Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
22.4.2010 | 21:00
Gleðilegt sumar til ykkar allra.
Hæ hæ.
Það var nú engin skrúðganga hjá okkur í dag Jón hafði ekki orku til að fara út og svaf meira og minna, en við Einar örkuðum í bæinn að kaupa handa honum sumargjöf. Við röltum inn í þetta fína sund og fundum þar sjoppu með hinu og þessu, keyptum nunnu gotsilla, sparibauk fyrir þá sem vilja verða milljónamæringar og dauðamynntur síðan fórum við í pundbúð og versluðum margt nytsamlegt eða þannig já Jón vildi láta koma sér á óvart held að okkur hafi takist það með fjölbreytninni.
Gönguferðin í fyrradag var gleðileg fyrir Jón skrýtin tilfinning að koma út eftir fimmvikur sagði hann.
Gærdagurinn var nú ekki skemmtilegur Jón þurfti að fara á annan spítala (RVI) til að fara í maga og ristilspeglun, hann er búin að vera með slæman niðurgang sem læknarnir halda að sé höfnun, það er mergurinn er að hafna meltingarveginum vegna þess að Jón er búin að fá svo oft sýkingu þar. Það tekur einhvern tíma að fá niðurstöður, ef það er raunin að þetta sé höfnun merkir það ekki að það sé eitthvað óyfirstíganlegt heldur þarf hann að fara á stera og meiri ónæmisbælingu og lengir tíma okkar hér úti vonandi verða niðurstöður Jóni í hag.
Hér á deildinni eru allir fegnir að flugið sé byrjað aftur því það þurfti að hætta við niðurbrot hjá einu barni því mergurinn átti að koma frá Ísrael og ný börn komu ekki inn, en allt er komið í gang aftur og vonandi gengur allt upp hjá þeim sem eru að byrja í niðurbroti núna.
Já og Jón borðar enn bara ristað brauð og drekkur eplasafa, reyndar smá tilbreitni frá því hann var 6 ára og var á FSA hann drekkur vatn líka.
Heyrumst seinna.
Kveðja Sævör20.4.2010 | 10:54
100% Nýji Jón dagur 25
Hæ hæ
Það eru bara góðar fréttir frá okkur hér í Newcastle, Neutrofílarnir eru með 100% virkni þannig að mergur gjafans er að virka í Jóni og það verður seinna staðfest með DNA prófi. Þannig að Jón er ekki lengur með Chronic Granulomatous Disease CGD. yndislegar fréttir og þökk sé læknavísindunum. Fleiri góðar fréttir Neutrofílarnir eru komnir í 1.54 og einangruninni er breitt í fjólubláa þannig að það verður gönguferð úti í dag og kallinn fær að anda að sér fersku lofti vel varinn með grímu fyrir vitunum sólarvörn á öllum berum blettum, sólgleraugu og derhúfu eða húfu, það er kalt en sólin skín og dagurinn á bara eftir að vera góður.
Heyrumst seinna.
Kveðja Sævör
Set inn myndir í kvöld af Jóni í gönguferð.Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
18.4.2010 | 21:47
Dagur 21.
Hjá okkur er búin að vera rólegur dagur í dag, rigning og leti. Jón er bara kátur eða þannig, eins og hægt er að vera innilokaður með gamla settinu. Mergurinn dafnar vel og Neutrofílarnir eru komnir í 0,64 þannig að ég reikna með að blóð verði sent til London á morgun til að athuga hvort merginn er gjafans það er nýi Jón eða gamli Jón, þetta ferli tekur einhverja daga en vonandi í lok vikunnar vitum við hvor er.
Já og Jói minn þér hefði verið nær að húka aðeins lengur í Noregi í staðin ertu að veltast um í einhverjum togara á leið heim og gosið bara að vera búið. Annars ganga hér um einhverjir brandarar, einn er einhvervegin á þessa leið, hafið þið ekki orðið varir við að hér rignir brenndum kjúklingi og pylsum frá ICELAND, ICELAND er verslunar keðja sem selur frosnar vörur og er í eigu Landsbankans að mig mynni. Þeirra brandar eru ekki eins fundir og okkar.
Heyrumst seinna.
Kveðja Sævör16.4.2010 | 21:58
Jón hefur fengið að heyra það.
Hæ hæ.
Hér eru allir að tala um Ísland og eldgosið í Eyjafjallajökli. Dr. Cant kemst ekki til Luxemburg á ráðstefnu því ekkert flug er héðan og allir kvarta, nei nei þetta er nú ekkert alvarlegt allt í léttum dúr. Hraunmolinn vekur mikla eftirtekt sérstaklega núna og hafa sumir gert sér leið inn til Jóns eingöngu til að skoða hann.
Jón er þokkalegur Þurfti reyndar blóð í dag en mergurinn dafnar bara þokkalega nautrofílarnir eru komnir í 0,33 og hvítublóðkornin í 132 að mig mynni, allt á uppleið eins og það á að vera.
Hér var bara sól og blíða í dag en svo snjóar bara heima. Heyri að allir sem fara á Blúndubrókina sé ánægðir með söng og dansleikinn, vonandi fáum við senda upptöku af honum svo við getum notið hans með ykkur.
Heyrumst seinna.
Kveðja Sævör.
14.4.2010 | 12:02
Hraunmolinn komin í hús.
Hæ hæ.
Hér gengur allt vel blóðprufur hjá Jóni á uppleið nauotrofíla komnir í 0.10 allt að ské. Hann er reyndar enn að rjúka upp í hita en læknarnir telja að það sé vegna baráttunnar í líkamanum því engin merki um sýkingu eru sjáanleg.
Það eru 1624 km. (bein lína)héðan og til Ísland þannig að þetta er sæmileg vegalengd að hjóla, Jón hefur verið latur við það enda með háan hita en Einar sér bara um það í staðin og gengur bara þokkalega er komin upp á Vatnaleið.
Það lyftist brúininn á Jóni þegar Einar kom með pakka til hans og reyf hann upp með látum, Halla takk fyrir frá Jóni hann er ánægður með hraunmolann og lyktin af honum er yndisleg fanst okkur, lykt af heiman.
Heyrumst seinna.
Kveðja Sævör, Einar og Nýji Jón með nýja hraunmolann.
P.s. reyni að setja myndir í albúmið 2010
13.4.2010 | 08:49
Dagur 17 og tölur upp.
Hæ hæ.
Blóðprufur eru á uppleið, nautrofílar eru 0.02 smá ljós frammmundan. Ef þeir hækka ekki meira á morgun á að gefa honum lyf sem sparkar mergnum hans Jóns af stað. Hann er enn að fá hita og það er búið að breita sýklalyfjunum aftur og bæta við sveppalyfjum. það er ekki vitað afhverju hitinn er, en vonandi hættir hann að rjúka upp með nýjum lyfjum.
Jón var hress í morgun það var komið með þrekhjól inn í herbergið til hans markmiðið er að hjóla heim, held að það séu um 1000 km heðan og til Íslands hann er komin 2 km. á leið þetta kemur með aukinni orku.
Já ég átti að bera framm kvörtun frá Jóni hann er ekki búinn að fá neinn pakka frá Íslandi og ekkert kort eða...... en við erum búin að fá pakka frá Edinborg og líka búin að senda kort og pakka til Íslands.
Heyrumst einna.
kveðja Sævör
10.4.2010 | 21:25
Jón er að hressast.
Hér er allt á betri veg Jón er að hressast hann gat drukkið í dag þannig að slímhúðin í hálsinum fer skánandi. Hann náði að halda öðru auganu opnu annar slagið í dag og fékk sér rölt um herbergið það er að segja hann gekk í sömu sporunum í smá tíma, þannig að allt er á uppleið.
Hér er búin að vera sumarblíða í dag og sólskin við röltum í garði sem er rétt hjá spítalanum og nutum blíðunnar.
Einar og krakkarnir fengu lítinn frænda í dag. Til hamingju Gummi og Bryndís með litla kallinn og Hulda til hamingju með ömmu strákinn.
Heyrumst seinna.
Kveðja Sævör
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
9.4.2010 | 21:52
Dagur 14.
Hæ hæ.
Jón Þór er en mjög slappur hann er að rjúka upp í hita og mókir bara. Eina breyringin er að hann er farinn að verkjastilla sig sjálfur og vonandi hressist hann aðeins og mókir minna á morgun. Blóðgildin eru enn við 0 en það ætti að fara að breytast upp úr þessu þegar þau hækka þá gerist það hratt.
Ég og Einar fórum í okkar daglegu gönguferð (ok næstum því daglegu) skelltum okkur í bæinn á kaffihús og fyrir valinu varð Starbucks við Elden Square sem er í hjarta bæjarins nei fyrirgefið borgarinnar. Þar fórum við og pöntuðum okkur kaffi í mestu makindum það er að segja þegar við vorum búin að tönglast á því að við værum Norsarar því inn hékk auglýsing með mynd þar sem auglýst var eftir Íslenskum bóndadurg sem hafði hnupplað drykkjarkönnum þar á síðasta ári . Það sem ég skammaðist mín.
Hér inni á stofunni hans Jón er angandi brunalykt, held að það sé að kvikna í loftræstikerfinu því hér inni er búið að vera hitabeltisloftslag síðan við komum fyri fjórum vikum, nei nei hjúkkan kom og sagði að öryggiseftirlitið hefði sagt okkur að það væri allt í lagi með allt saman.
Heyrumst seinna.
Kveðja Sævör.
8.4.2010 | 11:42
Erfitt kvöld af baki.
Hæ hæ.
Jón var bara mjög slappur í gær og er enn, en í gærkveldi var sondan að gera hann vitlausan og hann endaði með því að kasta upp bæði því sem hann hafði fergið í magann og sondunni. Hann fékk nýja sondu aðeins minni þannig að vonandi verður hún til friðs. Hann er með hita og verki í skrokknum en slímhúðin í munninum virkaði betri í morgun, ég var hjá honum í nótt og við munum vera hjá honum til skiptis á meðan hann er svona slæmur. Kallin mun bara móka í dag því hann er á miklum verkjalyfjum og öðrum lyfjum sem gera hann dasaðan.
Við fengum pakka í dag, en ekki frá Íslandi, hann var frá fólki sem við kynntumst þégar við vorum með Valdimar hér úti, þau búa í Edinborg og heita Paula, Crek og Ryan Smith. Ryan er rúmlega ársgamall og var í beinmergskiptum hér á síðasta ári, við deildum saman íbúð í haust. Já é veit ykkur langar að vita hvað var í pakkanum ha ha ha það var forláta gufu suðu pottur, verður fínt fyrir Einar að fá gufusoðið grænmeti hann er svo mikið fyrir Það.
Jæja annars höfum við það bara ágætt held að sumarið sé komið allavegana er að hlýna og gróðurinn komin þokkalega vel á veg.
Heyrumst seinna.
Kveðja Sævör.
6.4.2010 | 21:39
Dagur 11.
Hæ hæ.
Svona fyrir ykkur að glöggva ykkur er dagur 11 dagarnir síðan Jón fékk merginn.
Það er fínt að frétta af mér og Einari reyndar erum við ekki byrjuð á páskaeggjunum okkar en búin með hluta af eggjunum hans Jóns þannig að Jói minn þú færð ekkert hér, verður bara að láta Kollu gefa þér eitt þegar þú kemur heim.
Jón er óttaleg drusla núna hann getur hvorki borðað né drukkið þannig að í augnablikin er betra að fá hraunmolann frá þér Halla mín. Annars er hann komin með sondu þannig að hann nærist í gegnum slöngu núna á meðan slímhúðin er svona veik, nýrnastarfsemin er enn í ólagi og vonandi fer hún batnandi með meiri næringu og vökva í æð.
Annars er ég ánægð með hann frænda minn þótt hann hafi brotið páskaeggið sitt, hann getur vel við unað með dömuna og allan hennar landbúnaðar kvóta og hlunnindi.
Já og Hulda til hamingj með afmælið í gær og Sindri til hamingju með daginn á morgun og Snædís til hamingju með skírnardaginn á morgun.
Heyrumst seinna.
Kveðja Sævör og Einar.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar