Diskurinn kominn frá NÖGL.

Hæ hæ. Hér er þokkalegt að frétta Valdimar er búin að vera með hita í nótt og í dag, það er búið að auka sveppa og sýklalyf við hann þannig að vonandi lækkar hitinn og hann verði fínn, blóðprufurnar voru nefnilega mjög þokkalegar í morgun.Hann er að reyna vð smá æfingar ekki mikið í okkar augum en helling fyrir hann því BYSSURNAR eru helaumar segir hann eftir allar blóðþrystings mælingarnar. Í fyrramálið kemur hér consúll og ætlað að spjalla við okkur hann talar íslensku það verður ágætt að hitta einhven sem talar mannamál vitum ekki hvort hann sé íslenskur segi ykkur frá því á morgun.Sindri og Íris takk fyrir myndirnar en hvar var lesmálið myndirnar komu í gær.

Fyrsti geiladiskur sem NÖGL gefur út

Í leiðinni vill ég láta ykkur vita aðfyrsti geisladiskur með

NÖGL / I proudle present 

er kominn í hús og ber nafnið I proudle present þeir eru að fara til Bandaríkjanna á föstudagsmorgun og eiga að spila á einhverjum búllum í Orlando Það verður hlustunar party á Bar 11kl. 21.00  í kvöld þeir ætla að spila órafmagnað. Mætið á staðinn og kaupið ykkur geisladisk með eiginhandaráritun áður en þeir verða heimsfrægir.

 

Heyrumst seinna.

Kveðja Sævör, Einar og Valdimar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

HæHæ mamma, ég er að fara á þessa tónleika, það labbaði maður að mér og bauð mér far og það var hann Eddi.

Og auðvitað kaupir maður sér diskinn og fær hann áritaðann ;)

Jón Þór Einarsson (IP-tala skráð) 13.8.2009 kl. 15:05

2 identicon

Til hamingju vinur með þennan áfanga.

Fanta flottur er hann skallinn

fer með þetta eins og ekkert sé

Aldrei spurning fyrir Valda kalda kallinn

að kála þessu CGD

Kveðja frá Skagaströnd

Nafni frændi í Kántrý (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 11:19

3 identicon

Halló Einar, Sævör og Valdimar. 
Ég kíkti á Bar 11 ásamt Hrafnhildi og ef ekki hefði verið fyrir Edda og Unni :) hefðum við verið elstar á staðnum. Hlustunin var flott og diskurinn er kominn í bílinn.  Jón Þór var að heilla allar stelpurnar upp úr skónum þegar ég fór af staðnum, svo það er aldrei að vita nema það hafi bæst í tengdadætrahópinn ;)
Til hamingju Valdimar með að vera laus við óþverrasjúkdóminn, ég er viss um að byssurnar verða orðnar góðar áður en þú veist af.
Kveðja úr logni og sól í Grundó.

Sólrún (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 08:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sævör Þorvarðardóttir
Sævör Þorvarðardóttir
Mamma ætlar að halda þessu bloggi úti á meðan við bræðurnir erum í undirbúning fyrir væntanleg beinmergsskipti sem nunu vera gerð í Newcatle á Englandi. Kveðja Valdimar og Jón Þór
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband