11.11.2009 | 17:16
Á ekki að fara að blogga.
Þú hefur ekki bloggað í marga daga mamma á ekki að fara að blogga? Ég var búin að ákveða að Valdimar hefði nú engan áhuga á blogginu en þarna kom í ljós að hann fylgdist alltaf með bæði hvað ég og þið skrifuðuð. Það er ekki einfalt að skrifa inn á bloggið núna og er búið að taka mig marga daga að byrja, hann Valdimar er dáinn þetta er svo óraunverulegt, engar strokur engin faðmlög ekkert eingöngu söknuður. Svo er það vaninn, að kíkja inn í herbergið hans þegar það er lokuð hurð til að athuga með kallinn.Ég skil ekki tilganginn og á örugglega ekki að skilja hann að Valdimar skuli hafa staðið frammi fyrir dauðanum einu sinni og sigrast á honum en svo þegar von er um betra líf hverfi hann á braut.Ég er sátt við að hann reyndi að leita betra lífs þótt það hafi farið svona, vegir guð eru órannsakanlegir.Ég vil þakka öllum sem studdu við bakið á okkur með góðum kveðjum, heimsóknum og hlýhug til okkar í fjölskyldunni.Lífið heldur áfram og ég mun skrifa inn á bloggið þegar við á Jón Þór er ákveðinn í að fara út í mergskipti einnig og það er margt skemmtilegt um að vera í fjölskyldunni þannig að við heyrumst seinna.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:18 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kv. Anna María
Anna María (IP-tala skráð) 11.11.2009 kl. 19:50
Risa knús að norðan til ykkar allra
Jóhanna Þorvarðar (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 19:43
Mér þykir svo vænt um ykkur öll.
Ég er ánægð með að sjá að þú ert farin að blogga aftur, en skil samt að það hafi verið erfitt að byrja, elsku Sævör mín.
Farið vel með ykkur elskurnar mínar.
Kveðja. Halla
Halla Kjartansdóttir (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 10:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.