Hvert lítið skref er áfangi.

Hæ hæ
Valdimari er enn haldið sofandi, blóðþrystingurinn er enn að falla og er mjög óstöðugur lungun eru batnandi og verið er að skola út úr þvagblöðrunni ennþá. Hann er tengdur við nýrnavél allann sólarhringinn og ekki er hægt að sjá hvort nýrun séu að virka fyrr en hætt verður að skola út þvagblöðruna. Hann er baráttu jaxl sem er enn að berjast og við höldum fast í vonina.
Kveðja Sævör og Einar og takk fyrir stuðninginn

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæra fjölskylda ég sendi baráttukveðjur og hef trú að Valdi komist yfir þetta.

Ásta

Ásta Mósesdóttir (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 10:24

2 identicon

Elsku fjölskylda.

Ljúfi drottinn lýstu mér,

svo lífsins veg ég finni.

Láttu alltaf ljós frá þér

ljóma í sálu minni.

Baráttukveðjur og koss á vanga Valdimars

Rósa

Rósa Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 10:54

3 identicon

Elsku fjölskylda

Bata og baráttukveðjur til ykkar allra elskurnar. Þið eruð ótrúlega sterk öll sem eitt. Risaknús til ykkar allra, ég hugsa stöðugt til ykkar og hef fulla trú á að allt fari að ganga betur.

Baráttukveður Guðrún Sonja 

Guðrún Sonja (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 11:07

4 identicon

Kæra fjölskylda sendi ykkur baráttukveðjur, hugsa til ykkar og kveiki á kertum. Kveðja Ólöf Hallbergs

ólöf hallbergs (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 12:02

5 identicon

Hugsa til þín nafni.

Valdimar frændi (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 12:28

6 identicon

Kæra fjölskylda.

Er alltaf að hugsa til ykkar og sendi ykkur baráttu og batnaðarkveðjur. Ég hef fulla trú á að Valdimar komist yfir þetta:-)

Kveðja Systa.

Systa (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 13:56

7 identicon

Kæra fjölskylda, hugur minn er stöðugt hjá ykkur. Vona að Valdimar komist yfir þetta, verð með ykkur í bænum mínum. Kv. Anna María

Anna María (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 14:15

8 identicon

Elsku Sævör, Einar og Valdimar, baráttukveðjur til ykkar allra. Hugur okkar er hjá ykkur. Kveðja Gunna Bína, Keli og Fannar

Gunna Bína (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 14:23

9 identicon

kæra fjölskylda.

Ég sendi ykkur baráttu strauma, Valdi er sterkur strákur og er mikill baráttu karl. Við hugsum til ykkar og þið eruð í okkar bænum. Ég ætla að líka að kveikja á kertum í kvöld og hugsa til ykkar.

Baráttukveðju Lóa og Emil

Lóa Oddsd (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 14:42

10 identicon

Hugsum til ykkar kæru grannar og sendum baráttukveðjur.

M.H. (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 14:55

11 identicon

Kæra fjölskylda

Sendi ykkur baráttukveður með von um skjótann bata

Valdimar er baráttujaxl.

 Kærar kveðjur Ella

Elínrós Jónsdóttir (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 19:08

12 identicon

já það segiru satt held að maður myndi ekki fynna marga svona sterka eins og hann valda kallinn!!! sendum ykkur baráttu kveðjur og hugur okkar er hjá ykkur við bíðum spent eftir ad valdi kaldi hressist og getum valla beðið :) guð geimi ykkur. Kær Kveðja Amma Hulda og Gummi þór 

Guðmundur þór Ármannsso (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 21:36

13 identicon

Kæru vinir! Við hugsum til ykkar allra og sendum kveðjur til ykkar allra með von um skjótan bata.

Kærar kveðjur Kolla

Kolbrún Dröfn Jónsdóttir (IP-tala skráð) 10.9.2009 kl. 22:06

14 identicon

Baráttu- og batakveðjur til ykkar allra

Sólrún (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 07:28

15 identicon

Kæru Einar, Sævör og Valdimar.

Sendum ykkur okkar innilegustu baráttukveðjur, hugur okkar er hjá ykkur.

Bestu kveðjur.

Sævar og Ella.

Bergvin Sævar (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 07:42

16 Smámynd: Sindri Guðmundsson

Hæ hæ elskurnar, við sendum ykkur baráttukveðjur, við biðjum fyrir Valda ásamt mörgum öðrum kringum landið, en hann er á bænalista víða.

Koss og knús frá okkur :-)

Kv. Íris og Sindri

Sindri Guðmundsson, 11.9.2009 kl. 12:27

17 identicon

Hugur okkar er hjá ykkur, baráttukveðjur.

