Ég held að það fari að koma að þessu.

Hæ hæ.

Valdimar er enn í borginni hann lagðist aftur inn á fimmtudaginn var en ég kom ekki í borgina fyrr en á laugardaginn. Brisbólgan var ekki orðin nógu góð en hann fer batnandi núna.

Það kom póstur frá Newcastle þar sem okkur var sagt frá því að merg gjafinn væri búin að fá tvær dagsetningar báðar í júlí, það er byrjun og um miðjan mánuð, ef önnur hvor dagsetningin hentar honum förum við út í endaðan júní. Núna er bara að sjá og vona að allt gangi upp.

Heyrumst seinna.

Kveðja Sævör 


Ég ætla að sleikja sólina í dag.

Hæ hæ

Það er komið sumar og sólskin til okkar það er svo notalegt, Valdimar og Jón Þór liggja í bælinu slappir karlarnir í dag. Valdimar var í borginni hann fékk Brisbólgu einu sinni enn og lá inni í 4 daga en við kusum að fara heim já bara til að spara fyrir ríkið nei, nei hann fékk aukna stera og það er hægt að gera heima en hann er allur að koma til aðeins slappur en lætur sig hafa það að skella sé upp í sundlaug eða á íþróttasvæðið, því, veit ekki hvort þið vitið það hann kláraði um daginn vinnuvélréttindi og Friðrik hefur verið svo vænn við hann að leifa honum að reina sig á tækjunum hans, það er glaður maður sem kemur heim eftir dag þar sem hann hefur fengið að reina á sig, eitthvað sem okkur hinum þykir sjálfsagt og kannski bara leiðinlegt.

Jón Þór er búin að vera druslulegur hann er með Ristil það er hlaupabóluveiran leggst á taugaendana og veldur hlaupabólum á takmörkuðu svæði, frekar ógeðfellt og sársaukafullt núna er allt að gróa og kláðinn að gera útaf við hann en hann er heima í dag en átti annars að vera í prófi, já litli strákurinn minn er að klára 10 bekk. Hann ætlar ekki að verða bakari þótt hann hafi alltaf verið að bakakaka hérna áður fyrr.

Ég var á tónleikum í gær Tónlistask. Grundarfjarða var með vor tónleikana það var gaman eins og venjulega Þórður, Baldur og Ari eiga heiður skilinn fyrir frábært starf með krökkunum okkar, Snædís spilaði með lúðrasveitinni, sveitin er ekki nema árs gömul og Baldur er búin að ná frábærum árangri með krökkunum, mæli með að þið sem ekki hafið farið á tónleika hjá tómlistaskólanum að gera það næst.

Heyrumst seinna.

Kveðja Sævör


Við erum komin heim.

Valdimar situr á virkisvegg Newcastle

Hæ hæ.

Við komum heim frá Newcastle aðfaranótt sunnudags og fórum beint heim í okkar kojur því heima er best. Ferðin út var góð Valdi hress og allar rannsóknir komu vel út. það var verið að leita eftir því hvort Valdimar gæti verið með einhvern annan sjúkdóm vegna Brisbólgnanna sem hann hefur verið að fá en ekkert óeðlilegt fannst. Brisið að vísu örótt eftir bólgurnar og niðurstöður voru að CGD það er sjúkdómurinn hans hafi líklega orsakað þessar Brisbólgur sem eru góðar fréttir fyrir Valdimar því það minkar áhættuna í mergskiptunum sjálfum.

Á föstudaginn var fengum við þær gleði fréttir að búið væri að finna passlegan merggjafa fyrir Valdimar en það ætti eftir að bera saman vefjaflokka við hugsanlega merggjafa fyrir Jón Þór, það fylgja svona fréttum gleði, þakklæti og friður kemur yfir mann. 

Kveðja Sævör


5. maí

Hæ hæ.

Það er komin dagsetning fyrir ferðina til Newcastle við förum út 4 maí og verðum í 3 til 7 daga, ég er ekki komin með dagskrána þannig að við vitum ekki hvort eigi að gera einhverjar rannsóknir hér heima. En alla vega fer Valdimar í Pet skannið úti, Jón Þór þarf ekki að fara út núna enda styttist í próf hjá honum bæði í Grunnskólanum og Fjölbrautinni líka.

Það er voða gott að vera komin með dagsetningu því fermingin hjá Snædísi verður 26 apríl og undirbúningurinn komin í gang. 

Heyrumst.

Kveðja Sævör.


Gleðilega páska.

Hæ hæ ég hef verið löt að blogga, það er búið að vera rólegt á okkur, strákarnir þokkalega hressir og allir bara bjartsýnir enda vorið á næsta leiti, yndislegt.

Valdimar er byrjaður að taka meirapróf eða vinnuvélaréttindi, þetta eru þrjár helgar, hann kom ánægður heim eftir helgina og hafði gaman af þessu öllu, lögnum, slöngum, vökva eitthvað og tækjum.

Jón Þór er allur að koma til eftir að fystillinn var opnaður, hann er kominn með þokkalega orku og er í þessum skrifuðu orðum að losa ruslið í bænum.

Á föstudaginn var, voru tónleikar hjá Lúðrasveitinni (Salsa veisla) Snædís spilar á klarínett  þetta voru skemmtilegir tónleikar en lúðrasveitin er ekki nema ársgömul hann Baldur  er að gera góða hluti með krökkunum okkar.

Við fengum bréf frá Newcastle, það var samantekt um rannsóknirnar sem voru gerðar í janúar það kom ekkert slæmt úr þeim. Þeir segja að Jón Þór hafi 80 til 90 % líkur á eðlilegu lífi eftir beinmergskiptin en tala ekki um hlutföll hjá Valdimari því hann er með svo marga áhættuþætti, brisbólgu, stækkaða lifur, nýrnabilun og fleira en hann þarf að fara aftur út í fleiri rannsóknir. Þeir segja jafnframt að enn sé verið sé að leita af passlegum merggjöfum fyrir þá og dagsetningar komi ekki fyrr en búið sé að finna þá. Þannig að við bíðum bara og bíðum eftir kallinu.

Heyrumst.

Kveðja Sævör 

 

 

 


Hitt og þetta.

Hæ hæ.

Já á þessum dýrðar degi eru allir heima. Jón Þór er bara orðinn þokkalega hress og kemst í skólann  honum finnst erfitt að detta svona lengi út, ekki námslega því honum gengur vel, heldur er það félagsskapurinn sem hann saknar og er búin að taka gleði sýna aftur.

Við Valdimar vorum að skoða síðuna á honum (vinstramegin) þeim megin sem miltað var í honum, hann er með holu eða frekar innfallinn, ef hann væri ekki á svona miklum sterum og ekki hefði blætt fyrir innan væri hún örugglega meira áberandi þetta er svolítið skrítið að sjá þetta. Við höldum okkar striki og erum farin að undirbúa fermingu, Snædís á að fermast 26 apríl og við höldum okkur við þessa dagsetningu nema Valdimar verði farinn út, það kemur allt í ljós. Hún fékk sér þennan fallega kremlitaða kjól og ljómar yfir honum. Sindri frændi hennar ætlar að sjá um veitingarnar.

Heyrums seinna, kveðja Sævör


Jón Þór er búinn í aðgerð.

Hæ hæ.
Jón Þór fór í aðgerð í gær það var skorið á fystil ( sýking ) hjá honum sem fannst í segulómun á föstudaginn, það gekk bara vel en hann er enn mjög slappur. Jón á að fara í speglun á fimmtudaginn og hugsanlega veður breitt um sýklalyf til að reyna að hressa hann við.
Valdimar er bara kátur með að vera heima skellti sér á snjósleða með Bjögga, veit ekki hvort það sé ráðlegt svona stuttu eftir aðgerð en allvega skemmti hann sér vel.

Heyrumst seinna , kveðja Sævör


Jón er lasinn og við erum í borginni

Hæ hæ.
Ég og Jón Þór erum í borginni hann er með hita og sýkingu þannig að hann er komin með sýklalyf í æð og er í vökvun.
Fystillinn er að angra hann, það eru komin ný göng. Fystill er sýking eða kýli sem myndast og leytar sér leiðar út, það var búið að skera í hann hjá honum.
Valdimar er heima og hefur það svona líka fínt.

Heyrumst, keðja Sævör.


Valdimar er hress eftir aðgerðina.

Hæ hæ.

Hjá okkur gengur allt vel, Valdimar er bara brattur, farinn að rúnta á Pussanum og líður bara þokkalega aðeins með verki en að annars bara fínn.

Jón Þór en slappur, með hita og eitthvað skemmtilegt eða þannig. Það góða við þetta er að þeir skiptast oftast nær á að vera veikir.

Það er fyrirhuguð ferð út til Newcastle á næstu vikum þeir þurfa að fara í rannsóknir, Petscan, sneiðmyndatökur og eitthvað fleira, það á að reyna að fá þessu  breytt þannig að þeir þurfi bara að fara í Petscannið, ef það gengur ekki upp verðum við í viku úti annars þrjá daga.

Það var verið að senda út blóð úr þeim til að bera saman við væntanlega merggjafa.

Heyrums seinna, kveðja Sævör


Öskudagur.

Hæ hæ hér er allskonar skríll á ferðinni, hjúkkur með grímur og í hinum ýmsu múderingum, læknar með bleika kúrekahatta og Liverpool aðdáendur sem mæta ekki einu sinni í gallanum þótt það sé leikur í kvöld. Valdimar er að búa sig undir kvöldið bara hress eftir allt saman, en hann er með töluverða verki því það myndaðist blóðblaðra þar sem Miltað var og hann er líka á sýklalyfjum vegna einhvers krass í lungunum, þetta á allt eftir að lagast með tímanum.

Doktorarnir af utan voru að kalla eftir blóði úr strákunum til að eiga til samanburðar við væntanlega merggjafa og Ásgeir ætlar að senda út póst um að aðgerðin hafi gengið vel kannski fáum við einhverjar fréttir fljótlega að utan.

Hluti af systkinabörnum mínum eru að fara í prufur til að athuga hvort þau passi við strákana en það kemur allt í ljós með tímanum.

Heyrumst seinna. Kveðja Sævör


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Sævör Þorvarðardóttir
Sævör Þorvarðardóttir
Mamma ætlar að halda þessu bloggi úti á meðan við bræðurnir erum í undirbúning fyrir væntanleg beinmergsskipti sem nunu vera gerð í Newcatle á Englandi. Kveðja Valdimar og Jón Þór
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband