31.7.2009 | 18:37
Nýji mergurinn kominn inn.
Já hann valdimar er búinn að fá merginn þetta voru 1600 ml af eldrauðum vökva við heldum að mergurinn væri hvítur höfðum ekki einu sinni rænu á að spyrja því við vorum svo viss. Einar heldur því framm að mergurinn sé úr stelpu í stápilsi þannig að þegar þið sjáið Valda dansa um er það staðfest. Það gekk vel að dæla vökvanum inn og Valdimar kveikti sjálfur á dælunni þegar það byrjaði, það var höfð smá viðhöfn og atburðuinn festur á filmu eins og vera ber með svona stórann áfanga. Valdimar er að hressast aðeins en þarf enn súrefni og er kominn með sondu í gegnum nefið og niður í maga til að nærast því hann kastar það oft upp. Það eru komnar niðurstöður úr pödduræktuninni hann er með veirusýkingu í munninum og það er búið að taka hann af öllum sýklalyfjum, sveppalyfjum og veirulyfjum nú á að láta merginn fara að vinna í þessum nýja líkama.
Elsku ungarnir okkar við söknum ykkar og elskum ykkur.
Heyrumst seinna.
Kveðja Valdimar, Sævör og Einar.
P.S. Skúlla og Svanur Þór til hamingju með daginn.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku vinir:)
Til hamingju með þennan langþráða áfanga öll, sendi ykkur alla góða strauma og hugsanir.
Við erum auðvitað handónýt eins og fyrri daginn og ætlum bara að vera heima um helgina. Magga fékk sér nú bara vinnu um helgina og ætlar að standa vaktina í pylsuvagninum á daginn um helgina. Hún var að gefa pylsur fyrir atlandsolíu í dag og sagðist hreinlega aldrei hafa hitt svona mikið af dónalegu fólki þegar eitthvað er ókeypis! En hún hefur gott af þessu stelpan:)
Batakveðjur frá okkur hérna á Akureyri:)
RISAKNÚS Guðrún Sonja og co
Guðrún Sonja (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 19:42
Hæ hæ elsku vinir........
Og til hamingju með þennan sóra og langþráða áfanga
Við erum komin heim og frumburðurinn ykkar og okkar voru að veslast upp þannig að það var brett upp ermanar fyrir þessar elskur og bakaðar nokkrar pizzur,Árni heldur því framm að þeir séu fordekraðir og er ég nokkuð viss um að Einar hugsar það sama þegar þið lesið þetta.
Veðrið á Sigló er nokkuð skaplegt(allavega þurrt) ca 10 stiga hiti.
Dagskráin á sviðinu mun ekki hefjast fyrr en kl;22.00,þannig að maður hefur smá tíma til að pústa og fá sér smá ....... áður en haldið verður af stað niður á torg.
Guð veri með ykkur kæru vinir við munum senda ykkur góða og vonandi sterka strauma......risa knús á ykkur öll.
Kveðja frá okkur öllum á Hvanneyrarbraut 11 Sigló.
gilla (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 20:39
Hæ kæru dúllur.
Gott að heyra, er búinn að bíða í allan dag eftir bloggi, veit ekki hvort þú fékkst sms frá mér . En hvað um það allt gengur sinn vana undirbúningstímavinna úff hafði þetta allt saman í orði , kom flottara út. Sævarður kíkti í gær á okkur. En verð víst að þjóta en elsku vinir . En eins og Jóna systir segir alltaf knus og kram til ykkar hugsa um Valda Kalda alla daga og er hann algjör SUPERMAN hetja og allt það sem er hægt að hugsa um hetjur . Sendum góða og mikla strauma yfir Atlantshafið. Kær kveðja frá okkur í ALLANUM
Lóa og Halli (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 21:21
Hæ elskurnar okkar.Það er gott að heira að mergurinn er kominn á sinn stað og vonum við að hann komi til með að virka á Valda hetju Varðanum. Hér er búin að vera kveðjumáltíð með Dísuni minni og var hér valikunnur hópur í mat, þar á meðal Jón Þór útgerðarstjóri á Stjána Þ , Snædís prinsessa og Dóra djarfa danska úr Gröfinni Sem sendir baráttu kveðju til ykkar allra.Við förum suður á morgun og hafdís flýgur út eftir miðnætti. Það var smá skrekkur í henni en konuna sem hún fer til hringdi í dag og þá létti henni og er orðin spennt núna.Við hér úr Gröfinni sendum ykkur barátu kveðjur. Þorvarður verður í stoppi um verslunarmannahelgina förum á sjó á mánudag. Bestu kveðjur
Óli Siggi (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 21:52
Frábært að strápilsvökvinn skuli vera kominn á sinn stað. Valdi verður fremstur í dansinum á næstu góðu stund miðað við þetta. Það er einstaklega rólegt og fínt í Grundó núna, örfáir heimamenn og ferðamenn í bænum, Logn og sólarglenna, en skítkalt. Barátturkveðjur.
Sólrún (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 10:14
Til hamingju, ánægjulegt að allt gangi svona vel. Baráttukveðjur Anna María og co.
Anna María (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 10:59
Hæ Hæ
Frábært að geta fylgst með Valda og ykkur á þessu bloggi og stundum held ég að þið séuð í skemmtiferð - en við þurfum víst að geta brosað líka og Valdi stendur sig frábærlega - og mikið svakalega hlakka ég til að sjá kallinn koma dansandi heim í strápilsinu. Sýni þér frábært myndband af Teklu að kenna ömmu sinni magadans út á palli, svo þú skallt bara strax byrja að æfa þig - hörð keppni frammundan við Teklu og hana mömmu mína. reyni kannski að senda þér þetta myndband - ég hló og hló með fullt af tárum heilt kvöld er ég horfði á þennan atburð.
Svo er það bara allt frábært af okkur að frétta og (allir eru að standa sig með sóma) við ætlum að leggja í hann á Fiskidagana á þriðjudaginn, því mig langar svo til að fara á tónleika með Hvanndalsbræðrum á miðvikudagskvöld (Tekla segir að ég sé að breytast í grúbbpíu - elti þessa ljótu karla hinumegin á landið - en bara gaman að fá svona titil)
Þar ætla ég að eyða helginni með strandveiðigreifanum frá Grundó og aðstoðarmanni hans. ásamt fleira skemmtilegu fólki - enda áttuð þið öll að vera þarna með okkur - en það kemur annað ár og Dalvík fer ekki neitt.
Gangi ykkur vel eins og hingað til. Knús og kossar til ykkar.
Kveðja úr Hafnarfirðinum.
Jóna Fanney og flottustu hafnfirðingarnir (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 23:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.