Bestu kveðjur Arna

Arna (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 13:28

18 identicon

sendi ykkur baráttukveðjur!

hugsa til ykkar.

valdi þú ert sterkur!!

ég veit að við öll í árgangnum þínum á Sigló hugsum mikið til þín! þú ert bara hetja í okkar augum!

Sigrún Sigmundsdóttir (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 20:01

19 identicon

Kæra fjölskylda

Sendum ykkur baráttukveðjur að vestan

Hugur okkar er hjá ykkur

Lalli, Lauga og börn

Guðlaug Rögnvaldsdóttir (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 20:40

20 identicon

Kæra fjölskylda, sendi ykkur góða kveðju og ég kveiki á kerti fyrir ykkur.

Knús og karm.

Jóhanna Hallbergsd.

Jóhanna Hallbergsd (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 22:40

21 identicon

Valdi er baráttujaxl og ég hef fulla trú á að hann komisst yfir þetta, hugsa til ykkar öllum stundum

Kosar og knús frá okkur norðan heiða

Jóhanna Þorvarðard. (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 23:07

22 identicon

Elsku Valdimar, þú passaðir alltaf svo vel uppá mig.

Vildi óska ég gæti passað þig núna. Ég hugsa endalaust til þín.

Ástarkveðja frá þinni fyrstu bestu vinkonu,

Fanney Margrét

Fanney Margrét (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 00:12

23 identicon

baráttu kveðjur til ykkar..

Helga Rósu systir (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 10:24

24 identicon

Elsku Valdimar Sævör Einar Komið þið sæl elsku englarnir mínir nú er ég ein að blogga húrra fyrir mér .Það hefir verið erfið fæðing að læra á helv. vélina Kolla ernifarin hún er að fara að baka fyrir afmælið hans Sæþórs.ég sakna ykkar svo mykið eins og öll fjölskildan . Elskurnar mínar ég bið fyrir ykkur áhverju kvöldi og kveiki alltaf Á þremur kertum við myndirnar af ykkur og hugsa til ykkar í bænum mínum og horfi á ljósin . Nú er Sól búin að skýrast húnvar algert augnayndi og skemtikraftur í kirkjunni hún var svo kát ogklappaði saman lófunum þegar krakkarnir voru að singja en þegar átti ausa hana vatni öskraði hún hjálp hún var ekki beint hrifin það var tekið fult af myndum í skýrninni og ykkur verða sendar myndir fljótlega .Jæja englarnir mínir þetta er nú gott í bili Guð gæti ykkar alla tíð elskurnar minar .YkkarAmma Mamma Tengdó     .

Asdíd Valdimarsdóttir (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 11:55

25 identicon

Heil og sæl elsku fjölskylda

Ég ætla að byja á að óska mömmu til haminju með að vera orðin tölvuvædd hún á núna flottustu fartölvuna í ættinni og snannarlega eftir að koma við sögu í bloggheimum,byrjunin lofar góðu, bloggarar Íslands varið ykkur mamma er mætt,af mér er það að frétta að við erum lagir af stað í land verðum á þriðjudagsmorgun í Hafnarfirði eftir slakan túr og fer að gera mig kláran í Danmerkurferð ættarinnar til Lalla Danska ykkur verður sárt saknað þar,mér skylst að Óli ætli að gefa Lalla trog af bláberjasultu í afmælisgjöf ég verð bara að vona ég sé ekki að kjafta of mikið frá en þetta var víst sent með Eymskip var of þungt fyrir flugið.

Elskurnar minar eins og þið sjáið og vonandi finnið er hugur okkar allra hja ykkur og styrkur ykkar aðdáunarverður mínar bestu batakveðjur

Jói

Jóhannes Þorvaeðarson (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 13:26

26 identicon

Hæ hæ elskurnar mínar. Já það er greinilegt að Valdi er ekkert að gefast upp hörkukall sem hann nú er það veit ég. Þetta kemur allt hjá honum.  Ég bið fyrir honum mörgum sinnum á dag og ykkur öllum. Ég átti að skila baráttukv til ykkar úr Gröf 2. Í firðinum okkar fallega er bara rok og rigning. Sæþór og Hlynur héldu  saman afmælisveislu í gær á Sæbólinu svaka veisla. Hinni og co gáfu Hlyni drullusokk, snuð ,sjampó, og nammi í afm.gjöf og vakti það mikla lukku en Sæþór taldi bara seðla.  Ég sendi ykkur bata og baráttukveðjur. Sjöfn.  

Sjöfn (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sævör Þorvarðardóttir
Sævör Þorvarðardóttir
Mamma ætlar að halda þessu bloggi úti á meðan við bræðurnir erum í undirbúning fyrir væntanleg beinmergsskipti sem nunu vera gerð í Newcatle á Englandi. Kveðja Valdimar og Jón Þór
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband