17.8.2009 | 22:12
Kallinn vill bara kúra.
Hæ hæ Valdimar vill bara sofa og sofa hann er enn með hita sem læknarnir eru ekki sáttir við hann fór í ómun á kviðarholi í dag en ekkert sást óeðlilegt einnig fór hann í röntgen en erum ekki búin að fá niðurstöður úr því að það er ekki búið að tala við okkur hefur ekkert komið þar í ljós heldur. Vonandi fer kallinn að hressast því blóðprufurnar eru fínar og hvítu blóðkornin að fjölga sér og flögurnar og fílarnir líka.
Annars er bara rólegt yfir okkur, Einar er að vera búinn að lesa allar bækurnar sem við tókum með okkur út þannig að við förum að panta bækur bráðum líka.Ég er alltaf á netinu má ekki vera að því að lesa enda ekki viðræðu hæf þegar ég byrja.
Heyrums seinna kveðja frá Newcastle.
Sævör, Einar og Valdi heiti
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ hæ duglega fólk.Valdi nær sér á strik og veðrur sprækur sem lækur ekki spurning. Við fórum í partýið hjá Nögl og keyptum okkur diskinn og Aron fékk sér bol þetta er flottur diskur og flottir strákar. Baráttur kveðjur og jákvæða strauma
Lóa Odds.
Lóa Oddsd (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 00:37
Það er lítið mál að senda ykkur bækur, bara segja hvað þið eruð búin að lesa nýlega, en ég á fullar hillur af bókum sem lítið mál er að pakka og sveifla yfir hafið.
Kveðjur til Valda sem er sennilegast að hvíla sig áður en veturinn fer á fullt með öllu sem honum tilheyrir.
Sólrún (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 07:51
Hæ hæ kæru vinir
Baráttukveðjur til Valda vonandi fer hann að hressast ,það er nú lítið mál að senda eitthvert lesefni
Sævör þú átt póst frá mér á fecebook .
kær kveðja til ykkar Gilla og co
gilla (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 16:35
Gangi ykkur vel Sævör mín.
Kveðjur frá gömlum Grundfirðing
Baddi
Baddi (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 20:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.