26.8.2009 | 11:42
Hér rignir bara
Hæ hæ hér er allt fínt að frétta Valdimar er bara þokkalega hress og það eru komnar niðustöður úr sýnatökunni af húðinni hann er með einhverja veirusýkingu í húðinni en það er ekki komið hvaða veira. Blóðprufur eru góðar og nýjustu prufur sem sýna hversu vel nýji mergurinn er að vinna er 100%.
Við skelltum okkur í gönguferð öll þrjú í meira en klukkutíma í gær sem var bara hressandi Valdimar er í hjólastól þessu hrikalega skrapatóli og við ákváðum að rölta nður eina sæmilega brekku, það er ég vildi að Einar heldi sér í formi og ætlaist til þess að hann fengi æfingu þegar hann ýtti honum upp aftur en á leiðinni niður losnaði handfangið á stólnum og Valdimar byrjaði að rúlla á undan okkur við hér gamla settið fórum að sjálfsögðu að skellihlægja en honum var nú ekki eins skemmt vininum. Og kallinn er bara að verða svangur hann vildi fá sér epli í gær sem hann mátti og nartaði aðeins í það. Það er heill mánuður síðan hann borðaði eitthvað sem er ekki tiltökumál hjá Valda því hann hefur soltið í lengri tíma en það. Þetta er allt að koma.
Heyrumst seinna.
Kveðja Sævör
Við skelltum okkur í gönguferð öll þrjú í meira en klukkutíma í gær sem var bara hressandi Valdimar er í hjólastól þessu hrikalega skrapatóli og við ákváðum að rölta nður eina sæmilega brekku, það er ég vildi að Einar heldi sér í formi og ætlaist til þess að hann fengi æfingu þegar hann ýtti honum upp aftur en á leiðinni niður losnaði handfangið á stólnum og Valdimar byrjaði að rúlla á undan okkur við hér gamla settið fórum að sjálfsögðu að skellihlægja en honum var nú ekki eins skemmt vininum. Og kallinn er bara að verða svangur hann vildi fá sér epli í gær sem hann mátti og nartaði aðeins í það. Það er heill mánuður síðan hann borðaði eitthvað sem er ekki tiltökumál hjá Valda því hann hefur soltið í lengri tíma en það. Þetta er allt að koma.
Heyrumst seinna.
Kveðja Sævör
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl og bless.
Það hefur ringt hérna heima líka, svona af og til síðastliðna daga. Vonandi finna þeir fljótlega hvaða veira þetta er. Gott að heyra að það gangi vel núna og að þið eruð öll hress.
Gangi ykkur vel og bestu kveðjur að heiman.
Arna (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 12:29
Frábært að heyra hvað allt gengur vel hjá Valdimar
kv.
Kristín
Kristín P (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 14:49
Hæ hæ kæru vinir.
Hér á Sigló er búið að vera ágætis veður í dag fór hitinn meira að segja upp í 18 gráður. Það er nú gott að heyra að þú Valdimar sért að svara nýja beinmergnum svona vel (hafa nokkuð komið í ljós kvennlegar hreyfingar)hahahahaahahahha
Einar ....Árni er búin að fara tvær ferðir inn í fljót til gæsaveiða,fyrri ferðina fór hann með bræðrum sínum svona til að stitta þeim stundirnar því það var ekki sjóveður fyrri daginn á sjóstangveiðimótinu hjá okkur, Hann sagði að þeir væru ekki skittur að upplagi ,, þeir voru víst í færi sem var ekki hægt að klikka á " en engin gæs féll. Síðan fór hann með Ragga í eitt kvöldflug og þeir komu með 22 gæsir.....æji ásláttar villa þær féllu víst bara 2 og ein er enn tínd..
Annars er allt gott að frétta af okkur og vonandi verða ykkar dagar bara bjartari þótt haustið sé að nálgast...baráttukveðja frá okkur Gilla og co.
gilla (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 20:00
Hæ hæ. Gott að heyra að Valdi sé allur að braggast ,Valdi 100% náungi það er ekki slæmt áfram svona. Óli kom í land í dag og hringdi í Jóa bro og sagðist vera á leið í berjamó og hann bilaðist af hlátri. Skúringaföturnar eru enn í felum hahaha. Hlynur Hinni og Stebbi tengdasonur fóru á sjó á Stjána Þ í dag að veiða þorsk fyrir skvísurnar á kaffi og það er brjáluð veiði og þeir eru enn að. Gangi ykkur vel áfram. Baráttukveðjur úr Gröfinni.
Sjöfn (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 21:11
Hæ hæ
Frábærar fréttir þetta er allt að ganga upp enda kallinn alveg 100%
Flott að þú haldir nú kallinum í formi en vonandi ekki á kostnað Valda.
Ég fæ Snædísi til mín á föstudag og þær pæjur þrjár ætla víst að skella sér út að borða og síðan í bío líka. Það verður svaka stuð á þeim gellum.
Gangi ykkur vel. og bestu kveðjur úr firðinum
Jóna Fanney (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 21:55
Glæsilegt hversu vel gengur hjá Valdimar. Hér rignir líka en vel hlýtt. Gangi ykkur áfram svona vel kv. Magga Hjálm,,,,,
M.H: (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 22:45
Flott ar tölur 100% Valdi hér er lika 100% aukning í veiðinni haldið ekki að gamli maðurinn hafi barasta fengið í soðið 25 tonn efttir 11 klst sem er gott vonandi heldur þetta áframm þetta er skárra en í gæsinni.Óli gerir það ekki endasleft í berjunum haldið þið ekki að hann hafi barasta komið til kollu og fengið 2 skúringafötur lánaðar aumingja Sjöfn hvar á hún að setja þetta kanski hún geti gefið þetta einhverjum?Ég veit ekki hvar hann fær lánaðar fötur næst jæja elskurnar þolinmæði þrautir vinnur allar það á svo sannalega við um ykkur og hér líka kv úr síldarsmigunni Jói
Jóhannes Þorvarðarson (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 22:50
Hæ hæ, frábært að heyra að allt sé á réttri leið með Valdimar. Hér eru margir að spyrja um Valda og hverni gangi hjá ykkur. Ég er að vinna í skömminni minni og er að reina að koma bílnum hans Valda ( pussuni) á verkstæði. En að öðru hér geisar berjastríð nú er konan búinn að komast að því að ég er að tína ber í laumi,allt Jóa að kenna, ég var búinn að fá á leigu frystipláss fyrir berinn sem áttu að vera varasjóður ef ekki semdist um leigu á Þorvarði áfram en nú get ég hætt að tína ber því nýr samningur er í höfn til 31 mars, bara gott mál og Sjöfn verður öruglega ánægð með það.( ps Kolla takk fyrir lánið á fötunum )
Kveðja Bláberja Óli
ÓliSiggi (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 13:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.