Allt af.

Hæ hæ já í gær fór Valdi í klippingu hjá Paulu og hann bað um allt af enda var hárið farið að falla all hressilega, hann er mjög líkur bróður sínum og frændum það er Sævarði,  Sindra og Varða með hátt enni og fjall myndarlegur. Einar sér framm á stór gróða að geta selt þeim fjórum afleggjara Tounge Við vorum að tala um hvað Valdimar er heppinn að vera ekki með einn einasta skurð á höfðinu og sem betur fer er Jóhannes Fannar ekki í þessum sporum því barnavernarnefnd myndi veita okkur tiltal vegna fjölda skurða á höfðinu  á honum þar á meðal eitt eftir Valda.  Valdimari fannst yfir sig gengið er þeir bræður voru að rífast og rétti hlut sinn með hallamáli, það hallaði á Jóhannes og þurfti að sauma nokkur spor í hann.

Annars er Valdimar bara þokkalega hress og líður bara vel með nýju klippinguna. Hér á bæ er sálfræðingur sem kemur hér reglulega og er áhugamanneskja um krikket hún ætlað að kenna Valda reglurnar svo hann nái að skilja um hvað leikurinn gengur út á.

Heyrumst seinna.

Kveðja Sævör, Einar og Valdimar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan daginn öll sömul.

Hér er undirbúningur fyrir pæjumót á fullu , Koma öllu fyrir og svoleiðis.  Verða um 1000 pæjur í mat, fyrir utan hina sem koma af götunni, nú þegar eru 45 búnir að panta kvöldmat. Svo það er gaman að pússla þessu saman . Og Halli að fara á límingunum haha þið sjáið hann bara í anda með það. Hann heldur að ég sé að gera útaf við sig. hehehehehe. En gott að það gengur vel hjá Valda kalda. Veit að hann er fjallmyndarlegur svona, bíð eftir að sjá mynd af honum. Hann hefði átt að selja þeim bara rót af sínu hári. Handa Einari, Sævarði og þessum Varða...HALL'O GLEYMDI SINDRA heheheh. Nú verður Sindri ekki ánægður.knús og kram á línuna kær kveðja Halli og Lóa

Lóa og Halli (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 11:19

2 identicon

Hæ aftur

Var að sjá myndirnar ,og HANN ER FLOTTASTUR. Alla veganna rólegasti pönkari sem ég veit um. Og hef ég séð þá nokkra í denn í RVK.

kær kveðja Lóa

Lóa og Halli (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 14:14

3 identicon

Hæ Valdimar

Tad er godt ad heira ad tú hefur tad betra og til hamingju med afmælisdaginn i gær, allir hafa tad got hér i danaveldi Jóhann, Anna-Maria og Pia bydja ad heilsa.
Danska drotningin heimsótti mig sidastlidin laugardag og gaf mér ordu fyrir ad jég er búin ad vera giftur piu i 25 ár og jég átti ad skila kvedju til tin frá henni.

Kvedja frá øllum á Búgardinum
Lalli frændi

Lalli Danski (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 16:28

4 identicon

Hæ hæ kæru vinir

Þú rokkar feitt Valdimar með þessa klippingu eða öllu heldur rakstur,það er nú gott að heyra að þér líði Þokkalega.

Við ætlum að skunda niður á torg með Jakob til að líta á gellurnar sem er nú nóg af enda pæjumót í gangiVeðrið hefur leikið við okkur í dag og allt gengur mjög vel ,Snædís sendi Jakob sms og er stödd á Dalvík og er áræðinlega mjög spennt fyrir því að smakka fiskinn sem er í boði þar

Jæja það er verið að reka á eftir manni við sendum góða strauma knús og kram til ykkar kveðja frá Hvanneyrarbraut 11 Sigló

gilla (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 20:39

5 identicon

gott að allt sé að ganga vel og kiwi klipping er nú líka þægilegasta klippingin .

Bestu kveðjur

Helga Hallfríður (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 21:53

6 identicon

Til hamingju með afmælið þótt seint sé við vorum í sveitinni og ekki í tölvusambandi.  Gott að allt gangi vel  ,bestu kveðjur úr Grafarvoginum,Gummi ,Ása og krakkarnir

Ása og Gummi (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 18:15

7 identicon

Hæ, þið öll þarna alltof langt í burtu!

Viljum að sjálfsögðu byrja á því að óska þér elsku Valdimar allra heilla með stór afmælið þitt í gær Nýja klippingin geri þig óneitanlega fullorðinslegri! Ég verð að segja að mér líkar vel við nýju vini þína þarna úti, Newcastle treyja og bjór,,, hvað er hægt að biðja um meira. Mancherster aðdáðendur sem við nú erum , þá verð ég að koma þvi að að Newcastle hefur alltaf verið mitt annað lið þarna, eftir að systir mín bjó þar í nokkur ár. Og nú er Owen komin til Man.U. Það finnst mér bara spennandi. Þið Poolararnir verðið bara að taka því eins og hverju öðru hundsbiti, þegar hann fer að troða tuðrunni í markið ykkar í vetur,,,, Annars allt gott að frétta héðan, erum bara róleg þessa helgina í rigningunni og rokinu,,,,,

Haldið uppi ykkar dampi sem áður okkur hinum til eftirbreyttni. Þið eruð æðisleg og við hugsum hlýtt til ykkar.

Ykkar vinir, Helga og Kalli

Helga og Kalli (IP-tala skráð) 8.8.2009 kl. 23:53

8 identicon

Hæ hæ elskurnar. Valdi þú ert bara flottur með nýja lúkkið. Hér er búið að vera rólegt um helgina og blautt þá meina ég rigning. Það eru allir á Dalvík nema ég Gréta og Jón útgerðastjóri.Hann er í búðinni þessa helgina og hann segist nú geta sest niður og fengið sér að borða í rolegheitum ekki eins mikið að gera núna. Annars lætur hann bara vel af sér. Hlynur og Illugi eru komnir í Breiðafjörðinn alsælir svo vonandi fara þeir að fiska eitthvað af viti. Varðarnir eru að fiska að sjálfsögðu. Valdi minn gangi þér vel .Baráttukveðjur til ykkar úr Gröfinni.

Sjöfn (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sævör Þorvarðardóttir
Sævör Þorvarðardóttir
Mamma ætlar að halda þessu bloggi úti á meðan við bræðurnir erum í undirbúning fyrir væntanleg beinmergsskipti sem nunu vera gerð í Newcatle á Englandi. Kveðja Valdimar og Jón Þór
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband