23.8.2009 | 12:17
Túristarnir.
Hæ hæ við áttum yndælann dag í gær skelltum okkur í bæinn og upplifðum túrista stemningu fórum með útsýnis strætó sáum margar og merkilegar byggingar. Það eru mikið af söfnum hér nýlistasafn, sögusafn, listagallerí og margt að sjá falleg borg, það er mjög gaman að fara niður að Tyne setjast það með glas af víni, bjór eða bara vatn og fylgjast með mannlífinu við fóru og fengum okkur að borða á La Taske sem er tapast veitingastaður við bakka Tyne mjög góður matur og nutum við þess út í ystu æsar bæði tvö að digla okkur í rólegheitum.
Valdimar er bara góður enginn hiti verið í sólarhring og það eina sem er komið út úr petscanninu er að hann er enn með gallsteinana og einn þeirra er á leið niður og ætti ekki að vera til ama nema hann fái brisbólgu en það á að ráðfærast við meltingasérfrðinginn sem við hittum hér í vetur.
Já og jói við fengum hér kennslu í Newcasle málýrsku og ég veit ég er sæt og góð og Einar er skítugur og ætti að fara á klóið það eru mörg orð í málýskunni sem eru ekki ósvipuð íslenskunni eins og barn merkir sama en er skrifað öðruvísi og við segjum orðið takk en þeir segja ta.
Heyrumst seinna.
Kveðja Sævör, Einar og Valdimar
P.S. setjum inn myndir frá kósí deginum okkar.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ, þið Newcastle-tríóið!¨
Ef einhvern tímann hafi verið innistæða fyrir frídegi hjá einverjum þá eigið þið vinninginn elskurnar! Veðrið hefur líka leikið við ykkur sem var bara bónus. Sé ekki alveg fyrir mér sama breiða brosið á Einari ef það hefði ringt yfir allt brauðið sem hann var að fara að innbyrða. Ekkert geróþol þarna á ferðinni
Bestu kveðjur og óskir um áframhaldandi framfarir!
Helga,Kalli og fjölskylda
Helga og Kalli (IP-tala skráð) 23.8.2009 kl. 20:17
Sæl Sævör, Einar og Valdimar
Mikið er gaman að heyra góðar fréttir frá ykkur Vona að allt gangi sem best áfram. Ég ber ykkur góða kveðju frá starfsfólki VÍS á Akranesi, þau settu inn sérstakan afslátt fyrir Valdimar
Besta baráttu kveðja
Olga Alla
Olga Sædís Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 24.8.2009 kl. 11:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.