Hann Jóhannes er 20 ára í dag.

Til hamingju með daginn elsku Jóhannes og gangi tónleikarnir vel í kvöld.
Sindri og Íris voru að trúlofa sig í dag svona fréttir verður að setja á netið til hamingju með daginn elsku skötuhjú.

Valdimar er mjög slappur hann er búin að kasta mikið upp svo það var tekin ákvörðun um að gefa honum næringu í æð sem er ekkert nýtt fyrir hann en hann fær líka næringu í gegnum sondu til að vernda meltingaveginn, einnig á hann að fá stera í innöndun á sex tíma fresti til að reyna að losa hann við súrefnið vonandi gengur það upp og það er verið að gefa honum blóðflögur. Já og svo á að setja upp þvaglegg því hann hefur ekki getað skilað neinu frá sér. Kallinn minn hefur oft verið á mikið af lyfjum en skápurinn hans er fullur af hinu og þessu aldrei séð annað eins nema í lyfjabúrinu á Barnaspítalanum.

Heyrumst seinna.
Kveðja Valdimar, Sævör og Einar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ elsku vinir...

Það er leitt að Valda skuli ekki líða nógu vel í dag við sendum honum og ykkur góða strauma .

Og til hamingju með hann Jóhannes Fannar ,hér á Sigló er ausandi rigning og enginn nennri út, vonandi stittir hann nú upp.

Ég og Árni erum að hugsa um að skella okkur á ball með Pöpunum í kvöld við vorum alveg handónýt í gærkveldi komin heim fyrir miðnætti.

Mér skilst að það hafi verið mikið stuð á ballinu í gærkveldi með Buff.

Jæja gangi ykkur vel við hugsum til ykkar með kveðju Gilla og co.

gilla (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 15:58

2 identicon

Hæ öll sömul

sendi Valdimari og ykkur barráttukveðjur yfir hafið . Kær kveðju til ykkar Halli og Lóa

Lóa og Halli (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 15:59

3 identicon

Hæ hæ kæru vinir

Til hamingju með Jóhannes:)  æ leitt að heyra hvað Valdimari líður illa, við sendum honum baráttu og bata kveðjur og vonum að honum fari að líða betur.

Það er búið að vera fínasta  veður hérna í dag og fullt af fólki í bænum, ABBA þema hérna á Akureyri og fullt af fólki í ABBA búningum, við fórum aðeins í bæinn í dag með Heimi Má og Bjarka, við vorum nú ekki lengi þeir frændur eru nú ekki beint fyrir mannfjölda eða hávaða! Heimir bað afa sinn vinsamelgast að fara með sig heim og auðvitað ræður hann, en ekki hvað. Það var brjálað að gera hjá Möggu í pylsusölunni. Hún er voða dugleg í þessu er ein í sínum pylsuvagni og vann samfellt átta tíma í dag og það sama verður á morgun.

jæja bestu kveðjur og knús til ykkar kæru vinir

Guðrún Sonja og co.

Guðrún Sonja (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sævör Þorvarðardóttir
Sævör Þorvarðardóttir
Mamma ætlar að halda þessu bloggi úti á meðan við bræðurnir erum í undirbúning fyrir væntanleg beinmergsskipti sem nunu vera gerð í Newcatle á Englandi. Kveðja Valdimar og Jón Þór
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband