4.8.2009 | 18:47
Í stórmarkaðinn.
Hæ hæ já mín fór í stórmarkað í dag nágranni okkar hann Kregg bauð mér með sér, hann og kona hans eru hér með 16 mán. dreng sem var í mergskiptum þau eru frá Edinborg, þetta er matvöru verslun með allt milli hinins og jarðar nema SS pylsur og íslenskt lambakjöt. Hann rúntaði aðeins með mig og sýndi mér bókasafn og fleira svo er bara að læra á strætó, það kemur með tímanum.
Annars er Valdi búinn að vera þokkalegur hann svaf ágætlega í nótt enda var ég hjá honum hann er alltaf að hugsa vel um mömmu þessi elska, það er búið að minnka súrefnið og hann fær það bara þegar hann sofnar djúft. Blóðprufurnar komu vél út brisbólgan á undanhaldi Amylasin 98 þannig að líkamlega er hann þokkalegur.
Heyrumst seinna.
Kveðja Sævör Einar og Valdimar
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:51 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hæ sævör mín frábærar fréttir og gangi ykkur áfram vel.
baráttu kveðjur Lóa
Lóa Oddsd (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 20:13
Hæ hæ kæru vinir
Það er nú gott að heyra að allt sé á réttri leið og það er nú lítið mál að senda ykkur ss pylsur ef þú ert orðin svon sárþjáð í þær
En allt gott er að frétta af okkur ,Árni kom með 14 silunga úr Héðinsfirði í dag þannig að það verður silungur á borðum hjá okkur næstu daga.
Baráttukveðja frá okkur öllum á Hvanneyrarbraut 11 Sigló.
gilla (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 22:44
Hæ hæ englarnir okkar. Yndislegt að heyra að allt er á réttri leið hjá Valda hero. Hér er allt gott að frétta, Hafdís fílar sig vel í Þýskalandi er að bögglast við að læra þýskuna á námsskeiðinu er í bekk með fólki sem kann ekkert eins og hún og þau hlæja öll hvort af öðru.Valdi sérðu Dísuna fyrir þér?hahaha. Baráttukveðjur til ykkar úr Gröfinni.
Sjöfn (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 23:59
Til hamingju með 18 ára afmælið elsku Valdimar okkar
Hugsum vel til þín og foreldra þinna baráttu kveðjur
Anna, Bjöggi, Rósa, Björg, Jón Þór og Snædís
fjölskyldan á Sæbóli 36 og fósturbörnin (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 00:02
Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag, hann er átján hann Valdi kaldi, hann á afmæli í dag. Til hamingju með daginn Valdimar. Baráttukveðjur
Sólrún (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 07:43
Til hamingju með átján ára afmælið Valdimar minn, það er gott að heyra að þér sé farið að líða aðeins skár.
Sendi okkar allra bestu hugsanir og strauma kæru vinir gangi ykkur áfram vel í baráttunni þið standið ykkur að venju eins og hetjur.
Guðrún Sonja og co
Guðrún Sonja (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 08:04
Halló elskurnar mínar
Frábært að heyra að Valda líði betur í dag, það er nú einu sinni afmælisdagurinn hans. Til hamingju með afmælið!!
Ég fór á strandveiðar í gær með Jóa skipstjóra, mest af stórum og fallegum fiski, þetta var skemmtileg reynsla en við náðum reyndar ekki að fylla körin. Einhverjir vitleysingar segja að það sé ekkert skrítið við höfum örugglega verið upptekin við eitthvað annað, ég veit ekki hvað það ætti að vera, jú kannski útsýnið það var frábært. Í dag eru Jói skipstjóri og Jón Þór útgerðarstjóri á strandveiðum og þeir koma örugglega heim með fulla lest.
Bestu kveðjur til ykkar allra.
Kolla
Kolbrún Reynisdóttir (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 11:19
Hann á afmæli í dag hetjan hennar Ásdísar ömmu, hann er átján ára. til hamingju með afmælið elsku Valdimar minn. Já mér finnst þú hetja hvernig þú hefur staðið þig í öllum þínum þrengingum síðastliðin fimm ár. Já stattu þig strákur áfram.
einkaritarinn ætlar að hjálpa mér að skrrifa þessar línur inn á netið því ég er upptekin í öðru, haha. Annars er hún lurkum lamin síðan í gær, hún varð að fara á veiðar með Jóa því Sjöfn var búin að prófa það með Óla Sigga, haha. Þau fengu 550 kg, vváá. Þetta eru svaka gellur þessar tengdadætur mínar, Anna Dóra í brjáluðu stuði með hestatúrista svo tala ég nú ekki um hana dóttur mína, hún stendur eins og klettur við hlið þína og besti tengdasonur í heimi Einar ekki síður.
Jæja ég læt þetta duga í dag engillin minn. Guð veri með ykkur öllum þrem Valdimar minn.
Þín elskandi amma Ásdís.
Ásdís Amma (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 11:27
Sæl öll.
Erfitt að koma á eftir svona langloku hjá ömmu en það sem mig langaði að segja er til hamingju með daginn Valdi og gangi þér vel á batavegi!
Kv. Svanur
Svanur (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 11:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.