12.8.2009 | 19:09
Gleði fréttir Valdimar er ekki lengur með CGD
Hæ hæ.
Já það kom niðurstaða úr blóðrannsókninni í gærkveldi og Valdimar er ekki lengur með CGD hvítu blóðkornin virka eðlilega og nú er bara að bíða eftir að nýji mergurinn fari að dafna. Valdimar langaði að dansa af gleði en gat það ekki og þurfti þess reyndar ekki því hann hristist allur af skjálftanum. Þessar fréttir eru frábærar, dásamlegar og öll orð sem lísa gleði og hamingju.
Valdimar er búin að vera þokkalegur í dag en mjög þreyttur hann er alltaf að fá snakk og flögur segir pabbi hans þ.e. blóðflögur. Ég og Einar skelltum okkur í bæinn að kaupa afmælisgjöf handa dömunni hún fer í póst á morgun Snædís.
Svo er hérna smá leiðrétting handa stúlkunum á BSH Einar og Valdimar eru miður sín Einar vegna þess að þær halda að hann hafi sagt að þær væru gamlar og Valdimar vegna þess að hann ber ábyrgð á því að Jón Þór lá aleinn inni á allri skurðdeildinni og engar hjúkkur þeim meginn en hann vill ekki taka orð sín til baka, þið eruð þroskaðar en alveg yndislegar og segir Valdimar.
Heyrumst seinna.
Kveðja Valdimar, Sævör og Einar
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:15 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábært nú verður þetta bara allt í betri áttina ég fór á sjó í gærkveldi áleiðis í sildarsmuguna að veiða karfa verð kominn þangað á föstudagskvöld sendi ykkur minar bestu kveðjur
Læt einn flakka sem ég heyrði út í kanada
það voru 5 þjóðverjar á Audi qatro á leið yfir landamærin ti Austurríkis og voru stoppaðir af landamæravörðunum sem þykja mjög strangir þar þeir skoðuðu alla pappira ökuskirteini o.s.f.v allt reyndist í lagi þar til einn landamæravörðurinn segir þið eruð 5 í Audi qatro ja þetta er 5 manna bill svöruðu Þjóðverjarnir já en þetta er Audi qatro svo þið megið bara vera 4 ekki þýddi að malda í móginn svo einn af þeim ákveður að labba í gegnum landamærastöðina á leið sinni yfir mætir hann öðrum þjóðverja og spyr hann voru þið líka 5 í Audi Qatro nei við vorum 2 í Fiat uno svaraði hann
Jón Þór ég vona að þér sé batnað
kv Jói frændi
Jóhannes Þorvarðarson (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 20:35
Hæ hæ Kæru vinir
Það er ekki hægt að fá að lesa skemmtilegri tíðindi húrra húrra húrra ,þetta er nú aldeilis frábært bestu kveðjur til ykkar knús og kram Gilla og co.
gilla (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 20:51
Vá en FRÁBÆRT!! æðislegt elsku fjölskylda til hamingju með þetta :D
Og Valdimar sérstaklega hafðu það nú eins gott og þú getur :D
Birna Karls (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 20:55
Margfaldar og óendanlegar hamingjuóskir með árangurinn, Valdimar !
Þín ótrúlega seigla og baráttuandi er nú að skila sér! (með "smá"aðstoð læknavísindana)
Dásamlegar fréttir!Ég hefði gjarnan viljað vera viðstödd,bara til þess að sjá á ykkur andlitin þegar þið fenguð að heyra niðurstöðuna. En hefði eflaust orðið mér til skammar, farið að grenja með látum, svo það var kannski eins gott að ég var ekki þarna, ykkar vegna
Haldið áfram að vera góð við hvort annað!
Bestu batakveðjur og Guð blessi ykkur!
Helga og Kalli
Helga og Kalli (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 20:58
Hæhæ
Ég er kominn heim af spítalanum og flest allt í góðum málum.
Ekki misskilja að ég hafi verið einn á ganginum, ég þurfti að fara í einsmanns herbergi, en það var allt fullt þeim meigin sem er opið þannig að ég var settur á lokaða ganginn og fékk síma til að kalla á hjúkku :)
Ég komst að því í dag að ég er ekki með Svínaflensuna :) en eins og læknarnir sögðu "þú værir mikið veikari væriru með hana".
en kveðjur frá Jóni Þóri
Jón Þór Einarsson (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 21:59
Frábærar fréttir :))) nú fer leiðin að liggja upp á við. Baráttukveðjur til ykkar allra. Kv, Magga Hjálm,,,,,
M.H. (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 22:01
Elsku Sævör og Einar Mikið er gott að heyra þessar fréttir af Valdimari, hann er sannkölluð hetja, bestu kveðjur til ykkar allra. Elínbjörg
Elínbjörg Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 22:20
Hæ elsku fjölskylda! Þetta eru YNDISLEGAR fréttir!!!! Við elskum ykkur og söknum....allt annars gott af okkur og af gömlunum, myndirnar af okkur fóru í póst í gær, kannski sendum við fleiri...
Kv. Sindri og Íris
Sindri Guðmundsson, 12.8.2009 kl. 22:38
Hæ hæ þetta eru fárbærar fréttir. Þvílík hamingja, hann Valdimar er þvílík hetja. kær kveðja og hafið það sem allra best. Lóa oddsd
Lóa Oddsd (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 22:49
Elsku fjölskylda, þetta eru ótrúlegustu gleðifréttir sem ég hef heyrt í langan tíma. Ég sé ykkur fyrir mér dansa um í bleiku svuntunum og Valdimar glotta út í annað. Mínar bestu kveðjur Kolla og strákarnir
Kolbrún Reynisdóttir (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 22:51
Til hamingju Valdi og fjölskylda. Egill Skallagrímsson hvað, Valdi víkingur frá Grundarfirði er hetjan sem vinnur allt. Við erum stolt af þér valdi, þú ert bestur. kveðja úr sveitinni.
Anna Dóra Markúsdóttir (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 00:00
Til lukku og þetta eru þær yndislegustu fréttir sem ég hef fengið lengi, enda ertu hörkukarl Valdi og að vera með nýjan dansandi merg í strápilsi er bara ekki slæmt
Kveðja með gleðitárum í kvörmum úr Hafnarfirðinum
Jóna Fanney Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 01:13
Elsku fjölskylda
Til hamingju með þessar frábæru fréttir, þið eruð hörkutól og hetjur öll sem eitt
Bestu kveðjur Guðrún Sonja og co
Guðrún Sonja (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 10:12
Frábærar fréttir!!! nú er allt allt uppá við og haltu áfram að vera svona sterkur Valdimar .Knús og kveðjur Gummi og Ása
Gummi (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 12:48
Hæ Valdimar
Tetta eru gódar fréttir og nú getur tú fljótlega komid og mokad hestaskit fyrir mig i danmørku, tú tarft ekki ad vera hræddur vid liktina tvi danski hestaskiyturinn liktar mikid betur en islenski.
Jé get sed ad tu spilar world of worcraft tad gerir Jóhann lika, á hvada sørvar spilat tú, sendu mér tad og jeg gef Jóhann nafnid.
kvedja
Lalli
Lalli Danski (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 13:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.