Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Jón með útivist.

Hæ hæ.img_6329.jpg

Það er útivistardagur hjá Jóni. Hann er með leyfi á daginn en þarf að vera inni í vökvun á nóttunni, sjá til hvernig þetta gengur í einhverja daga, hvort hann drekki ekki og borði nóg til að nýrun nái að hreinsa sig. Það er verið að minnka lyfin jafn og þétt og allt fer þetta eftir því hvernig blóðprufurnar eru.  

Við skelltum okkur að kjósa í gær hjá konsúlnum honum Clive og atkvæðin eru komin í póst, vonandi skila þau sér.img_6321.jpg Fórum síðan í bæinn að versla spíttbát fyrir Jón og Einar fékk að sjálfsögðu líka einn lítinn. Í dag var arkað niður að tjörninni í Skírisskógi ( Paddy Fremann park ) og bátarnir tilkeyrðir. Jón er himinlyfandi yfir sinum en Einar pínu súr hans bátur er svo lítill og fer mjög hægt.

Jæja best að fara að elda handa Jóni hann hefur ekkert borðað í viku ( nema kleinur frá Sjöfn og Óla Sigga ) og vonandi tínist eitthvað í hann.

Daníel minn ég vona að Ásdís amma hafi ekki haft slæm áhrif á þig með orðbragðinu, en hún hefur tekið upp á þessu á gamalsaldri að skrifast á við kallinn í tunglin og blóta eins og argasti sjóari. 

Heyrumst seinna.

Sævör, Einar með litla bátinn og nýi Jón með hraðskreiða bátinn.

Jói kominn og farinn.

Hæ hæ.img_6312.jpg

Það var yndislegt að fá Jóa í heimsókn. Hann kom upp á spítala til Jóns og okkar, Jón var nú ekki sérlega ánægður með hann því taskan með kleinunum varð eftir í Amsterdam og engar kleinur. Um kvöldið fórum við út að borða á þennan fína Tapas stað nammi nammi nammmmmmmmmm. Hann bróðir minn kom og spillti okkur og dró okkur út á lífið, við röltum um bæinn og þvílík mannmergð, bærinn var fullur að fólki úti á lífinu enda laugardagskvöld. Hetjurnar mínar og gallvösku sjómennirnir gláptu eins og lúðar og skulfu úr kulda við að horfa á stelpurnar hér, því þær voru flest allar klæddar í stutta kjóla eða pils, berleggjaðar í pinnahælum upp á 12 cm. Ég endaði með blöðrubólgu og var samt kappklædd. Alla veganna komumst við að því að ef þig langar út á lífið þá er fíntað gera það hér, svo er verið að tala um Reykjavík og unga fólkið heima. Daginn eftir með glær augu og höfuðverk fórum við til Jóns og sögðum honum af okkar bæjar rölti, hann ætlar í bæinn áður en við förum heim.Jói fór um miðjan dag með leigubíl til Hull, bílstjórinn kom með töskuna með kleinunum og bókunum sem hann vildi skila. Kleinurnar voru hálf étnar, vantaði einn poka og bókin sem Einar átti að fá frá Sólrúnu hafði hann stolið, við vitum ekki en hvaða bók þetta var. En kleinurnar fara vel í Jón enda það eina sem hann hefur borðað í viku.img_6313.jpg

Jón er enn á spítalanum og verður það í einhverja daga, hann getur ekki borðað og drukkið og er að kasta upp. Nýrna starfsemin er smá að jafna sig en hann er slappur, með verki í kviðnum og prufurnar eru í rugli, Neutrofílarnir og allt hrundi niður þegar nýrun voru ekki að hreinsa sig nógu vel. Þetta er allt keðjuverkandi, lyfin hafa áhrif á nýrun og nýrun áhrif á kviðinn og matarlystina. Vonandi nær hann sér upp fljótlega.

Já og það hlýst nú eitthvað gott af þessu gosi við náum að kjósa því konsúllinn kemst ekki í frí til Spánar. það er að segja ef það verður flogið heim og kjörseðlarnir verða komnir á morgun. Sjáum til.  

Heyrumst seinna.

Kveðja Sævör 


Við fáum heimsókn í dag.

Hæ hæ.

Jón er inni á spítalanum, hann var búin að vera að kasta upp, með verki í maganum og nærðist ekki nóg. Blóðprufur voru ekki góðar, þ.e. nýrna starfsemin var komin upp úr öllu valdi, en eftir að hann fekk vökva lagaðist það og allt er á réttri leið. Hann verður allaavegana yfir helgina inni eða þangað til hann getur faið að borða og nærast.

Við erum mjög spennt hérna Jói bróðir er að koma í heimsókn, það verður yndislegt að hitta einhvern að heiman. Hann ætlað að koma með kleinur frá henni Sjöbbu okkar handa honum Jóni. Það verður gerð undanþága, hann fær að borða kleinur þótt þær seu ekki bakaðar í dag, er viss um að matarlystin kemur með kleinunm frá þér Sjöfn mín.

Við erum búin að horfa á blúndubrókina, þetta var alveg meiriháttar hjá ykkur og ég hafði mikið gaman af. Snædís þú stóðst þig frábærlega, vildi að ég hefði verið á sjálfri sýningunni.

Hér er sumarblíða og sólin skín, held að sumarið sé komið.

Heyrumst seinna .

Kveðja Sævör.


Rólegt, rólegt og vantar sól.

Hæ hæ.

Hér er allt í þokkalegu lagi, Jón er reyndar slappur með verki í kviðnum og er að kast upp. Hann fór í ómun í dag sem kom vel út. Hann heldur að Brisið sé að angra sig. Fáum út úr prufunum á morgun þegar hann mætir á hælið. Já reyndar er komin sýking í línuna hjá honum og hann fær sýklalyf á hverjum degi núna við mætum annan hvern dag en hina dagana kemur heimahjúkrun og gefur honum lyfið.

Við erum bara í rólegheitum hér í kofanum og lesum og lesum og lesum. Gönguferð flesta daga en þær eru stuttar núna. reyndar fór ég í bæinn í klippingu og alles, lít bara þokkalega út og er sæmileg til fara.

Okkur langar í slúður af heiman setji inn línur. Þarf ekki að vera merkilegt, það voru engar fréttir af gosinu í blöðunum bara af glæpamönnunum.

Heyrumst seinna.

Kveðja Sævör.


Nýji Jón 40 daga gamall.

Hæ hæ.

Við erum komin heim í kofann( half way house) Jón var uppi á spítala að fá lyf og við fengum niðurstöður úr síðustu blóðprufum. Allar prufur fínar Neutrofílarnir komnirí 2.40 eru að flakka svolítið sem er eðlilegt og T sellur komnar í 11 og B sellur í 15 held að T eigi að vera 200. T er sellurnar sem berjast á móti bakteríusýkingum og B á móti veirusýkingum Ég vona að þið skiljið þetta hjá mér en þessar tölur eru það sem skiptir okkur máli í dag og næstu daga þangað til við komumst heim.

Ég var í viðtali í morgun útvarpinu á Rás 2 í morgun og talaði þar við Margréti, svolítið stressuð en held að flest sem ég vildi segja hafi komist til skila, vonandi. Já og við erum búin að horfa á tónleikana þeir voru frábærir og Íris á heiður skilinn fyrir alla þessa fyrirhöfn í kringum okkur. Eina sem var er að Valdimar fæddist á Siglufirð og var mjög stoltur af því.

Jói bróðir hringdi í morgun með upplýsingar um framboðslystanna heima en það virðist að enginn sem við tölum við viti hvaða dag á að kjósa það getur kannski einhver upplýst okkur um það.

 

Valdi og Hildur

Ekki má gleyma henni hjúkku, við erum búin að nefna gimbrina sem hún bar og heitir hún Hildur. Svona til glöggvunar er hjúkka rollan hans Valda sem hann á í sveitinni og mun alltaf vera rollan hans Valda. Þar sem við erum búin að borða Luther verður fínt að narta í hana Hildi í haust. Ha ha ha ha.

Heyrumst seinna.

Kveðja Sævör og kallarnir mínir. 


Dýrleg helgi að baki.

Hæ hæ.

Nú erum við búin að koma okkur fyrir í húsin, það er notalegt að þurfa ekki að fara upp á spítala á hverjum degi  og Jón er glaður með betri nettengingu ( Donglið okkar ) það er netpunginn. 

Við erum búin að hafa það bara huggulegt um helgina, hangsa og lesa, jón á netinu og gönguferð farin á hverjum degi. Tóku langa gönguferð í dag, villtumst aðeins eða réttarasagt vissum ekkert hvert við vorum að fara en komumst á leiðarenda fyrir rest, Jón aumur og sárfættur er á leið í fótabað.

Í dag kom heimahjúkrun og gaf Jóni lyf og tók blóðprufur, sem komu vel út. Á morgun förum við upp á spítala og hittum lækna og sjáum hvort allar tölur séu ekki á uppleið, á ekki von á öðru.

Jón er hress og matarlystin er í fínu lagi, mamma eldar ofan í kútinn sinn. Í gær fékk hann nautasteik reyndar steikta eins og skósóla "má ekki fá annað"en samt sáttur við það. Þetta eru tóm útgjöld hann er að verða eins og hít hann JÉTUR svo mikið, við sem erum búin að vera að reka ofan í hann mat ætli við þurfum ekki að fara að stoppa hann af svo hann verði ekki of feitur þessi elska.

Jæja heyrumst seinna og blogga aftur á morgun með fréttir af gangi mergssins.

settum loks inn myndir í albúm 2010. með þökk frábæru tölvunni hans jóns

Kveðja Sævör, Einar og Jón. 

 


Half way Hose á morgun föstudag.

Hæ hæ.img_6261.jpg

Nú á endanlega loksins að sparka Jóni út við fórum að skoða húsið sem við eigum að vera í þetta er fínasta hús með fjórum herbergjum og alles nóg pláss ef þið viljið koma í heimsókn. Jóni hlakkar til að sleppa út af spítalanum en við þurfum að fara þrisvar í viku því hann er enn að fá sveppalyf í æð. og kallinn þarf að vera duglegri að drekka og borða þá verður bara stutt í að við komum heim þrjár til sex vikur ef ekkert kemur uppá. Hér hrúgast inn pakkarnir einn frá Sindara með disknum frá tónleiknum ætlum að horfa á þá annað kvöld ef orkaverður eftir og annar frá Þýskalandi Hafdís sendi Jóni Dóru Konna snákaspil, við erum búin að prufa það "rosa gaman" já og skömmin þín Jón er ekki nema sextán ára og þú sendir honum BJÓR! hann var ánægður með hann af því hann mun gera hann sexy og sterkann stendur allaveganaá flöskunni. Ætla reyna að setja inn heilar myndir núna.

Heyrumst seinna 

Kveðja Sævör.


Nýji Jón er 33 daga gamall.

Hæ hæ.

Hér eru aldeilis fréttir það á að sparka Jóni út og við erum á leið í half way house á fimmtudag.

Jón er  hress og kátur með sparkið út af deildinni og guðslyfandi fegin að þurfa ekki að fara inn á aðra deild því allar blóðprufur eru á uppleið og hann að myndast við að borða ( hann hefur nú svo sem aldrei verið neitt átvagl og eiginlega hálfgerð ættarskömm einn af þessum mjóa Varða ) já svo er bara að láta vikurnar líða í gönguferðum og hugguleg heitum. Hann skal sko fá að labba við verðum í íbúð nærri bænum og þar er stutt í  garða hér í borginni. Mér finnst Newcastle mjög falleg og skemmtileg borg hér eru mikið af grænum svæðum og görðum  að ganga niður að Tyneside (ánni ) meðfram kastalveggnum, kína bærinn og svo eigum við eftir að fara niður að strönd, allir segja að þar sé mjög falleg, fiskmarkaðurinn og hafnasvæðið, já ég mæli með ferð til Newcastle.

Það er að tínast inn pakkarnir einn frá ömmu sem var settur í póst fyrir gos og annar frá Sævarði, Jóni fannst hann ekkert merkilegur bara bækur og landakort ekkert til að maula eða neitt spennandi. En takk fyrir okkur og það er alltaf gaman að lesa kveðjurnar og athugasemdirnar. Ætla að setja inn myndir af vorinu hér í Newcastle.

Heyrumst seinna.

Kveðja Sævör, Einar og Jón Þór.

Man ekki númer hvað dagur er veit að 6 vikur eru komnar.

Hæ hæ.

Hér er allt fínt að frétta, hlutirnir ganga hægt og rólega neutrofílarnir eru á uppleið en núna vantar að einhverjar aðrar fílur hækki sig upp Limfosytarnir eru á niðurleið, það eru þeir sem vinna á veirusýkingum. Fórum í þokkalega gönguferð í dag, Jón var bara þreyttur eftir hana og lagði sig vaknaði frekar grömpi og reif úr sér sonduna, hann er búin að vera aumur í hálsinum síðan hann fór í magaspeglunina svo að hann fær tækifæri á morgun til að reyna að næra sig sjálfur.

Hér spilum við ruslakall eins og vitleysingar við erum orðin svo góð í honum að ég held við vinnum næsta heimsmeistaramót. 

Heyrumst seinna.

Kveðja Sævör.

Góðar fréttir.

Hæ hæ

Héðan eu bara góðar fréttir netrofílarnir farnir að mjakast upp aftur eftir að vera eins í þrjá daga og niðurstöðr komnar úr speglunnni og sýnatökunni ÞAÐ ER ENGIN HÖFNUN Í GANGI já þvílíkur lettir og frábærar frettir það.

Jón er brattur að vanda skelltum okkur í langa gönguferð í gær alveg niður að ánni Tyne það var mikið mannlíf í bænum allir Newcastel aðdáendur á leið á völlinn til að taka á móti bikarnumvið  sáum bari þar sem ég er viss um að þeir vor ekki áður. Allavegana var gönguferðin góð og líka þetta fína veður og sól, ég held að sumarið sé komið hjá okku.

Setti inn nokkrar myndir í albúm 2010.

Takk fyrir allar kveðjrnar alltaf gaman að lesa þær. Já má ekki gleyma þessu .

Til hamingju með fermingardaginn Sæþór minn og þú manst hvað við töluðum um eigðu góðan dag.  Frá uppáhalds bestu og skemmtilegstu og yndislegustu frænku þinni.      Sævör 

Heyrumst seinna.

Sævör


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Sævör Þorvarðardóttir
Sævör Þorvarðardóttir
Mamma ætlar að halda þessu bloggi úti á meðan við bræðurnir erum í undirbúning fyrir væntanleg beinmergsskipti sem nunu vera gerð í Newcatle á Englandi. Kveðja Valdimar og Jón Þór
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband