10.9.2009 | 09:15
Hvert lítið skref er áfangi.
Valdimari er enn haldið sofandi, blóðþrystingurinn er enn að falla og er mjög óstöðugur lungun eru batnandi og verið er að skola út úr þvagblöðrunni ennþá. Hann er tengdur við nýrnavél allann sólarhringinn og ekki er hægt að sjá hvort nýrun séu að virka fyrr en hætt verður að skola út þvagblöðruna. Hann er baráttu jaxl sem er enn að berjast og við höldum fast í vonina.
Kveðja Sævör og Einar og takk fyrir stuðninginn
4.9.2009 | 13:44
Erfidir timar.
Hae hae
Tad eru bunir ad vera erfidir timar Valdimar kallinn turfti ad fara i langa svaefingu sem likaminn toldi ekki hann er nuna i nyrnavel og er haldid sofandi i ondunarvel tvi blodtristingurinn var alltaf ad falla. Tad gengur haegt og rolaega i retta att nuna tad er buid ad taka hann af naer ollum lyfjum sem norud voru til ad halda blodtrystingnum uppi og mun hann vakna haegt og rolega upp tvi nyrun eru ekki ad na ad hreinsa lyfin ur likamanum en morgum litlum skrefum hefur hann nad nuna og vonandi halda tau afram.
Kvedja fra barattujaxlinum Valda
4.9.2009 | 12:02
Valdi á gjörgæslu
27.8.2009 | 18:51
Það er allt að verða vitlaust.
Hæ hæ já hún Snædís okkar er 14 ára í dag mikið líður tíminn hratt og til hamingju með daginn elskan mín. Við vorum búinn að senda pakka frá Newcastel sem hún var voða ánægð með. Og Anna takk fyrir dömuna og þetta heljar afmælispartý.
Ég var á feisinu áðan og las þar að það hefðu verið mótmæli fyrir utan heilsugæsluna, einu fréttirnar af heiman sem ég hef lesið er að krabbameinsskoðunin hefur verið flutt til Ólafvíkur að sjálfsögðu hvarlaði ekki annað af mér en að það væri verið að mótmæla því, nei er ekki bara verið að mótmæla ICESAVE ekki datt mér það í hug.
Og Gilla Einar saup hveljur er hann las 22 gæsir, það láku tár, en bölvaði svo þegar áfram var haldið og sá að aðeins 2 höfðu fallið hann vildi nú meina að hann hefði séð þessa týndu hér.
Þegar ég les um þetta bláberjastríð hjá bræðrum mínum er það eina sem ég sé fyrir mér Óla Sigga berjabláan upp fyrir haus, já og Jói ég veit þú færð vatn í munnin eins og ég, mig langar svo í bláber.
Dagurinn í dag er bara búinn að vera fínn við fengum okkur góða göngu meðframm Tyne upp á tvo tíma Einar ítti Valdimari og ég lek Japanskan túrista eins og bretarnir segja, því við fengum lánaða lynsu hjá einni hjúkkunni það er honum Neal og ég tók myndir í gríð og erg.
Heyrumst seinna.
Kveðja Sævör,Einar og Valdimar.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.8.2009 | 11:42
Hér rignir bara
Við skelltum okkur í gönguferð öll þrjú í meira en klukkutíma í gær sem var bara hressandi Valdimar er í hjólastól þessu hrikalega skrapatóli og við ákváðum að rölta nður eina sæmilega brekku, það er ég vildi að Einar heldi sér í formi og ætlaist til þess að hann fengi æfingu þegar hann ýtti honum upp aftur en á leiðinni niður losnaði handfangið á stólnum og Valdimar byrjaði að rúlla á undan okkur við hér gamla settið fórum að sjálfsögðu að skellihlægja en honum var nú ekki eins skemmt vininum. Og kallinn er bara að verða svangur hann vildi fá sér epli í gær sem hann mátti og nartaði aðeins í það. Það er heill mánuður síðan hann borðaði eitthvað sem er ekki tiltökumál hjá Valda því hann hefur soltið í lengri tíma en það. Þetta er allt að koma.
Heyrumst seinna.
Kveðja Sævör
23.8.2009 | 12:17
Túristarnir.
Hæ hæ við áttum yndælann dag í gær skelltum okkur í bæinn og upplifðum túrista stemningu fórum með útsýnis strætó sáum margar og merkilegar byggingar. Það eru mikið af söfnum hér nýlistasafn, sögusafn, listagallerí og margt að sjá falleg borg, það er mjög gaman að fara niður að Tyne setjast það með glas af víni, bjór eða bara vatn og fylgjast með mannlífinu við fóru og fengum okkur að borða á La Taske sem er tapast veitingastaður við bakka Tyne mjög góður matur og nutum við þess út í ystu æsar bæði tvö að digla okkur í rólegheitum.
Valdimar er bara góður enginn hiti verið í sólarhring og það eina sem er komið út úr petscanninu er að hann er enn með gallsteinana og einn þeirra er á leið niður og ætti ekki að vera til ama nema hann fái brisbólgu en það á að ráðfærast við meltingasérfrðinginn sem við hittum hér í vetur.
Já og jói við fengum hér kennslu í Newcasle málýrsku og ég veit ég er sæt og góð og Einar er skítugur og ætti að fara á klóið það eru mörg orð í málýskunni sem eru ekki ósvipuð íslenskunni eins og barn merkir sama en er skrifað öðruvísi og við segjum orðið takk en þeir segja ta.
Heyrumst seinna.
Kveðja Sævör, Einar og Valdimar
P.S. setjum inn myndir frá kósí deginum okkar.
21.8.2009 | 20:58
Sumir dagar.
Hæ hæ þetta er búinn að vera meiri dagurinn Einar fann ekki veskið sitt hélt að hann hefði gleimt því í íbúðinni fór þangað og tékkaði, við vorum búin að leita hér á spítalanum ég fór í íbúðina til að tékka aftur því eins og við vitum allar stelpur, þá finna þeir sjaldan hlutina, nei ekki var neitt þar þannig að ég hrindi til að láta loka kortum og þannig. Ég var mikið hugsi og þurfti að skreppa á pisseríið labbað út úr íbúðinni tvö skref og ding dong ég hafði læst mig úti. Sem betur fér var ég í skóm þannig að það var rölt á spítalann til að ná í auka lykil og kíkti inn á stofu hjá Valda í leiðinni þá var verið að taka húðsýni hjá honum til rannsóknar því hann versnar bara og útbrotinn dreifast um líkamann. Svo kíktum við betur eftir veskinu inn á stofunni, já það hafði dottið á milli þegar Einar settist í kósí stólinn hans Valda. Hjúkket mikið vorum við fegin og mín hringdi aftur í bankann til að láta opna allt draslið aftur.
Og settið er að hugsa um að skella sér í skoðunarferð um borgina á morgun láta eins og túristar og setjast niður við ánna Tyne og fá okkur einn öl og glas af rauðvíni. Hlakka til.
Takk fyrir myndirnar Kolla gaman af þeim, þær eru komnar upp á vegg ásamt myndunum sem Sindri og Iris sendu það er enn nóg pláss.
Heyrumst seinna.
Kveðja Sævör, Einar og Valdimar
20.8.2009 | 17:54
Annasamur dagur.
Heyrumst seinna.
Kveðja Sævör Einar og Valdimar.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.8.2009 | 18:00
Brjálað að gera, út að labba.
Hæ hæ já hér er brjálað að gera fengum að vita seinnipartinn að þegar þessir blessaðir neutrafílar eru yrir 2 má kíkja í göngu (hann er 2,5) en hann þarf að vera hitalaus.Og Valdi hefur ekki fengið hita topp í dag þannig að við vorum að koma úr þessari fínu göngu. Þið getið ýmindað ykkur hvað hann var glaður enda búinn að vera lokaður inni síðan 19 júlí, já í heilann mánuð.
Fleyri fréttir á morgun.
Kveðja Sævör, Einar og Valdimar.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
19.8.2009 | 14:16
Kallinn skellti sér í föt.
Hæ hæ það er rólegt yfir okkur hér í Newcastle Valdimar er enn með þennann ólánshita og það var fundað í gær, doktorarnir komust að þeirri niðurstöðu að hitinn væri ekki út af húðinni á honum en það á samt að koma hér húðsjúkdómalæknir og kíkja á hann doktorarnir vita ekki afhverju hitinn er en Valdi á að fara aftur í Petscan á morgun sem er nákvæmara tæki en segulómun það á að skanna allan líkamann og leita eftir orsökum fyrir hitanum. Annars er kallinn þokkalegur verkjalaus, blóðprufur í góðu lagi og er byrjaður að hreifa sig innan þessa 20 fermetra hann skellti sér í bol og stuttbuxsur í tilefni dagsins og líka svo hann verði nú ekki kallaður nakti Íslendingurinn þegar hjúkkurnar minnanst hans í frammtíðinni.
Það er skrítið að vera ekki heima á tímamótum hans Jóns Þórs núna þegar hann er að byrja í frammhaldsskóla en ég veit að hann á eftir að plumma sig. Það er bara eitt barn eftir í grunnskóla, man þá tíð þegar þau voru fimm og dagurinn dugði varla þegar foreldrafundir voru enda þegar ég var í Sparisjóðnum sagði Maggi alltaf Sævör þarftu ekki frí í dag, hahahaha.
Heyrumat seinna.
Kveðja Sævör, Einar og Valdimar
P.S. munið að kvitta eitthvað skemmtilegt og leiðinlegt við höfum gaman að öllu sama hvað er bara eitthvað af heiman.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar