Fyrsti dagur meðferðar.

Hæ hæ. já fyrst dagur að kveldi komin það er búið að ganga vel í dag Valdi er hress og lætur eins og fífl, set myndir því til sönnunar inn í myndaalbúmið. eftir fyrsta lyfjskamtinn voru teknar blóðprufur á 30 mín fresti eða 14 stykki takk fyrir, það er til að sjá hvort lyfjaskammturinn er að virka ef ekki þarf að stækka hann.
Við fórum í verslunaleiðangur það þurfti að versla stuttermaboli því við öll eigum að fara í sturtu einu sinni á dag og skipta um föt á hverjum degi, þvo hendur í hverst skipti sem við förum bæði inn og út úr milli herberginu ásamt því að skrúbba hendurnar inni í rýminu hans Valda og hann þarf að busta tennur tvisvar á dag lámark, en bustan má bara nota tvisvar, ekki má gleima ferðinni í Iceland að kaupa frosinn mat handa Valda sem er uppistaðan af því sem hann má borða ásamt gerilsneiddum vörum. Valdi segir að þetta sé ekki mjög slæmt. Hann er ánægður með hjúkkurnar, hressar og kátar gellur en ekki eins gamlar og á Barnaspítalanum!
Eins og þið vitið var settur nýr leggur í gær en sá sex daga gamli var ekki tekin þannig að Valdimar gerði sér lítið fyrir og lagðist ofan á leggin og dró hann aðeins út þannig að læknirinn ákvað að láta hjúkkuna draga hann alveg út. Hver þarfnast skurðlæknis þegar Valdimar er á svæðinu.

Kveðja til allra heima.
Sævör, Einar og Valdi.

P.S.Hildur ekki móðgast þú ert ekki gömul þú er mjög ung og falleg:)


Nú er allt að byrja.

Hæ hæ. Já við erum búin að koma okkur fyrir Valdimar er kominn inn á Deild 23. Meðferðinni var frestað til miðvikudags því það þurfti að setja í hann nýja línu sem var gert í morgun og gekk það bara vel. Hann fór ekki í svæfingu hún var sett upp eftir staðdeifingu ojjjjjjjjj. En alla vega byrjar niðurbrotið kl. 10 í fyrramálið.
Þetta er búið sð vera fína ferðalagið á okkur á laugardaginn komum við til Newcastle og höfðum hugsað okkur að far út að borða en nei Valdimar sofnaði kl.5 og var ekki haggað eftir það þannig að gamlasettið lagði sig kl.7 eftir að hafa faðið í hverfisbúðina og fengið okkur kornflex og ristað brauð og sváfum við öll til morguns. Á sunnudeginum lagðist Valdimar inn og byrjuðum við daginn á kornflexi og ristuðu brauði "húrra" en allt fór í mínus þegar línan gaf ekki blóð og að Valdimar hafði þyngst um 10 kg frá uppgefinni þyngd, mánudags morgun var erfiður það þurfti að reikna upp á nýtt lyfin og taka akvörðun um frestunina og fyrir okkur að nærast á ristuðu brauði og kornflexi eina máltíð í viðbót.
Heyrumst seinna.
Kveðja sævör.

Út á laugardaginn.

Hæ hæ.

Já það er komið að þessu við förum út á laugardaginn, Valdimar leggst inn á sunnudeginum og  lyfjameðferðin hefst á mánudeginum. Valdimar er fyrir sunnan það þarf að skipta um legg hjá honum því þessi sem er í honum er stíflaður, hann á að fara í svæfingu í fyrramálið. Ég, Einar og Jón Þór förum svo suður á föstudaginn því við eigum að taka með okkur út  blóð úr Jóni. Ferðalagið leggst bara vel í okkur við fljúgum til Amstedam og förum svo með KLM til Newcastle.

P.S. læt fylgja með mynd að Valda í vinnunni og hin er fyrir mig þegar ég fæ heimþrá.

Heyrumst seinna.

Kveðja Sævör.


Það var bara sumarfrí hjá fjölskyldunni.

Hæ hæ. Já við skelltum okkur í útilegu byrjuðum  í Skagafirði fórum í rafting í Jökulsá vestari og brunuðum síðan á vestfirði tjölduðum á Drangsnesi fórum síða á Norðurfjörð og þaðan í Arnarfjörðin og keyrðum slóðann fyrir img_4039.jpgSléttanes upp á Sandfell síðan inn Kirkjubólsdal og niður Fossdal. Já gleymdi að taka fram að við vorum bara fjögur því Snædís er en í Kanada. Fengum yndislegt veður og dásamlegt ferðalag það eru orðin nokkur ár síðan við fórum í svona útilegu og nutum þess út í ystu æsar nema strákunum var haldið í gíslingu og píndir í lengri útilegu. 

Síðan var hringt í mig að utan og það er búið að flýta ferðinni til Newcastle við fljúgum út eftir 7 daga eða 18 júlí það er laugardaginn næsta. Valdimar leggst inn á Sunnudeginum og meðferðin byrjar á mánudeginum þann 20. Það er töluverður kvíði í honum og erfiðar þessar breytingar en ég er viss um að þetta á allt eftir að ganga vel.

Heyrði í Snædísi frá Kanada það er bara gaman, búin að fara í siglingu á skútu, spíttbát og róa á kajaka skelltu sér til Halifax einn rigningardaginn að versla og bara gott hljóð í dömunni.

Heyrums seinna.

Kveðja Sævör


Snædís á leið til Kanada.

Já litla stelpan mín er á leið til Kanada með Jóa og Kollu hún er voða spennt enda bara gaman að fara í svona ferðalag. Þau verða í sumarhúsinu við Mahonbay ætla að sigla á spíttaranum og skútunni og Snædís og Sæþór eru búin að plana kajakaróður og sundspretti í sjónum. Þau koma heim 21 júlí rétt fyrir Góða stund og nokkrum dögum áður en við förum út til Newcastle.

Við ætlum að reyna við útilegu um helgina ekkert ákveðið hver við förum eða hvað við gerum, fer allt eftir heilsu strákanna.

Heyrumst seinna.

Kveðja Sævör.


Ferðinni frestað.

Hæ hæ.

Já það er búið að fresta mergskiptunum hjá Valdimar það fæddust tveir einstaklingar með lítið sem ekkert ónæmiskerfi í síðustu viku og þurfa strax í mergskipti því einfaldasta pest eða veira gerðir út af við þau, þannig að deildin er full úti en við erum komin með nýja dagsetningu þannig að nú er bara að byrja upp á nýtt, taka upp úr töskum og njóta sumarsins heima til loka júlí því við komum til með að fljúga út 26 júlí og Valdimar fær merginn 7 ágúst tveimur dögum eftir 18 ára afmælið sitt. Hann er bara þokkalega sáttur við að vera heima mánuði lengur því hann var allt síðasta sumar inni á spítala og svo er hann að vinna hjá bænum.

Heyrumst seinna.

Kveðja Sævör. 


Komin heim frá Sigló.

Hæ hæ.  Við skelltum okkur norður  og áttum yndislega helgi á Siglufirði. Við gistum hjá Gillu og Árna, kíktum á Allann til Lóu og Halla og Valdimar skellti sér á ball með Matta og Draugabönunum nei nei smá grín hann var bara að spjalla við Óskar. Laugardagsmorgun fórum við  ég, Snædís og Gilla í kvennahlaupið, Gilla fór að sjálfsögðu allan snjóflóðagarðinn en við Snædís létum okkur duga Suðurgötuna. Um kvöldið fórum við í Bátahúsið og hlustuðum á óskalög sjómanna stórgóð skemmtun sem var sett upp með fyndnum kveðjum og óskalögum, hljómsveit hússins hét hinum ýmsu nöfnum og söngvarar ekki af verri endanum Mundína, Biggi Ingimars, Tóti, Finni Hauks, Bjössi Sveins og Raggi Bjarna og síðan var skellt sér á landleguball í Allanum.

Það styttist í að við förum út sex dagar til stefnu og nú þarf að fara að rífa fram ferðatöskurnar og pakka einhverju niður og búa sig undir langa fjarveru, Valdimar er með hnút í maganum jú og ég líka við vitum ekkert hvað hann er að fara út í eða hvað við verðum lengi.

Já svo er nú ekki bara að pakka fyrir okkur því snædís er að fara til Kanada með Jóa, Kollu og Sæþór, hún flýgur út 2 júlí og er orðin mjög spennt.

Heyrumst seinna.

Kveðja Sævör.

 

   


Sjómanna helgin liðin.

Hæ hæ.

Já Sjómannadagurinn liðin þetta var góð helgi margt skemmtilegt um að vera við höfnina á laugardeginum, fótboltaleikur milli sjómanna og löndunargengis ( Pólverjar) sem endaði með vinningi Pólverjanna finnst að dómarinn hafi haldið með þeim. Um kvöldið var svo heljar grill hjá Sæbóli og Þorvarðs mönnum, mikið sungið og hlegið.

Valdimar fór í borgina í gær hann var orðin veikur bræður hans voru á leið suður og tóku hann með, ég er að fara á eftir í borgina. Hann er með gallsteina veit ekki hvað verður gert en við sjám bara til. 

Heyrumst seinna.

Kveðja Sævör.


Þetta fér að bresta á.

Hæ hæ.
Ásgeir læknir hringdi í mig í morgun það er komin dagsetning fyrir mergskiptin, þau verða 9 júlí en við förum út 28 júní. Niðurbrots meðferðin byrjar 30 júní. Þetta er svolítil sérstakt að fá svona fréttir bæði kvíði og lettir að það skuli loks vera komið að þessu.
Annars er ég í borginni með Jón Þór hann er búin að vera slappur lengi þannig að nú á að reyna að hressa hann við fyrir sumarið. Hann var að útskrifast úr 10 bekk þannig að nú er bara framhaldskólinn framundan honum gekk bara mjög vél enda vel gefin eins og foreldrarnir, nei í alvöru á einkunnarspjaldinu stóð að hann hafði verið fjarverandi 40 skóladaga eftir áramót og hugsanlega fleiri sem ekki voru skráðir það gera átta skólavikur.
Svo eru það fréttir af PUSSUNNI þ.e. bílnum hans Valda hann lenti í tjóni og er laskaður en sem betur fer var hann kyrrstæður og engin í honum þegar þetta gerðist.

Heyrumst seinna.
Kveðja Sævör


Erum komin heim.

 

Hæ hæ.

 

 

Já við erum komin heim Valda var hent út því hjúkkurnar voru orðnar þreyttar á honum. Nei nei smá svona, hann fékk eðalmeðferð áður en hann var útskrifaðu Hildi var hætt að lítast á hann því hann var orðin svo sambrýndur þannig að ritarinn sem er einnig snyrtifræðingur mætti með vax í vinnuna og snyrti félagann. Myndir fylgja sögunni.

Heyrumst seinna.

Kveðja Sævör.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Sævör Þorvarðardóttir
Sævör Þorvarðardóttir
Mamma ætlar að halda þessu bloggi úti á meðan við bræðurnir erum í undirbúning fyrir væntanleg beinmergsskipti sem nunu vera gerð í Newcatle á Englandi. Kveðja Valdimar og Jón Þór
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband