9.8.2009 | 11:57
Níu dagar.
Hæ hæ já það eru 9 dagar síðan Valdimar fékk merginn og í gær var byrjað að gefa honum lyf sem á að hjálpa mergnum að taka við sér og fara að dafna, vonandi gengur það vel það ætti eitthvað að fara að ské á næstu dögum læt ykkur vita um leið og einhverjar breytingar sjást í blóðinu.
Annars er bara allt fínt að frétta af okkur hér. Valdimar er miklu hressari en mjög þreyttur og lúrir mikið. Ég og Einar fengum okkur smá göngu sem endaði í þremur klukkutímum því það átti að sýna honum stórmarkaðinn sem ég fór í um daginn en rataði ekki rétta leið, við fundum að sjálfsögðu ekki sjoppuna en fengum bara góðann göngutúr í staðinn.
Heyrumst seinna.
Kveðja Sævör, Valdimar og Einar.
Annars er bara allt fínt að frétta af okkur hér. Valdimar er miklu hressari en mjög þreyttur og lúrir mikið. Ég og Einar fengum okkur smá göngu sem endaði í þremur klukkutímum því það átti að sýna honum stórmarkaðinn sem ég fór í um daginn en rataði ekki rétta leið, við fundum að sjálfsögðu ekki sjoppuna en fengum bara góðann göngutúr í staðinn.
Heyrumst seinna.
Kveðja Sævör, Valdimar og Einar.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:14 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ það er allt annað að sjá þig þú vaknar eins og nýgreiddur á morgnana núna. Sæþór dró okkur forledra sína úr rokinu og rigningunni í Grundafirði á fiskidagana á Dalvík. Þvílíkur fjöldi af fólki og stemmingin var góð. Skipulagið var frábært og allt gekk ótrúlega hratt og vel fyrir sig. Við hittum mikið af fólki og marga sem við höfðum ekki séð lengi. Það fór vel um okkur í pallahýsinu á bílnum hans Gumma. Nú lítur út fyrir að allt djamm sé búið í bili, Jói fór suður í morgun og er að fara á sjóinn annað kvöld. Sævör þetta hefur bara verið ánægjulegur dagur hjá ykkur það er miklu meira hressandi að fá sér þriggja klst. göngutúr en að fara í stórmarkaðinn haha.
Hafið það sem allra best.
kveðja Kolla
Kolbrún Reynisdóttir (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 11:16
Já nafni ....Pönkið blífur.....
Til hamingju með daginn um daginn og gangi þér vel vinur.
Kveðja frá okkur í Kántrýbænum.
Valdimar frændi (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 17:44
Einar
Þrír tímar er ekkert fyrst þú slappst við mollið.
he he
kveðja Valdi
Valdimar frændi aftur (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 17:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.