Kallinn vill bara kúra.

Hæ hæ Valdimar vill bara sofa og sofa hann er enn með hita sem læknarnir eru ekki sáttir við hann fór í ómun á kviðarholi í dag en ekkert sást óeðlilegt einnig fór hann í röntgen en erum ekki búin að fá niðurstöður úr því að það er ekki búið að tala við okkur hefur ekkert komið þar í ljós heldur. Vonandi fer kallinn að hressast því blóðprufurnar eru fínar og hvítu blóðkornin að fjölga sér og flögurnar og fílarnir líka.
Annars er bara rólegt yfir okkur, Einar er að vera búinn að lesa allar bækurnar sem við tókum með okkur út þannig að við förum að panta bækur bráðum líka.Ég er alltaf á netinu má ekki vera að því að lesa enda ekki viðræðu hæf þegar ég byrja.

Heyrums seinna kveðja frá Newcastle.
Sævör, Einar og Valdi heiti


15 dagar.

Halló halló það eru 15 dagar síðan Valdimar fékk nýja merginn enn er allt rólegt hjá honum (nýja mergnum) blóðbrufur eru bara ágætar en Valdimar er búinn að vera með hita síðustu þrjá daga og er mjög slappur. Einangrunin er farin að segja til sín hann er búinn að fá nóg að henni en dregur djúpt inn andann og sættir sig við hana innan þeirra marka sem það er hægt. Það er búið ar vera þungskýjað í dag með smá rigningu held að veðrið lýsi ágætlega okkur hér.

Frétti af heiman að tónleikarnir hjá Nögl hefðu verið góðir bíð eftir disknum til að heyra frá þeim, er viss um að Sigurlín og Jóhannes hafi það gott í Orlando ættu að vera komin þangað og farin að dingla sér.Byðjum að heilsa ykkur öllum og takk fyrir kveðjurnar.

Valdimar með réttu klukkuna

Heyrumst seinna.

Kveðja Sævör, Einar og Valdimar.

P.S. Einar fann þessa forlátu klukku á hálfviði í sportvörubúð og vildi tryggja það að þeir feðgar væru með rétt tímatal svona í upphafi tímabilssins.


Diskurinn kominn frá NÖGL.

Hæ hæ. Hér er þokkalegt að frétta Valdimar er búin að vera með hita í nótt og í dag, það er búið að auka sveppa og sýklalyf við hann þannig að vonandi lækkar hitinn og hann verði fínn, blóðprufurnar voru nefnilega mjög þokkalegar í morgun.Hann er að reyna vð smá æfingar ekki mikið í okkar augum en helling fyrir hann því BYSSURNAR eru helaumar segir hann eftir allar blóðþrystings mælingarnar. Í fyrramálið kemur hér consúll og ætlað að spjalla við okkur hann talar íslensku það verður ágætt að hitta einhven sem talar mannamál vitum ekki hvort hann sé íslenskur segi ykkur frá því á morgun.Sindri og Íris takk fyrir myndirnar en hvar var lesmálið myndirnar komu í gær.

Fyrsti geiladiskur sem NÖGL gefur út

Í leiðinni vill ég láta ykkur vita aðfyrsti geisladiskur með

NÖGL / I proudle present 

er kominn í hús og ber nafnið I proudle present þeir eru að fara til Bandaríkjanna á föstudagsmorgun og eiga að spila á einhverjum búllum í Orlando Það verður hlustunar party á Bar 11kl. 21.00  í kvöld þeir ætla að spila órafmagnað. Mætið á staðinn og kaupið ykkur geisladisk með eiginhandaráritun áður en þeir verða heimsfrægir.

 

Heyrumst seinna.

Kveðja Sævör, Einar og Valdimar.


Gleði fréttir Valdimar er ekki lengur með CGD

Hæ hæ.

Já það kom niðurstaða úr blóðrannsókninni í gærkveldi og Valdimar er ekki lengur með CGD hvítu blóðkornin virka eðlilega og nú er bara að bíða eftir að nýji mergurinn fari að dafna. Valdimar langaði að dansa af gleði en gat það ekki og þurfti þess reyndar ekki því hann hristist allur af skjálftanum. Þessar fréttir eru frábærar, dásamlegar og öll orð sem lísa gleði og hamingju.

Valdimar er búin að vera þokkalegur í dag en mjög þreyttur hann er alltaf að fá snakk og flögur segir pabbi hans þ.e. blóðflögur. Ég og Einar skelltum okkur í bæinn að kaupa afmælisgjöf handa dömunni hún fer í póst á morgun Snædís.

Svo er hérna smá leiðrétting handa stúlkunum á BSH Einar og Valdimar eru miður sín Einar vegna þess að þær halda að hann hafi sagt að þær væru gamlar og Valdimar vegna þess að hann ber ábyrgð á því að Jón Þór lá aleinn inni á allri skurðdeildinni og engar hjúkkur þeim meginn en hann vill ekki taka orð sín til baka, þið eruð þroskaðar en alveg yndislegar og segir Valdimar.

Heyrumst seinna.

Kveðja Valdimar, Sævör og Einar 


Kannski.

hæ hæ. já í morgun voru spennandi fréttir það sem veldur sjúkdómnum CGD er að einhverjir neutrofilar í blóðinu eru ekki að virka rétt og nú eru þeir byrjaðir að fjölga sér þannig að Dr. Mary Slatter lét senda blóðprufu til að athuga virknina í þeim ef virknin er eðlileg er Valdimar ekki lengur með Chronic Granulomatous Disease – CGD. þetta kemur í ljós í kvöld eða á morgun.
Annars er hann bara þokkalega hress búið að taka þvaglegginn og byrjaður að fá næringu í gegnum sonduna aftur. Hann fekk þennan notalega stól í gær og er bara duglegur að fara frammúr og setjast í hann, en það er svo mikill skjálfti í honum að hann getur ekki haldið á glasi sjálfur en skjálftinn fer vonandi fljótlega.
Og Jón Þór minn láttu þér batna og gerðu stelpurnar ekki brjálaðar á þér þarna í borginni elska ykkur ungarnir mínir. Kveðja mamma

Heyrumst seinna.
Kveðja Sævör, Valdimar og Einar


Níu dagar.

Hæ hæ já það eru 9 dagar síðan Valdimar fékk merginn og í gær var byrjað að gefa honum lyf sem á að hjálpa mergnum að taka við sér og fara að dafna, vonandi gengur það vel það ætti eitthvað að fara að ské á næstu dögum læt ykkur vita um leið og einhverjar breytingar sjást í blóðinu.
Annars er bara allt fínt að frétta af okkur hér. Valdimar er miklu hressari en mjög þreyttur og lúrir mikið. Ég og Einar fengum okkur smá göngu sem endaði í þremur klukkutímum því það átti að sýna honum stórmarkaðinn sem ég fór í um daginn en rataði ekki rétta leið, við fundum að sjálfsögðu ekki sjoppuna en fengum bara góðann göngutúr í staðinn.

Heyrumst seinna.
Kveðja Sævör, Valdimar og Einar.

Allt af.

Hæ hæ já í gær fór Valdi í klippingu hjá Paulu og hann bað um allt af enda var hárið farið að falla all hressilega, hann er mjög líkur bróður sínum og frændum það er Sævarði,  Sindra og Varða með hátt enni og fjall myndarlegur. Einar sér framm á stór gróða að geta selt þeim fjórum afleggjara Tounge Við vorum að tala um hvað Valdimar er heppinn að vera ekki með einn einasta skurð á höfðinu og sem betur fer er Jóhannes Fannar ekki í þessum sporum því barnavernarnefnd myndi veita okkur tiltal vegna fjölda skurða á höfðinu  á honum þar á meðal eitt eftir Valda.  Valdimari fannst yfir sig gengið er þeir bræður voru að rífast og rétti hlut sinn með hallamáli, það hallaði á Jóhannes og þurfti að sauma nokkur spor í hann.

Annars er Valdimar bara þokkalega hress og líður bara vel með nýju klippinguna. Hér á bæ er sálfræðingur sem kemur hér reglulega og er áhugamanneskja um krikket hún ætlað að kenna Valda reglurnar svo hann nái að skilja um hvað leikurinn gengur út á.

Heyrumst seinna.

Kveðja Sævör, Einar og Valdimar. 


Hann á afmæli í dag hann Valdi hann er 18 í dag.

Hæ hæ

já þá er dagurinn runnin upp Valdimar er orðin 18 ára stór áfangi það kominn í fullorðinnamanna tölu, hann hefði viljað eiða deginum öðruvísi en kastandi upp og dormandi en ég held hann hefði ekki viljað skipta því viljinn um betra líf er sterkur.Hér er búið að vera pakkaflóð og þegar hann náði að opna bæði augun "reðist" hann á pakkann frá okkur og opnaði hann það lyftist önnur brúnin þegar hann sá hvað var í honum Playstation 3 og á kortinu stóð elskum þig Valdi frá mömmu, pabba, systkinum, fjölskyldu, Grundfirðingum og Siglfirðingum.Hún Paula leikjasérfræðingurinn kom með pakka frá sér og annan frá starfsfólkinu í hennar pakka var þessi forláta Newcatle treyja handa kallinum og í pakkanum frá starfsfólkinu voru lyklakippa og drykkjar kanna merkt Newcastle þetta kítlaði hláturtaugarnar í honum því það heiðrist smá huhuhu, ekki það að það væri farið framm á að han gerðist aðdáandi Newcastle heldur bara til mynningar um veru hans í borginni. Það eru að berast fleiri gjafir tvær ungar hjúkkur Lísa og Leanne færðu Valda DVD og svo kom ein hér lífsreind eldi hjúkka Wendy og færði honum bjór frá borginni og bjórglas það vissi engini að áfengis aldurinn á Íslandi væri 20 ára.

Allar blóðprufur eru á betri vegi brisbólgan og CRP komið í 26 og allt hitt í 0 sem það á að vera þar til nýji mergurinn er sestur í beinin hanns og farinn að taka við sér. Við erum að spá í að fá okkur límrúllu eins og við notum á Gosa til að hreinsa hárinn því koddinn hans Valda er kafloðinn og hárin detta hratt af en það er bara gott þá svitnar hann ekki eins mikið. 

Valdimar segir: My dearest HeartHildur innilegar hamingjuóskir á afmælisdaginn Wizardokkar.

Heyrumst seinna.Kveðja Sævör, Einar og afmælisbarnið.


Í stórmarkaðinn.

Hæ hæ já mín fór í stórmarkað í dag nágranni okkar hann Kregg bauð mér með sér, hann og kona hans eru hér með 16 mán. dreng sem var í mergskiptum þau eru frá Edinborg, þetta er matvöru verslun með allt milli hinins og jarðar nema SS pylsur og íslenskt lambakjöt. Hann rúntaði aðeins með mig og sýndi mér bókasafn og fleira svo er bara að læra á strætó, það kemur með tímanum.

Annars er Valdi búinn að vera þokkalegur hann svaf ágætlega í nótt enda var ég hjá honum hann er alltaf að hugsa vel um mömmu þessi elska, það er búið að minnka súrefnið og hann fær það bara þegar hann sofnar djúft. Blóðprufurnar komu vél út brisbólgan á undanhaldi Amylasin 98 þannig að líkamlega er hann þokkalegur.

Heyrumst seinna.
Kveðja Sævör Einar og Valdimar


Bæjar rölt með dauðþreyttann kall.

Hæ hæ dagurinn í dag var rólegur hjá mér og Einari við skelltum okkur í bæinn að versla afmælisgjöf handa kappanum, þið fáið ekki að vita hvað það var strax, já svona enga forvitni!
Einar var nú ósofinn því hann var hjá Valda síðustu nótt og það var víst enginn svefn því hann er að metta (súrefni) svo ílla og fell sífellt niður. Hann er kominn með brisbólgu og má því hvorki drekka né borða til að laga bólguna og líka að fá hann til að hætta að kasta upp sem æsir upp bólguna, öllum magavökva er dælt upp úr honum. Kallinn er aðeins að ranka við sér og svolítið skírari í dag svo ég held að þetta fari nú að koma. Það kemur í ljós eftir svona tvær vikur til eða frá hvort mergurinn sé að taka við sér en á meðan munu vera upp og niður dagar. Hann er búinn að vera svo slappur að einangruninn er ekki farinn að segja til sín. Vonandi fer hann að hressast svo hann geti gert sér eitthvað til dægrastittingar.

Heyrumst seinna.
Kveðja Sævör.

P.S. Held að ég geti fengið vinnu sem læknaritari eftir þetta allt samann.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Sævör Þorvarðardóttir
Sævör Þorvarðardóttir
Mamma ætlar að halda þessu bloggi úti á meðan við bræðurnir erum í undirbúning fyrir væntanleg beinmergsskipti sem nunu vera gerð í Newcatle á Englandi. Kveðja Valdimar og Jón Þór
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband