Sumir dagar.

Hæ hæ þetta er búinn að vera meiri dagurinn Einar fann ekki veskið sitt hélt að hann hefði gleimt því í íbúðinni fór þangað og tékkaði, við vorum búin að leita hér á spítalanum ég fór í íbúðina til að tékka aftur því eins og við vitum allar stelpur, þá finna þeir sjaldan hlutina, nei ekki var neitt þar þannig að ég hrindi til að láta loka kortum og þannig. Ég var mikið hugsi og þurfti að skreppa á pisseríið labbað út úr íbúðinni tvö skref og ding dong ég hafði læst mig úti. Sem betur fér var ég í skóm þannig að það var rölt á spítalann til að ná í auka lykil og kíkti inn á stofu hjá Valda í leiðinni þá var verið að taka húðsýni hjá honum til rannsóknar því hann versnar bara og útbrotinn dreifast um líkamann. Svo kíktum við betur eftir veskinu inn á stofunni, já það hafði dottið á milli þegar Einar settist í kósí stólinn hans Valda. Hjúkket mikið vorum við fegin og mín hringdi aftur í bankann til að láta opna allt draslið aftur.
Og settið er að hugsa um að skella sér í skoðunarferð um borgina á morgun láta eins og túristar og setjast niður við ánna Tyne og fá okkur einn öl og glas af rauðvíni. Hlakka til.
Takk fyrir myndirnar Kolla gaman af þeim, þær eru komnar upp á vegg ásamt myndunum sem Sindri og Iris sendu það er enn nóg pláss.

Heyrumst seinna.
Kveðja Sævör, Einar og Valdimar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Aftur

'eg var að skoða mei á netium nú um málysku i Newcastel

Sævör þú ert bonny and canny og Einar ef þú ert hacky you should can to the netty

gangi ykkur vel að þíða þetta kv Jói

Jóhannes Þorvarðarson (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 01:28

2 identicon

Góðan dag oll í riki drotningar

Ég var búinn að skrifa voða ritgerð en hún hefur greinilega ekki vistast með linkum á internetið kanski þess vegna? Hvað um það vona að þú vinnir snart á þessu húðvandamáli Valdi minn.

Ég var að skoða um Newcastel á wikkipedia þar var ýmislegt athyglisvert eins með mállýskuna/dealect) þar getið þið fundið þýðingu á þessu,eins að einhver salleikur er í Bravehart William Wallec hertók borgina,allavega bara gaman að skoða það.Annars er veiðin aðeins betri hér en ekki nóg þið eruð öll Bonny and canny kv Jói

Jóhannes Þorvarðarson (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 10:19

3 identicon

Hæ hæ

Það er nú meiri óheppnin sem hefur verið að elta ykkur þennan daginn,en allt er gott sem endar vel og mér líst vel á ykkur að þið ætlið að fara í túrista göngu og hella í ykkur smá brjóstbirtu, skál fyrir því

Ég og Jakob skeltum okkur í borgina í gær til að taka á móti vinningnum þið getið séð mynd af honum inn á draumalidid.is  hann er mjög svo stoltur af þessum vinning Það er heljarinnar húllum hæ hjá okkur í kvöld slútt hjá sjóstönginni þar sem Árni ætlar að vera og síðan verður Erla Helga 50 ára á mánudaginn þannig á það er veisla þar í kvöld og ég ætla að vera þar.

Jæja kæru vinir vonandi finna þeir út úr þessu með útbrotin Valdimar minn þú ert sannkölluðð hetja í augum okkar allra ....áfram þú

Kær kveðja Gilla og co.

gilla (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 12:36

4 Smámynd: Sindri Guðmundsson

Hæ,hæ.Það er ekki gott að finna að veskið er horfið,með allri þeirri vitnesku og visku sem þar er að finnaog loka sig úti,er bara til að toppa þaðVið vonum að það finnist eitthvað við þessum útbrotum.Valdi þú ert allveg að standa þig. þið kallarnir sjáið loksins bollta í beinniég er sáttur við mina.Við skötuhjúin erum að fara í bæinn að sjá dreingina spila á menniganótt.Þeir eru í bandi sem spilar Rokkabilly músik það verður kl17-00.mér langar að sjá þurrsaflokinn kl20-00.í hljómskálagarðinum.svo verður fullt af öðru að gerast á milli við vonum að  það verði gaman að túrhestast í Newcastel----- Knús og kossar frá menninga vitunum í Reykjavik--Íslandi.Sindri og Íris

Sindri Guðmundsson, 22.8.2009 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sævör Þorvarðardóttir
Sævör Þorvarðardóttir
Mamma ætlar að halda þessu bloggi úti á meðan við bræðurnir erum í undirbúning fyrir væntanleg beinmergsskipti sem nunu vera gerð í Newcatle á Englandi. Kveðja Valdimar og Jón Þór
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband