19.8.2009 | 14:16
Kallinn skellti sér í föt.
Hæ hæ það er rólegt yfir okkur hér í Newcastle Valdimar er enn með þennann ólánshita og það var fundað í gær, doktorarnir komust að þeirri niðurstöðu að hitinn væri ekki út af húðinni á honum en það á samt að koma hér húðsjúkdómalæknir og kíkja á hann doktorarnir vita ekki afhverju hitinn er en Valdi á að fara aftur í Petscan á morgun sem er nákvæmara tæki en segulómun það á að skanna allan líkamann og leita eftir orsökum fyrir hitanum. Annars er kallinn þokkalegur verkjalaus, blóðprufur í góðu lagi og er byrjaður að hreifa sig innan þessa 20 fermetra hann skellti sér í bol og stuttbuxsur í tilefni dagsins og líka svo hann verði nú ekki kallaður nakti Íslendingurinn þegar hjúkkurnar minnanst hans í frammtíðinni.
Það er skrítið að vera ekki heima á tímamótum hans Jóns Þórs núna þegar hann er að byrja í frammhaldsskóla en ég veit að hann á eftir að plumma sig. Það er bara eitt barn eftir í grunnskóla, man þá tíð þegar þau voru fimm og dagurinn dugði varla þegar foreldrafundir voru enda þegar ég var í Sparisjóðnum sagði Maggi alltaf Sævör þarftu ekki frí í dag, hahahaha.
Heyrumat seinna.
Kveðja Sævör, Einar og Valdimar
P.S. munið að kvitta eitthvað skemmtilegt og leiðinlegt við höfum gaman að öllu sama hvað er bara eitthvað af heiman.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vildi bara kasta á ykkur kveðju, þarna úti hjá fyrrverandi óvinum okkar í Bretlandi. Við fyrirgefum þeim víst , fyrst að þeir eru að gera svona góða hluti fyrir Valdimar. Vonandi fer nú kallinn að hressast, það má víst kalla hann karl það fyrst hann er orðinn átján .) Hér rignir, ótrúlegt en satt. Ber týnd á hverjum degi og búið að gera alls kyns tilraunir úr þeim. Fór um helgina með nöfnu minni á Bergi uppí fjall að týna, en þið getíð rétt ýmindað ykkur hamaganginn þarna uppi, enda báðar annálaðar hávaðamanneskjur. Verð þó að segja það að Anna Dóra toppaði mig með látunum í sér. Sól sver sig víst í föðurættina, ´því það heyrðist ekkert í henni. Hún verður líklega svona róleg eins og föðurfólkið sitt :) Sendum hlýjar kveðjur og góða strauma héðan úr sveitinni, til Valda baráttukarls og ykkar foreldranna í bleiku svuntunum :) Anna Júlía og hennar gengi,
Anna Júlía (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 14:47
Góðan daginn ,,,
Get sagt ykkur fréttir , er byrjuð að kalla hana litlu Ólafíu hehehe reyndar fylgir hitt líka með s.s. Ingibjörg og Sigríður en dóttir mín er ekki sátt við þau 2 hehehehehehe. Haha manstu eftir þegar það var verið að skíra Snædísi Ólafíu. Ég að stríða strákunum fyrir skírnina , búinn að segjast ætla að standa upp í kirkjunni og kalla nafnið hennar upp, og þeir ætluðu ekki að hleypa mér inn í kirkjuna , gleymdi að Halli kallar hana Haraldínu litlu . Einnig kallar Gunnjóna hana Lóu litlu hahahaha , P.S. Það fer nú að koma að því að Valdi klípur þær í XXXXXXX . hahaha Knus og kram til ykkar .Kær kveðja Halli og Lóa úr rigningunni á Sigló city
Lóa og Halli (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 15:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.