23.3.2010 | 22:15
Þrír dagar í nýja merginn.
Hér genger allt vel Jón var bara þokkalega vakandi í dag og matarlistin aðeins komin aftur. Hann var nógu hress til að setja út á myndina af sér í mogganum. Það eru þrír dagar í merginn og allar blóðprufur eru að nálgst 0 punktinn. Jón þar ekki nema fjóra skammta af seinna niðurbrotslyfinu sem er yndislegt því þá fer mynna eitur í líkamann.
Við skelltum okkr í bæin að prenta út myndir til að líma upp á vegg hjá Jóni og versluðm okkur sængur , eina fólkið í Newcastle sem kaupir sæng í Mars, já það er að koma vor hér.
Gleymdi aðalatriðinu 1000 hluta puslið er búið og það var verið að klára að gera þrívíddar myndina.
Heyrumst seinna.
Skrítna myndin eru niðurstöður úr blóðprufum.
21.3.2010 | 22:40
Rólegur dagr í dag.
Í dag var bara rólegt yfir Jóni hann er búinn að sofa mest allan daginn, var að fá lyf í dag sem er fyrirbyggjandi meðferð vegna seinni hluta lyfjameðferðarinnar sem gerði hann dasaðan og frekar druggaðan. Á morgun hefst svo seinni partinn vonandi að allt gangi vel.
Heyrumst seinna.
p.s. set inn myndir af skrílnum sem var tekin áður en við fórum út.
20.3.2010 | 23:31
Hér er fínt að frétta.
Vinir og fjölskylda | Breytt 21.3.2010 kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.3.2010 | 22:33
Niður brotið byrjað.
Hæ hæ.
Fyrsti skammtur af niðurbrotinu er kominn inn og Jón er með þekkta aukaverkun þ.e. háan hita, kuldahroll og slappur það eru til lyf við þessum aukaverkunum og er hitinn að fara niður í rólegheitum.
Íris er dugleg að auglýsa tónleikana og hún var í viðtali á Rás 2 í morgun og það var líka talað við mig ég veit alla vegana að hún stóð sig vel og á heiður skilinn eins og allir sem hafa stutt við bakið á okkur og eru þeir nú ófáir bæði í Grundarfirði og Siglufirði.
Takk fyrir okkur.
Heyrumst seinna.
Kveðja Sævör.
17.3.2010 | 23:10
Jón er kominn í einangrun.
Hæ hæ
Jón þór er byrjaður í einangruninni og fyrirbyggjandi meðferð er í fullum gangi hann er búin að fá ógleðistillandi, sveppalyf og sýklalyf þannig að allt er komið á fullt. Hann er bara brattur og þokkalega undir þetta búin við erum búin að vera að tala við lækna í dag og það voru tekin 25 sýni af Jóni til að a.t.h. hvort hann hefði komið með einhverjar pöddur með sér.
Það er verið að skipleggja tónleika sem eiga að vera í Fíladelfíu þann 30 Mars hún Íris hans Sindra (bróðir Einars) er hugurinn og höndin á bak við þá. Þetta eru bæði minningatónleikar um hann Valdimar okkar og styrktartónleikar fyrir Jón Þór yfirskrift tónleikana er Samferða og allir sem koma að þessu gefa vinnu sína og viljum við þakka þeim fyrir. Ég set dagskrána inn á bloggið þegar hún er fullmótuð. Í fyrramálið kl.7.30 verður Íris á Rás 2 í viðtali hjá Margréti Einarsdóttur um tónleikana og strákana.
Heyrumst seinna kannski á Rás 2 í fyrramálið.
Kveðja Sævör
16.3.2010 | 14:41
Jon er komin med linu i sig.
Vid erum stodd i Apple bud og Jon leggst inn a morgun, hann fekk i sig lyfjalinu i gaer og gekk tad bara vel.
I kvold verdur farid ut ad bord Jon er buin ad panta pissu tvi maginn tolir ekki steik, eg hefdi nu frekar kosid steikina.
Heyrumst seinna
Kvedja Jon, Einar og Saevor
13.3.2010 | 11:40
Yndislegur dagur í gær.
Það var viðburðaríkur dagur í gær við skelltum okkur í Hólminn þ.e. ég, Jón Þór og Einar og hittum Sumarliða (til vonandi tengdapabba hans Jóhannesar) hann leifði Jóni að kafa og hafði fengið leifi til að vera í sundlauginni. Þvílík gleði ég set bara inn myndir því til staðfestingar því orðin lýsa ekki upplifuninni hjá Jóni.
Í gærkveldi fórum við á tónleika sem Snædís var að spila á, en hún er í Lúðrasveitinni, þemað var bíó tónlist og spiluðu margir góðir gestir líka með sveitinni og já þetta var frábær, ég fékk hroll þegar krakkarnir spiluðu hvert lagið á eftir öðru. Yndisleg upplifun.
Nú er bara að klára að pakka fyrir Newcastle því það verður flogið í fyrramálið ég ætla að vera duglegri að blogga þegar við komum út og munið að það er alltaf gaman að lesa fréttir og kveðjur frá ykkur.
Takk fyrir og heyrumst, set inn myndir í albúm.
Kveðja Sævör
9.3.2010 | 11:00
Það fer að koma að mergskiptunum.
Hæ hæ
Við förum út 14 mars með kallinn hann Jón Þór þannig að það fer að líða að mergskiptunum hjá honum.
Síðustu helgi var hann í borginni og kláraði að taka pungaprófið (skipstjórnarréttindi undir 12 m) hann skellti sér á BSH og let vökva sig til hressingar og galvaskur í prófið á laugardagsmorgni, hringdi síðan ánægður með sig eftir prófið og sagði að þetta væri í blóðinu á honum.
Hér framundan er heljar helgi árshátíð í Grunnskólanum og Lúðrasveitin er með tónleika kl. 20.00 á föstudagskvöld, það er mjög spennandi efni á dagskrá hjá þeim þ. e. Velkomin í Bíó kvikmyndatónlist.
Mig hlakkar til sjáumst sem flest.
Kveðja Sævör
23.2.2010 | 20:21
Góð helgi að baki.
Hæ hæ.
Við skemmtum okkur konunglega á Þorrablóti Karlakórsins það er alltaf gott að koma heim á Sigló. Einar og Jón Þór fóru á snjósleða með Árna á meðan mína ástkæru saumaklúbb systur heilsuð upp á mig heima hjá Gillu. Takk fyrir mig stelpur. Við kíktum á Gunnu Bínu og Lóu og Halla og Jón Þór eyddi laugardagskvöldinu heima hjá Jóu og Halla.
Já og það eru komnar dagsetningar við förum út 14 mars Jón Þór fær lyfjalínu í sig 15 mars og niðurbrotið byrjar þann 17 mars og síðan á nýi mergurinn að renna inn þann 26 mars.
Heyrums seinna
Kveðja Sævör
20.2.2010 | 13:39
Gekk vel í Newcastle erum á Sigló.
hæ hæ
Það gekk allt vel í Newcastle Jón Þór fékk góða skoðun og er talin vel undirbúinn fyrir mergskiptin. Það er komin dagsetning fyrir mergskiptin hann fær nýja merginn 26 mars og við förum út einhversstaðar í kringum 10 mars þannig nú fer að styttast í þetta.
Við erum á Sigló núna og það á að skella sér á þorrablótið hjá karla kórnum hér er snjór og það kom að því að við sæjum vetur. Árni Einar og Jón þór eru að fara á snjósleða og það verður saumó hittingur hjá Gillu, hlakka til að hitta selpurnar
Heyrums seinna.
Kveðja Sævör.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Fólk
- Eldarnir vestanhafs hafa áhrif á Óskarinn
- Lily Allen tekur geðheilsuna fram yfir hlaðvarpið
- Vill fá að heita Kanína
- Hrafnkatla og Floni hætt að fylgja hvort öðru á Instagram
- Vill að sjónvarpsstöðvar nýti peningana í annað
- Svala sýnir íbúum Los Angeles samhug
- Táraðist þegar hann sá rústirnar
- Gagnrýndur fyrir útlitsdýrkun á ögurstundu
- Fyrrum heimili Matthew Perry brann til kaldra kola
- Gamlar myndir kynda undir systkinastríð