15 dagar.

Halló halló það eru 15 dagar síðan Valdimar fékk nýja merginn enn er allt rólegt hjá honum (nýja mergnum) blóðbrufur eru bara ágætar en Valdimar er búinn að vera með hita síðustu þrjá daga og er mjög slappur. Einangrunin er farin að segja til sín hann er búinn að fá nóg að henni en dregur djúpt inn andann og sættir sig við hana innan þeirra marka sem það er hægt. Það er búið ar vera þungskýjað í dag með smá rigningu held að veðrið lýsi ágætlega okkur hér.

Frétti af heiman að tónleikarnir hjá Nögl hefðu verið góðir bíð eftir disknum til að heyra frá þeim, er viss um að Sigurlín og Jóhannes hafi það gott í Orlando ættu að vera komin þangað og farin að dingla sér.Byðjum að heilsa ykkur öllum og takk fyrir kveðjurnar.

Valdimar með réttu klukkuna

Heyrumst seinna.

Kveðja Sævör, Einar og Valdimar.

P.S. Einar fann þessa forlátu klukku á hálfviði í sportvörubúð og vildi tryggja það að þeir feðgar væru með rétt tímatal svona í upphafi tímabilssins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ kæru vinir :)

Það er gott að allt gangi vel og það er vel skiljanlegt að Valdimar sé orðin þreittur á þessari einangrun hann er sönn hetja og við munum senda honum góða og sterka strauma.

Árni er í ,,saumaklúbbsferðinni"hahahahahaog skemmtir sér eflaust mjög vel tek (skýrslu á morgun)Einar þú verður bara að skella þér með í næstu.Mér líst vel á þig Einar áfram Liverpool leikur á morgun.

kær kveðja Gilla,Jakob og Ástþór.(Árni sendir örugglega líka kveðju).

P.S. Salli og Álfhildur lentu á Benidorm í dag .

gilla (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 20:12

2 identicon

Hæhæ

Hér í florida er allt gott að frétta! Þótt að við misstum næstum af tengifluginu!

Vorum að vakna klukkan er að verða 9 og við erum að verða tilbún í sólbað.

Jói fer á flakk klukkan svona tvo en þá verður Sigurlín eftir heima með Thelmu í sólinni

Ætlum svo að versla smá á næstu dögum og kíkja kannski í Universial

Vorum búin að senda diskinn með nögl til ykkar, en Sigurlín kjáni gleymdi að setja myndina sem hún prenntaði út í umslagið. =)

Ég sendi ykkur símanúmerið í húsinu á facebook ef þið viljið hringja

Skilum kveðju

Jóhannes og Sigurlín

Jóhannes og Sigurlín (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 12:33

3 identicon

Halló halló :)
Mér lýst ágætlega vel á þessa klukku valdi þó ég sé nú enginn svakalegur liverpool aðdáandi. En allt gott að frétta á þessum bæ eða svoleiðis ég var stoppuð af löggunni í dag af því við vorum 2 á hjóli og fólk er víst að fá sektir fyrir svona en við blikkuðum nú bara dúddann og sögðumst alldrei ætla að gera þetta aftur :) haha, bið að heilsa og gangi ykkur vel. ;)
Hafdís

Hafdís Dröfn (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 16:05

4 identicon

Sæl jæja þá var farið í berjamó í dag og týnd bláber í hlíðinni fyrir ofan Mýrar. Sól kom með sem farþegi í bakpoka hjá mömmu sinni, borðaði bláber og lagði sig svo innvafin í teppi í berjalynginu og sjaldan sofið betur meðan mamma týndi berin allt í kringum hana. Saga Þorri Anna á Mýrum, Hjörtur og Berglind voru líka við tínslu. Þorri er alltaf eins við berjatínslu, étur mest allt sem hann tínir jafnóðum. Valdi við söknum þín, láttu þér batna kveðja frá sveitaliðinu.

Anna Dóra Markúsdóttir (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sævör Þorvarðardóttir
Sævör Þorvarðardóttir
Mamma ætlar að halda þessu bloggi úti á meðan við bræðurnir erum í undirbúning fyrir væntanleg beinmergsskipti sem nunu vera gerð í Newcatle á Englandi. Kveðja Valdimar og Jón Þór
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband