4.4.2010 | 21:28
Gleðilega páska elsku börnin, fjölskylda og vinir okkar.
Hæ hæ.
Hér í Nawcastle er búið að vera páskaeggja fjör Jón Þór hefur aldrei á ævi sinni fengið svona mörg páskaegg ekki einu sinni þegar hann var um páska á sjúkrahúsinu á Akureyri og allir hrúguðu á hann páskaeggjum hann sem gat ekki borðað þá frekar en núna en það árið þ.e. 2000 fegu systkini hans og við páskaeggjaveislu um haustið, það er á hreinu að þetta árið berum við ekki eggin heim.
Kallinn er mjög slappur í dag slímhúðin í hálsinum er að kvelja hann hann getur ekki borðað og varla drukkið fyrir verkjum, hann þurfti einnig að fá blóðflögur í dag vonandi hressist hann aðeins við það. En við höldum að hann sé bara fúll yfir því að hafa verið ræstur klukkan tíu í morgun, hann fær að sofa til ellefu í fyrramálið.
Hjúkkurnar hér dældu páskaeggjum í krakkana og páskakanínan líka, þær voru með samkeppni um hver væri með flottasta hattinn,setjum inn myndir af þeim, einu áhyggjurnar sem þær höfðu var að hjúkkurnar heima heldu að þær væru eitthvað kúg,kú en ég sannfærði þær um að þær væru ekkert öðruvísi en heima.
Hef verið að reyna að setja inn myndir en ekkert hefur gengið ætla að prufa Albúmið í kvöld.
Heyrumst seinna.
Kveðja Sævör og Einar.
3.4.2010 | 23:15
Páskaeggjadagur á morgun nammi nammi nammmmmmm
Við tókum með okkur páskaegg Nóa Síríus nammi nammi nammmm. Jón fær líka eitt en spurningin er hvar á að fela það, það koma ekki margir staðir til greina. Ég má ekki fela eggið hans Einars hann nennir ekki að leita af því, bara háma það í sig. Ég var svo þreytt eftir að horfa á Einar skúra í gær að ég ætlaði að sofa út og gera síðan skattaskýsluna, ég gerði allavegana skattaskýrsluna á eftir smotterí. Á morgun fær blúndan að sofa út, ég verð nú að vera góð við þessa elsku
Jón er bara hress nema hann er sár í slímhúðinni í hálsinum og þarf verkja deyfandi sprey til að borða nammi.
2.4.2010 | 20:45
Dagur sjö.
Hæ hæ
já það eru sjö dagar síðan Jón fékk merginn og allt gengur bara þokkalega vel enn þá er hækkun a nýrna starfsemi og matarlystin er aðeins að minnka lyktin af mat fer illa í Jón en hann er jaxl og reynir að mala eitthvað því allt er að vinna til að losna við að fá sondu og sondu mat aujjjjjjjjjjjjjjjj.
Blóðgildin hans er en á leið niður þannig að mergurinn er ekki farinn að vinna og ekki er reiknað með því næstu vikuna. Vonandi gengur allt vel.
Einar gekk hér berserksgang í íbúðinni í dag og skúraði og ryksugaði og mín lyfti bara löppunum til að verða ekki sópað út. Hann er svo mikil blúnda þessi elska. Eins og þið lesið er ekki mikið að frétta hér en þið gætuð nú sagt okkur slúður og eitthvað svoleiðis aðallega svoleiðis.
Heyrumst seinna
Kveðja Sævör.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
31.3.2010 | 21:23
Heyri og sé að tónleikarnir voru vel heppnaðir.
Hæ hæ Já ég sé að tónleikarnir hafa tekist frábærlega vel,allir ánægðir og glaðir með þá, Íris á heiður skilinn fyrir þetta allt saman knús og kossar á þig Íris mín. Þetta er búin að vera rólegur dagur hjá okkur við vorum öll bara þreytt í dag en Jón þó sérstaklega hann þurfti að fá blóð og fékk tvær einingar vonandi verður hann hressari á morgun. Fyrir ykkur sem eruð forvitin þá fékk hann O blóð Því A+ var ekki til.
Heyrumst seinna
Kveðja Sævör
Vinir og fjölskylda | Breytt 2.4.2010 kl. 21:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.3.2010 | 23:23
Tónleikarnir vel heppnaðir.
Hæ hæ.
Einar heyrði í Írisi og Sindra tónleikarni vel heppnaðir en því miður náðum við ekki að sjá þá netsambandið er glatað hérna megin. Okkur er farið að hlakka til að horfa á upptökuna af þeim, ekki verra að eitthvað skemmtilegt sé framundan. Heyrði í Lóu á Allanum á Siglótónleikarnir tókust vel þar og mikil stemming og ánægja með tónleikana. Helga og Kalli í Grundarfirði sögðu að það hefði verið kósí stemmning og kertaljós og upplifunin eins og við hefðum setið með þeim. Yndislegir tónleikar í allastaði við þökkum öllum fyrir okkur, að finna ykkar stuðning gerir okkur sterkari.
Já og Jón er bara hress að vanda held að fyrir rest hann verði kallaður íslenska hrekkssvínið sem vill ekki borga ICESAWE.
Kveðja frá Newcastel .
29.3.2010 | 22:59
Jón er alveg í rusli.
Já Jón Þór er alveg í rusli hann skít tapaði í ruslakalli, ruslakallinn sjálfur. Við erum bara búin að vera í rólegheitum á meðan Jón tók miðdegisblundinn skelltum við okkur til Íslands og versluðum örbylgjumat handa kallinum og smái gogginn handa okkur.
Það gengur vel hjá kallinum smáhækkun á nýrna starfsemi en innan marka.
Á morgun eru það tónleikarnir við verðum með hugann hjá ykkur þá vonandi náum við þeim í gegnum netið en það kemur í ljós.
Heyrumst seinna.
Einar og Sævör
28.3.2010 | 21:15
Hvað er klukkan.
Hæ hæ.
Þeir rugla mann nú alveg í rýminu þessir tjallar. Í morgun ætlaði gamla settið að mæta á sínum vanalega tíma og vissum við að það ætti að breyta blesssssssss. klukkunni þ.e. flýta henni um einn tíma en nei henni var seinkað þannig að við mættum ekki fyrr en kl. hálf tólf og fengum skammir fyrir bæði frá Jóni og hjúkkunni sem sá um hann ( Susan ) en það var nú allt saman í góðu.
Jón er bara hress hann er búin að vera að angra Susan í dag með því að halda niðri í sér andanum þannig að súrefnis mettun og púls er búin að vera í rugli en honum var hótað þannig að hann entist ekki lengi í því.
Jæja heyrumst seinna
Kveðja Sævör
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
26.3.2010 | 23:05
Mergjaður dagur í dag!
Já þetta er búinn að vera mergjaður dagur í dag Jón fékk nýja beinmerginn bleikan og fínan og búið að skilja rauðu blóðkornin frá. Jón strauk og klappaði pokanum með mergnum enda ánægður með hann,en okkur fannst frekar lítið í pokanum það voru ekki nema 70 ml. frekar nískulegt það, Þegar Valdimar fékk sinn merg voru það 1600 ml. enda voru blóðflögurnar saman við, en það er ekki magnið sem skiptir máli heldur gæðin.
Jón Þór kveikti á inn rennslinu rúmlega eitt með klappi og tilheyrandi fögnuði strjúkandi pokann og glaður enda tilefni til, dagur eitt að byrja með nýju upphafi.
Jón er að vanda forvitinn um alla hluti og vildi fá að vita hvort gjafinn væri karl eða kona og fékk hann að vita að gjafinn er karl og er í B blóðflokki hann vildi einnig fá að vita hve mikið magn af merg er í okkur og ætluðu hjúkkurnar að afla sér upplýsinga hjá læknunum því þær höfðu aldrei verið spurðar um það, vonandi fær hann svar við því.
Jón er búin að vera hátt uppi seinnipartinn hann er búin að vera í Wii tölvu í boxi við mömmu og tennis við pabba já það var bara engin leggingur í dag.
Heyrums seinna.
Kveðja nýji Jón, mamma og pabbi.
25.3.2010 | 21:16
Einn dagur til stefnu.
Hæ hæ.
Á morgun er dagurinn, við vorum að spyrja læknana um í hvaða blóðflokki gjafinn er og hann er B en Jón Þór er A þannig að það þarf að skilja rauðu blóðkornin frá hvítu því hann má ekki fá rauðu beint í sig. Það getur verið að blóðflokkurinn hjá Jóni breytist en ekki víst það verður fylgst með því ef hann skyldi þurfa blóðgjöf seinna meir í ferlinu.
Það er alltaf veisla hjá mér og Einari í dag var þriðji í hakki, já Einar er glaður segir að þetta sé bara eins og um borð í Þorvarði á morgun verður eldaður Þorskur sem veiddur var um borð í Þorvarði.
Heyrumst seinna.
Sævör og Einar.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.3.2010 | 22:54
Tveir dagar í merginn.
Hæ hæ
Já það eru tveir dagar í að nýi mergurinn renni inn hjá Jóni, hann er hress og ekkert að honum nema smá þreyta hann var að gera magaæfingar og armlyftur í rúminu í dag það er að segja eftir að hann fékk sér miðdegis og síðdegis blundinn. Set inn mynd af honm þar sem hann er að væla m að komaast út ú herberginu.
Ásgeir maður segir ekki svona og ég get rétt ímyndað með að þú lítir út eins og mafíósi með þessa mottu þína.
Já og Jóni langar í pakka eitthvað af heiman t.d. hraunmola og ef þið viljið fá mynd af ykkur upp á vegg þá verðið þið að senda mynd því það er búið að setja upp nokkrar myndir af heiman.
Jón Thor EINARSSON
CHILDRENS BONE MARROW TRANSPLANT UNIT
C/O WARD 23
NEWCASTLE GENERAL HOSPITAL
WESTGATE ROAD
NEWCATLE UPON TYNE
ENGLAND
Kveðja Sævör og Einar og Jón Þór og ..........
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar