á blogginu.

P.S Vorum í kaffi hjá Ásu

Amma,Hulda og Ása

Amma,Hulda og Ása (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 15:31

2 identicon

Látið ekki líða yfir ykku Ásdís amma er kominn á netið.

vona að all gangi vel á morgum Valdimar minn,þú ert búinn að vera duglegur.

Svuntudasinn hjá foreldrum þínu er flottur að sjá á myndinni,það er búið að vera mikið af gestum hjá mér 2 síðustu helgar,Anna Svavars,foreldrar hennar og systir síðan komu Ármann Rósa og börn og voru yfir Grundarfjarðarhelgina á lóðinni og Varði og Árni komu einnig á laugardag og gistu,svo það hefur verið kátt í kotinu,Vöfluveisla í dag gemlingarnir has Óla og Jóa hökkuðu í sig stóran stafla af vöfflum og þá komu einnig Gummi sonur Helgu systi og Solla konan hans.Síðan er ég búin að vera út á Bergi að passa Sól síðustu 3 daga mikið að gera í hestaleigunni hja hjónunum.Hafið það sem best Guð veri með ykkur kveðja Amma

Ásdís Amma (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 21:45

3 identicon

Sko.  Aðalatriðið er þetta:  Þið eruð urrrrrrrrandi flott í svuntunum !!!

Gangi ykkur vel!

Bestu kveðjur frá öllum á Barnaspítala Hringsins.

Ásgeir Haraldsson (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sævör Þorvarðardóttir
Sævör Þorvarðardóttir
Mamma ætlar að halda þessu bloggi úti á meðan við bræðurnir erum í undirbúning fyrir væntanleg beinmergsskipti sem nunu vera gerð í Newcatle á Englandi. Kveðja Valdimar og Jón Þór
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband