Sendið nú Valda kort eða mynd af ykkur.

Það vantar eitthvað á veggina hér inni hjá Valdimar hann er með myndir af heiman en samt er frekar tómlegt hér, bara kveðju mynd af ykkur eða skemmtilegt kort hér kemur heimilisfangið og það þarf allt að standa á umslaginu.

VALDIMAR EINARSSON
CHILDRENS BONE MARROW TRANSPLANT UNIT
C/O WARD 23
NEWCASTLE GENERAL HOSPITAL
WESTGATE ROAD
NEWCATLE UPON TYNE
ENGLAND
NE4 6BE

Það væri gott ef einhver tæki að sér að senda mynd af húsinu okkar því við vorum ekki með neina inni hjá okkur.


Hann Jóhannes er 20 ára í dag.

Til hamingju með daginn elsku Jóhannes og gangi tónleikarnir vel í kvöld.
Sindri og Íris voru að trúlofa sig í dag svona fréttir verður að setja á netið til hamingju með daginn elsku skötuhjú.

Valdimar er mjög slappur hann er búin að kasta mikið upp svo það var tekin ákvörðun um að gefa honum næringu í æð sem er ekkert nýtt fyrir hann en hann fær líka næringu í gegnum sondu til að vernda meltingaveginn, einnig á hann að fá stera í innöndun á sex tíma fresti til að reyna að losa hann við súrefnið vonandi gengur það upp og það er verið að gefa honum blóðflögur. Já og svo á að setja upp þvaglegg því hann hefur ekki getað skilað neinu frá sér. Kallinn minn hefur oft verið á mikið af lyfjum en skápurinn hans er fullur af hinu og þessu aldrei séð annað eins nema í lyfjabúrinu á Barnaspítalanum.

Heyrumst seinna.
Kveðja Valdimar, Sævör og Einar.


Nýji mergurinn kominn inn.

Já hann valdimar er búinn að fá merginn þetta voru 1600 ml af eldrauðum vökva við heldum að mergurinn væri hvítur höfðum ekki einu sinni rænu á að spyrja því við vorum svo viss. Einar heldur því framm að mergurinn sé úr stelpu í stápilsi þannig að þegar þið sjáið Valda dansa um er það staðfest. Það gekk vel að dæla vökvanum inn og Valdimar kveikti sjálfur á dælunni þegar það byrjaði, það var höfð smá viðhöfn og atburðuinn festur á filmu eins og vera ber með svona stórann áfanga. Valdimar er að hressast aðeins en þarf enn súrefni og er kominn með sondu í gegnum nefið og niður í maga til að nærast því hann kastar það oft upp. Það eru komnar niðurstöður úr pödduræktuninni hann er með veirusýkingu í munninum og það er búið að taka hann af öllum sýklalyfjum, sveppalyfjum og veirulyfjum nú á að láta merginn fara að vinna í þessum nýja líkama.

Elsku ungarnir okkar við söknum ykkar og elskum ykkur.

Heyrumst seinna.
Kveðja Valdimar, Sævör og Einar.

P.S. Skúlla og Svanur Þór til hamingju með daginn.


Hvíldardagur ?

Hæ hæ ég veit ekki hvort eigi að kalla daginn í dag hvíldardag því það hefur ýmislegt gengið á hjá Valdimari bæði í nótt og í morgun. Einar var hjá honum síðustu nótt því Valdimar var það slappur í gærkveldi, hann þurfti súrefni í því hann mettar ekki vel og blóðþrystingyr er búinn að vera mjög lágur en eftir að honum var gefinn 1 líter af vökva á hálftíma fór þrystingurinn aftur upp og er búinn sð vera stöðugur síðan, hann fór í röntgen á lungum og kviðurinn var ómaður og kom hvoru teggja vél út. Orsök þessa alls er að hann er með sýkingu einhversstaðar og hann er komin á helling af sýklalyfjum og veirulyfjum og sveppalyfjum og, og, og til að drepa pöddurnar.

Annars er bara rólegt yfir okkur við höfum ekkert farið að skoða borgina neitt en vonandi gerum við bót á því fljótlega alla vega förum við í bæinn að leita að einhverju FALLEGU í afmælisgjöf handa Valda.

Takk fyrir kvittanirnar og við sendum fjölskyldu Stjána samúðar kveðjur.

Heyrumst seinna.
Kveðja Valdimar, Sævör og Einar.
P.S. Það er gott að þið eruð að draga ykkur saman í andlitinu eftir helgina og fá rétta liti djamm pöddurnar ykkar.


Valdi kallinn hund slappur.

Hæ hæ.
Já hann Valdi er mjög slappur mikill bjúgur og með verki um allann líkamann, ógleði og kastar upp einnig fékk hann hita í nótt og er að berjast við einhverja smá sýkingu. Þetta er svolítið skrítið fyrstu dagana töluðum við um að þetta gengi bara vel hann er ekkert svo veikur af lyfjunum en svo allt í einu verður hann hund veikur og reisir ekki höfuð frá kodda vegna verkja og slappleika.

Einar fékk sér göngu til Icelands að fá sér kaffi og bera björg í bú en þegar hann kom til baka sagðist hann hafa synt til Iceland því hann lenti í þessari fínu Grundarfjarðar rigningu nema það vantaði rokið, semsagt það var ekki þurr þráður á honum og hann þurfti meira að segja skipta um nærbrókina og druslaðist til okkar kaldur og slæptur.

Verið nú dugleg að kvitta eitthvað skemmtilegt fyrir okkur í athugasemdir því við höfum gaman að því að lesa þær.

Heyrumst seinna.
Kveðja Valdimar, Sævör og Einar.


Einn dagur eftir af lyfjameðferðinni.

Hæ hæ.
Það er einn dagur eftir af lyfjameðferðinni síðan hvíldardagur og eftir það kemur nýji mergurinn. Valdimar er búinn að vera mjög slappur í dag sofið eða dormað nær allann daginn, með ógleði og kastaði upp, það er mikill bjúgur á honum sérstaklega öklunum niðurbrotslyfið ( MENSA )sem hann er að fá núna hefur áhrif á nýrna starfsemina því fær hann mikinn vökva sem hann er ekki alveg nógu duglegur að skila frá sér. Jæja Valdimar er að fara að sofa og Anna Dóra hvað heitir heimasíðan ykkar það er stolið úr bæði mér og Valda.

Heyrumst seinna. Kveðja Valdimar, Einar og Sævör


Fjórir dagar.

Hæ hæ. Það gengur allt þokkalega Valdimar er frekar slappur með höfurverk vegna hækkunar á blóðþristing og slímhúðin í munninum er orðin viðkvæm.
Hann er búin að hafa nóg að gera hér eru brjálaðir leikjasérfræðingar (plying spesjalist) sem svindla í uno, þ.e. spila á enskan máta. Hann er búin að vera að stja saman þyrlu en vegna skjálfta tókum við Einar það að okkur sem sagt ég hahaha. Ég og Einar fórum í bæinn að versla í matinn handa Valda allar tegundir af frosnum mat og marga lítra af svörtu vatni. Man ekki hvort ég hafi sagt ykkur að það sem fekk brúnirnar til að lyftast á honum var að hann mætti drekka KÓK.

Heyrumst seinna.

Kveðja Valdimar. Sævör og Einar


Fimm dagar þar til Valdimar fær nýja merginn.

Hæ hæ.
Það styttist í að valdimar fái nýja merginn hann verður látinn renna inn 31 júlí. Dagurinn í dag er búinn að vera sæmilegur Valdi var mjög slappur framm eftir degi og þurfti stærri skammt af ógleðilyfjum og er með verki í kviðnum, slímhúðin er enn þá í fínu lagi, blóðprufur sýna að allt er á réttri leið niður. Hann er búin að vera töluvert hressari seinni partinn og komin með matarlystina aftur. Af mér og Einari er fínt að frétta hann er alltaf að pirra mig og vill ekki hætta að hrekkja mig, svon látið hann heyra það.

Heyrumst seinna.
Kveðja Valdimar, Sævör og Einar.

P.S. set inn myndir í albúmið hans Valda.


Fjórði dagur lyfjameðferðar er búin að vera góður.

Hæ hæ.
Dagurinn í dag búin að vera góður, Valdimar er búin að rota 3 djöfla í Nitendo Wii og ég vann keiluna haha. Hann átti svefnlausa nótt en sofnaði eftir að ég kom til hans og svaf vel eftir það. Lyfjameðferðin er komin á rétt ról aftur og gengur vel, hann er ekki farinn að finna fyrir neinum aukaverkunum.
Við þökkum fyrir allar kveðjurna og höfum öll gaman af því að lesa þær.

Heyrumst seinna.

Valdimar, Sævör og Einar.

P.S. Ég og Einar erum komin með símanúmer skrái þau niður eins og hringt er í þau að heiman.
Sævör 447502386077 / Einar 447717396449


Erfiður dagur að baki.

Hæ hæ. Já þetta er búinn að vera erfiður dagur lyfja meðferðin á eftir því línan gaf sig hann er búin að vera að tala um mikla verki í hálsinum þar sem línan kemur inn og var settur í röntgen bæði í gær og í dag. Í dag kom í ljós að það þyrfti að skipta um línu eða reyna að laga hana því hún var farinn að leka.
Röntgenlæknir frá nýja barnaspítalanum þar sem fyrri línan var sett inn kom yfir á General sjúkrahúsið því annar hefði þetta tekið allt svo langan tíma. Við fórum inn á röntgen kl 5 og aðgerðin tók tvo tíma ásamt undirbúningi. Ég og Einar vorum bæði inni á meðan doktorinn krukkað í hann, það tók langan tíma að finna línuna í hálsinum en lækninum tókst að setja nýju línuna inn á sama stað og hin var. Ég vill láta ykkur vita að hann Valdimar er hörku tól og baráttu jaxl. Því leggurinn var settur inn við frekar frumstæðar aðstæður, eingöngu röntgen myndavél, skurðáhöld frá öðru sjúkrahúsi og penna vasaljós til að lísa lækninum.
Valdi er búin að taka gleði sína aftur var að borða pizzu (örbylgju) og að þamba kók.
Já gleymdi að segja ykkur að þegar ósköpin dundu á vorum við Einar í bænum að láta framkalla myndir til að setja upp á vegginn og versla teiknimyndasögur, bíla og fótboltablöð.
Heyrumst seinna.
Kveðja Valdimar, Sævör og Einar.

P.S. Valdimar segir bless bless og hafið það gott um Grundarfjarðardagana sem veðið þar og á Síldarævintýri þið hin.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Sævör Þorvarðardóttir
Sævör Þorvarðardóttir
Mamma ætlar að halda þessu bloggi úti á meðan við bræðurnir erum í undirbúning fyrir væntanleg beinmergsskipti sem nunu vera gerð í Newcatle á Englandi. Kveðja Valdimar og Jón Þór
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband