Brjálað að gera, út að labba.

Hæ hæ já hér er brjálað að gera fengum að vita seinnipartinn að þegar þessir blessaðir neutrafílar eru yrir 2 má kíkja í göngu (hann er 2,5) en hann þarf að vera hitalaus.Og Valdi hefur ekki fengið hita topp í dag þannig að við vorum að koma úr þessari fínu göngu. Þið getið ýmindað ykkur hvað hann var glaður enda búinn að vera lokaður inni síðan 19 júlí, já í heilann mánuð.

Fleyri fréttir á morgun.

Kveðja Sævör, Einar og Valdimar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ aftur

HÚRRA HÚRRA kemur ,flott að heyra áfram svona .Kær kveðja Lóa

Lóa og Halli (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 18:07

2 identicon

Frábærar fréttir vonandi kemst þú bara á fóboltaleik sem fyrst

héðan ú norðuhöfum er litið að frétta lélegveiði beðið eftir að karfinn gangi á svæðið nú reynir á þolimæðina.Einn og einn hvalur og sól og blíða.Þær fréttir sem ég fæ frá Grundarfirði snúa allar að berjatínslu þetta verður berjárið mikla og kemur sjálfsagt til með að bjarga galdeyrisvanda okkar, allavega er mér sagt að Óli bróðir sé rekinn á dyr með þau ber sem hann kemur með núna hann hefur víst farið á hverjum degi með 2 skúringarfötur og er nú Sjöfn búinn að stræka á þetta allar hirslur fulla ég frétti af honum niðri á bryggja þar sem farþegaskip lá að selja bláber og rjóma með sykri og hvu það hafa gengið með ósköpum vel allflestir turistarnir yfirgefið fjörðin berjabláir og saddir vil ég nú skora á óla að skila þessum verðmæta galdeyri til þjóðabúsins og þannig lagt sitt að mörkum til greiðslu á t.d Isave þetta minnir mann á allar ónýttu aulindirnar svo áframm með berjatýnurnar

bestu kveðjur Jói

Jóhannes Þorvarðarson (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 18:37

3 identicon

Gott að heyra þessar góðu fréttir af Valda en það er ekki gott að frétta hjá mér Sjöfn fór beint með Isesave peningana út á Blómsturvelli og eyddi þeim í bölvaða vitleysu. En fréttir af farþegaskipinu eru þær að allur klósettpappírinn sé uppurinn. Ég vona bara mömmu verði ekki íllt af berjaátinu því hún var hér í mat hjá okkur og voru ber í forrétt, aðalrétt og eftirrétt þvílíkt hvað hún át ha ha. ps Sjöfn er búinn að fela skúringarföturnar þannig að ég get ekki bjargað þjóðarbúinu og Isesave. Áfram Valdi þetta er að hafast hjá þér.

kv Grafargengið

ÓliSiggi og Sjöfn (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 21:30

4 identicon

Hæ hæ kæru vinir

Húrra fyrir því Valdimar og það hefur nú líka glatt þig eða öllu heldur ykkur feðga að Liverpool hafi unnið 4-0 í kvöld í glæsilegum leik við stoke.

Árni var svo myndarlegur og bauð mér út að borða og að horfa á leikinn í tilefni að 20 ára brúðkaupsafmæli okkar í dag.

Það er mígandi rigning og varla hundi út siðandi þetta er svona ekta kertaljós veður ,eða bara góð mynd og undir teppi.

Við sendum ykkur baráttukveðjur áfram Valdimar og húrra fyrir þér þú ert algjör hetja kveðja frá fjölskyldunni á Hvanneyrarbraut 11 Sigló.

P.S.Jakob segir takk fyrir kveðjuna .

gilla (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 22:26

5 identicon

Frábærar fréttir. Ég sit hér og er að lesa fyrir Emil commentinn hjá Jóa og Óla og erum við í hláturskasti. Við sjáum Óla fyrir okkur að selja ferðamönnum bláber, snild.  Áfram Valdi þú ert ótrúlega mikill hetja. baráttu kveðja og góðir straumar Lóa Odds

Lóa Oddsd (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 23:30

6 identicon

Sæl ,þið alltof langt í burtu!

Enn er baráttan í algleymingi, enn stefnir í rétta átt, það er nokkuð augljóst. Haltu þínum dampi, Valdimar minn, þú ert að hafa þetta.

Við Kalli fórum ásamt hele familie, samtals 11 manns á Strandirnar núna síðustu helgi. Það sem dró okkur þangað fyrir utan endalausa fegurð, var ættarmót minnar móðurættar. Hún var fædd á Kambi við Reykjarfjörð, s.s. sama fjörð og Djúpuvík stendur við. Nú þá var upplagt að hóa saman í ættingjana á þeim rómaða stað, nema hvað?. En þegar við mætum þarna á okkar 3 bílum með, tjaldvagn, fellihýsi og hjólhýsi, bara nokkuð galvösk þá fáum við að vita það að tjaldstæði er ekkert að fá í Djúpuvík!   Já, há,það er kallað saman til ættarmóts, en ef þú getur ekki pantað hótelherbergi eða hús á vegum hótelsins eða ert með kamar meðferðis, þá ert þú í djúpum skít í Djúpavík,,,!!!! ;-) Nú, ekki vorum við nú velta þessu of mikið fyrir okkur, en fórum á næsta tjaldstæði, sem var reyndar í 40 mín.fjarlægð. Þar undum við okkur vel, Helga og Kalli og niðjar! Fórum í frábæra skoðunarferð á laugardeginum. Heimsóttum Bigga og Trish á Munaðarnes og enduðum svo í henni margfrægu fjörusundlaug að Krossnesi sem var til þess að fullkomna daginn. Ekki fórum við að heimsækja ættingjana fyrr en á sunnudeginum og var tekið vel á móti okkur með bros á vör og einstaka glotti,,,, ,,ehhh, eru þið búin að vera alla helgina á Finnbogastöðum án þess að koma í heimsókn"?

Svo ég svarði bara ,,oh,yeh, but, eh,but: ÞAРER ENGIN F,,,,,, KAMAR HÉR!  eða eitthvað á þá leið,,,he,he,,,,, Maður kann nú að svara fyrir sig

En við komum samt alsæl heim og allir sáttir við síðasta tjalferðalag sumarsins

Baráttu og saknaðarkveðjur til ykkar allra, kæru vinir!

Helga og Kalli

Helga og Kalli (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 23:33

7 identicon

Hæhæ.

Gaman að sjá að Valdi skellti sér jakkafötinn fyrir þessu fínu göngu :D

Við erum hérna í húsinu úti í Orlando, vorum að koma úr Island of adventure(garðurinn hjá universal, með Hulk Rússíbananum) Erum voðalega þreytt eftir að hafa labbað svona mikið. Ætlum síðan að skella okkur í Universal eftir helgi. Búið að vera svaka gaman hjá okkur, ætluðum í Universal í gær en þá komu bara þrumur og eldingar, með mestu rigningu sem ég hef séð þannig að við skelltum okkur í mallið.

Í mallinu tókst mér að versla meira en Sigurlín, ég var eins og versta kelling :D

Biðjum heilsa Valda göngugarp og vitleysingunum tveim,

kveðja úr Orlando

Jóhannes og Sigurlín (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 00:47

8 identicon

GLÆSILEGT   kv Magga Hjálm,,,,,

M.H. (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 09:58

9 identicon

Hæ Valdi

Tetta eru gódar fréttir og fjekst tú ekki vidáttu brjálædi.
Jég er ad gera alt klárt til hálfrar aldar afmæli sem verdur 19 september og sér jég fram á tad ad jég verd ad stækka húsid hjá mér vegna fólks flótta frá Grundarfirdi og út til min.
Tad hefdi verid gaman ef tid hafid getad komid lika en tegar alt tetta er yfir tá komid tid út til min, tá elda jég gódan mat fyrir tig.

Allir bydja ad heilsa

Lalli og Pia

Lalli danski (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sævör Þorvarðardóttir
Sævör Þorvarðardóttir
Mamma ætlar að halda þessu bloggi úti á meðan við bræðurnir erum í undirbúning fyrir væntanleg beinmergsskipti sem nunu vera gerð í Newcatle á Englandi. Kveðja Valdimar og Jón Þór
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband