11.8.2009 | 11:24
Kannski.
hæ hæ. já í morgun voru spennandi fréttir það sem veldur sjúkdómnum CGD er að einhverjir neutrofilar í blóðinu eru ekki að virka rétt og nú eru þeir byrjaðir að fjölga sér þannig að Dr. Mary Slatter lét senda blóðprufu til að athuga virknina í þeim ef virknin er eðlileg er Valdimar ekki lengur með Chronic Granulomatous Disease CGD. þetta kemur í ljós í kvöld eða á morgun.
Annars er hann bara þokkalega hress búið að taka þvaglegginn og byrjaður að fá næringu í gegnum sonduna aftur. Hann fekk þennan notalega stól í gær og er bara duglegur að fara frammúr og setjast í hann, en það er svo mikill skjálfti í honum að hann getur ekki haldið á glasi sjálfur en skjálftinn fer vonandi fljótlega.
Og Jón Þór minn láttu þér batna og gerðu stelpurnar ekki brjálaðar á þér þarna í borginni elska ykkur ungarnir mínir. Kveðja mamma
Heyrumst seinna.
Kveðja Sævör, Valdimar og Einar
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku fjölskylda, mikið rosalega er gaman að fá þessar góðu fréttir af ykkur. Fylgjumst með ykkur og bíðum spennt eftir nýjum fréttum. Kossar og knús til Valdimars og þið unglingarnir á efri árum farið varlega og gerið ekkert sem ekki má. Kveðja, Fjölskyldan Hólavegi 7 á Sigló
Gunna Bína (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 14:44
Gott að heyra að allt gengur vel.
Kveðja af Skaganum,
Halla og Þórhallur
Halla Kjartansdóttir (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 17:04
Hæ hæ kæru vinir
Það er nú aldeilis gott að fá svona góðar fréttir,ég var að koma úr berjamó og tíndi ca 2,5 kg af bláberjum það er allt morandi í berjum nú á bara að fara að sulta ekki veitir af í kreppunni
Sumarfríið okkar er á enda Árni byrjaði á mánudaginn og ég feri í vinnu á morgunnvið eigum að vísu nokkra daga sem við geymum.
Jæja elsku vinir vonandi er þetta bara uppávið nú og hér eftir gangi ykkur sem allra best kveðja Gilla og co
gilla (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 17:17
Hæ hæ
Kysstu Valda afmæliskoss frá okkur í Hafnarfirðinum.
Alltaf gott að fá góðar fréttir og svona á að halda áfram - hlakka til að heyra nýjar fréttir af Valda, bíðum spennt og vonum það besta.
Fiskidagarnir voru frábærir - við komum heim í gær með smá stoppi á Fossatúni - myndir koma bráðum inn á fésið hjá mér.
Knúsar úr firðinum
Jóna Fanney Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 19:53
Gaman að heyra góðar fréttir :) Allt gott að frétta héðan, gengur rosa vel og þýskan er öll að koma. kennarinn minn í skólanum tók uppá þeim ósið að kalla mig Björk!,(söngkonan) vegna þess að það er eina manneskjan frá íslandi sem hann veit um og honum fannst alltof erfitt að segja Hafdís og spurði mig hvort það væri arabískt! ég sagðist ekki vita til þess.. Þannig að frá og með deginum í dag heiti ég Björk! er ekki Sátt!
kveðja frá þýskalandi :)
Hafdís Dröfn (IP-tala skráð) 11.8.2009 kl. 20:30
Frábærar fréttir hlakka til að heyra niðurstöðurnar. Þið eruð algjörar hetjur. Hafið það sem allra best. kv Lóa Oddsd
Lóa Oddsd (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 01:55
Hæ hæ.Þetta eru nú aldeilis frábærar fréttir ég talaði við Jón Þór í gærkv. Valdi þú ert hetja og þið líka Sævör og Einar. Óli Siggi fór í laxveiði í morgun í Rangá. Björk mín hefur það gott hjá þjóðverjunum hahaha fer kannski að halda tónleika hver veit. Annars er allt ágætt hér að frétta er á leið í berjamó allt morandi af aðalbáberjum. Gangi ykkur sem best áfram. Baráttukv úr Gröfinni.
Sjöfn (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 09:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.