3.8.2009 | 20:21
Bæjar rölt með dauðþreyttann kall.
Hæ hæ dagurinn í dag var rólegur hjá mér og Einari við skelltum okkur í bæinn að versla afmælisgjöf handa kappanum, þið fáið ekki að vita hvað það var strax, já svona enga forvitni!
Einar var nú ósofinn því hann var hjá Valda síðustu nótt og það var víst enginn svefn því hann er að metta (súrefni) svo ílla og fell sífellt niður. Hann er kominn með brisbólgu og má því hvorki drekka né borða til að laga bólguna og líka að fá hann til að hætta að kasta upp sem æsir upp bólguna, öllum magavökva er dælt upp úr honum. Kallinn er aðeins að ranka við sér og svolítið skírari í dag svo ég held að þetta fari nú að koma. Það kemur í ljós eftir svona tvær vikur til eða frá hvort mergurinn sé að taka við sér en á meðan munu vera upp og niður dagar. Hann er búinn að vera svo slappur að einangruninn er ekki farinn að segja til sín. Vonandi fer hann að hressast svo hann geti gert sér eitthvað til dægrastittingar.
Heyrumst seinna.
Kveðja Sævör.
P.S. Held að ég geti fengið vinnu sem læknaritari eftir þetta allt samann.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ elsku Sævör datt inn á síðuna þína og langaði að senda ykkur baráttu kveðju, hugsa til ykkar og sendi ykkur góða strauma. Þið eruð í mínum bænum kveðja Lóa
Lóa Oddsd (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 20:42
Hæhæ,,,er að kvitta ,,hugsa mikið til ykkar þarna úti og sendi ykkur baráttukveðjur. Góðar kveðjur til Valdimars og ykkar hjónanna. Hér er búið að vera kalt í dag ,,,öll sólin heldur sig bara í R-vík :( en þetta á að vera eitthvað skárra á morgun. Nú er um að gera að krossa fingur þar til nýji mergurinn fer að vinna vinnuna sína. Kveðjur Magga Hjálm,,,,
M.H. (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 23:16
Heil þið duglega fjölskylda sem eruð svo alltof langt í burtu. Vonum innilega að dagurinn á morgun verði þér elsku Valdimar, betri en í dag. Alla veganna getum við ekki ímyndað okkur að þetta geti versnað hjá þér. Ljóta ástandið, elsku kallinn, en mundu það að það er til mikils að vinna og við vitum að þú þjörsnast í gegnum þessa raun sem áður, slík er seiglan í þér. Uppskera þjáninga þinna er handan við hornið, mundu það!
Við Kalli og Gummi, fórum á Sildarævintýrið á Sigló,,,, Ekki var það veðrið sem dróg okkur þangað, ó,nei. Keyrðum úr sólinni inní þoku og rigningu sem varði alla helgina. En alltaf gaman að koma á Sigló. Matarboðunum ringdi yfri okkur og svo fórum við á laugardagskvöldið á söngskemmtun í bátahúsinu. Margri landsþekktir söngvarar, en Siglfirðingarnir voru ekkert síðri öðru nær. Finni t.d. alltaf jafn flottur og svo kom hún Mundína Bjarna mér skemmtilega á óvart.Sýningin var þannig útfærð eins og óskalagaþátturinn Á frívaktinni væri á. Ýmsar kveðjur frá þeim sem heima sátu og biðu, með laginu Á sjó o.s.fr. og þá var lagið tekið með stæl. Svo var lesin upp kveðja til Karls Jóhanns á Morgunstjörnunni SH,,, frá heittelskaðri unnustu hans henni Helgu með von um að hann sleppti því einu sinni að slást í komandi landlegu,,,, Þarna var hún "vinkona mín" Hadda að verki!! Vorum ekki búin að sjá þetta fyrir! En bara gaman!
Kæru vinir, við sendum ykkur okkar allar bestu óskir og vonir um betri tíð!
Saknaðarkveðjur, Helga, Kalli og fjölskylda.
Helga og Kalli (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 23:30
Hæ hæ kæru vinir.
Það er gott að þið gátuð átt ,,rólegan"dag mín kærabara út í búðir hverslags er þetta nú .Vonandi mun hann Einar eiga betri nótt fyrir vændum og að það fari nú að birta yfir Valdimari.
Sævarður yfirgaf okkur í dag eftir góða en mjög svo vota daga á síldaræfintíri þetta árið hef ekki upplifað annaðeins (er alveg að verða þunglind af þessu veðri )en það þíðir ekkert að bölsóta þessu svona er Ísland í dag ..Rigning fyrir norðan og sól fyrir sunnan.
Nú fer allt á stað í undirbúningi fyrir pæjumótið sem er um næstu helgi,búist er við ca 100 liðum þannig að það verður svaka stuð.Árni ætlar að skella sér í Héðinsfjörð á morgun í veiði vonandi veiðir hann nú eitthvað.
Jæja kæru vinir við sendum ykkur baráttukveðju Gilla og co
gilla (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 00:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.