Það er hátt fjall að klífa.

Hæ elsku fjölskylda, vinir og þið öll sem hugsið til okkar takk kærlega fyrir góðar kveðjur og takk fyrir að hugsa til okkar.
Valdimar er enn að berjast í gær þurfti hann að fara í aðgerð því það var búið að blæða aftur í þvagblöðruna, hann misti mikið blóð og er kominn á fullan stuðning öndunarvélarinnar aftur, honum er enn haldið sofandi og blóþrystingurinn er mjög óstöðugut. Það eru lika góðar fréttir beinmergurinn er 100% gjafans og það eru engin merki um höfnun á nokkurn hátt, það á smá saman að fara að minka ónæmisbælinguna þannig að mergurinn ætti að dafna betur og hjálpa til við sýkinguna sem eru í Valda núna. Kallinn er ekkert að gefast upp hann berst við hvert áfallið á eftir öðru.

Takk fyrir okkur.
Heyrumst seinna.
Kveðja Sævör, Einar og Valdimar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Baráttukveðjur úr Fagurhólnum. Þið eruð alltaf í huga okkar.

Kristín Pétursdóttir (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 21:57

2 identicon

Þolinmæði er víst það eina sem dugir, og vel valin bæn í kvöld  fyrir ykkur.Kveðja úr rokinu og rigningunni! Fríða.

Fríða T (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 22:29

3 identicon

Hæ hæ

Takk fyrir að dugnaðinn að skrifa fréttir hér inn, svo að við hér heima fáum að fylgjast með honum Valda, þú veist að ég er 1000 spurninga kona svo ég legg það ekki á símareikninga okkar að bjalla í þig. En eins og ég hef áður sagt þá tekur kallinn sinn tíma í þetta og að mergurinn sé að skila sér svona vel er náttúrulega bara frábært. Þið öll eruð hörkunaglar, og fáið mínar bestu baráttukveðjur frá okkur hér í firðinum.

Jóna Fanney (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 03:21

4 identicon

Þetta hlýtur að vera orðið helvíti dýrt fyrir aumingja pabba! Hann er í því að senda sultur hingað og þangað um heiminn. Helv hann Jói gatt nú ekki þagað yfir sultugjöfinni til Lalla. Hohoho!.

Hér er allt gott að frétta og gengur voða vel. Valdi er Baráttukall og ég veit að hann kemst í gegnum þetta! Sendi Kveðjur frá þýskalandi ;)

Hafdís Dröfn (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 10:53

5 identicon

kæru vinir erum að fylgjast með ykkur  hugsum hlýtt til ykkar, gangi ykkur vel með þetta stóra verkefni kveðj þóranna og steini

Þóranna Björg (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 15:27

6 identicon

Baráttukveðjur til ykkar.  Kveðja

ólöf Hallbergs (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 16:13

7 identicon

Æhhh ég er farin að sakna Valda.

Kók og pysla í búðinni er ekki söm án Valda, knústu hann frá mér.

Þið eruð hetjur.

Knús á liðið.

Lára

Lára (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 19:58

8 identicon

Þið eruð og hafið alltaf verið einstök fjölskylda, sú eina sinnar tegundar. Þegar upp fjallið er komið er um að gera að halda áfram Gangi ykkur vel.

Þið eruð í hugum okkar og bænum

Kveðja 

Rósa

Rósa Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 06:39

9 identicon

Sendi ykkur bestu kveðjur og takk fyrir að fá að fylgjast með á blogginu, við hugsum hlýtt til ykkar og megi verndarengill vaka yfir ykkur. Bestu kveðjur úr Kópavoginum, Elínbjörg.

Elínbjörg Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 07:44

10 identicon

Elsku fjölskylda baráttukveðjur frá okkur megi Guð styrkja ykkur og börnin á þessum erfiða tíma.Megi Guð og englarnir vaka yfir ykkur.

Kveðja Gummi,Ása og krakkarnir

Gummi og Ása (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 11:57

11 identicon

Sannur vinur er sá sem kemur til þín og er hjá þér þegar hann ætti að vera annars staðar og hugur minn er svo sannalega hjá ykkur á þessum erfiðu tímum.

Kveðja Jóna og fjölsk.

Jóna Fanney (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 13:00

12 identicon

Elsku Sævör og Einar

Valdi kallrinn fær extra stóra bæn í kvöld.  Megi allar góðar vættir vaka yfir ykkur á þessum erfiða tíma

Kveðja Jóhanna og fjölskylda

Jóhanna Þorvarðar (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 13:42

13 identicon

Valdimar ég vona að þér gangi vel og ég hlakka til að fá þig í heimsókn til okkar.hugur minn er hjá þér elsku besti vinur.og vonandi fæ ég að sjá þig fljótlega.Með bestu Liverpool kveðju Ásgeir Ragnarsson (ég er virkilega stoltur af að eiga þig sem vin.)

Ásgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 14:04

14 identicon

elsku sævör og einar eg vil bara segja að eg vona að drengurinn ykkar nái fullri heilsu og það skal takast eg bið fyrir honum og sendi hlía strauma til ykkar kveðja disa á myrum

hjördis einarsdottir (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 15:33

15 identicon

Hugsa til ykkar. Þú tekur þetta nafni.

Valdimar frændi á Skagaströnd (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 18:10

16 identicon

ég samhryggist ykkur innilega kveðja Björg

Björg Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 19:12

17 identicon

sammhryggist ykkur innilega megi guð vera með ykkur á þessum erfiða tíma 

Anna Hermína (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 19:27

18 identicon

Elsku Sævör,Einar og börn

Okkar innilegar samúðarkveðjur á þessum erfiða tíma. Megi guð vera með ykkur.  Ásgeir Ragnarsson og fjölskylda Grundarfirði

Ásgeir ,Þórey og börn (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 19:45

19 identicon

Okkar innilegustu samúðarkveðjur á þessum erfiða tíma. Megi guð vera með ykkur og veita ykkur styrk.

Kolla Diddó og fjölskylda.

Kristófer (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 20:02

20 identicon

Innilegar samúðarkveðjur kæra fjölskylda.  Megi guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum.

Kristmundur Harðarson og fjölskylda.

Kristmundur Harðarson (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 20:13

21 identicon

Elku Sævör,Einar og börn

Okkar innilegustu samúðarkveðjur.

Megi guð vera með ykkur á þessum erfiða tíma og veita ykkur styrk.

Ella,Eyþór og börn.

Elínrós Jónsdóttir (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 20:16

22 identicon

Okkar innilegustu samúðarkveðjur á þessum erfiða tíma. Megi guð vera með ykkur og veita ykkur styrk. Árni, Arna og börn.

Arna karlsdóttir (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 20:30

23 identicon

Elsku Sævör, Einar og fjölskylda!

Sendum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Hugur okkar er hjá ykkur. Guð veri með ykkur.

Unnur og Eddi

Unnur Birna (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 20:33

24 identicon

Elsku Sævör, Einar og fjölskylda.

Okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi guð vera með ykkur og veita ykkur styrk á þessum erfiða tíma.

Beggi,Maggý og fjölskylda.

Bergur Garðarsson (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 22:06

25 identicon

Kæra fjölskylda, okkar hlýjustu samúðarkveðjur til ykkar allra. Hjödda, Ingi Þór og fjölsk.

Hjördís Bjarnadóttir (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Sævör Þorvarðardóttir
Sævör Þorvarðardóttir
Mamma ætlar að halda þessu bloggi úti á meðan við bræðurnir erum í undirbúning fyrir væntanleg beinmergsskipti sem nunu vera gerð í Newcatle á Englandi. Kveðja Valdimar og Jón Þór
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband